Viktoría Karlsdóttir (Ingólfshvoli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Viktoría Karlsdóttir.

Viktoría Karlsdóttir frá Ingólfshvoli, húsfreyja fæddist 6. nóvember 1939 á Aðalbóli og lést 31. október 2020 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Karl Kristmannsson kaupmaður, umboðsmaður, f. 21. nóvember 1911 í Steinholti, d. 19. janúar 1958, og kona hans Betsý Gíslína Ágústsdóttir frá Aðalbóli, húsfreyja, f. 28. nóvember 1919, d. 22. apríl 2016.

Börn Betsýjar og Karls:
1. Viktoría Karlsdóttir húsfreyja, f. 6. nóvember 1939, d. 31. október 2020. Maður hennar er Gísli Halldór Jónasson.
2. Kolbrún Stella Karlsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 1941. Maður hennar er Birgir Jóhannsson.
3. Kristmann Karlsson kaupsýslumaður, f. 1945. Kona hans er Kristín Bergsdóttir.
4. Ágúst Karlsson, f. 7. apríl 1949. Kona hans er Jensína María Guðjónsdóttir.
5. Friðrik Karlsson, f. 26. mars 1953, býr í Danmörku. Kona hans er Inga Dóra Sigurðardóttir.
Barn Karls og fósturbarn Betsýjar var
6. Ingibjörg Sigrún Karlsdóttir, f. 7. nóvember 1934, d. 22. mars 2020. Maður Ingibjargar var Jón Kristjánsson.

Viktoría var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1955.
Viktoría vann lengi á Símstöðinni í Eyjum, en síðar í þvottahúsi Hraunbúða. Þau Gísli fluttust til starfa á vegum FAO 1970, bjuggu m.a. í Jemen, á Filippseyjum og í Malasíu, þar sem Gísli kenndi fiskveiðar til 1978.
Viktoría vann síðar við heildverslun þeirra Gísla.
Þau Gísli giftu sig 1958, eignuðust sex börn. Þau bjuggu í fyrstu á Ásavegi 5, þá á Gerðisbraut 1, en síðast á Áshamri 3f.
Gísli lést 2016 og Viktoría 2020.

I. Maður Viktoríu, (13. september 1958), var Gísli Halldór Jónasson skipstjóri, f. 13. september 1933 í Reykjavík, d. 30. júlí 2016.
Börn þeirra:
1. Jónas Ragnar Gíslason sölumaður í Mexíkó, f. 5. nóvember 1957. Kona hans Erika Ruiz.
2. Stella Gísladóttir, húsfreyja, bjó í Danmörku, nú í Eyjum, f. 23. október 1960. Fyrrum maður hennar Filip Heimburger.
3. Guðmundur Gíslason vélvirki, stöðvarstjóri í Eyjum, f. 15. febrúar 1963. Kona hans Guðný Jensdóttir.
4. Viktoría Gísladóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 5. maí 1965. Fyrrum maður hennar Jens Jóhann Bogason.
5. Fanney Gísladóttir húsfreyja, snyrtifræðingur á Spáni, f. 8. nóvember 1966. Fyrrum maður hennar Guðni Ingvar Guðnason. Sambúðarmaður hennar Oddur Magnús Oddsson.
6. Bryndís Gísladóttir húsfreyja, verkstjóri í Eyjum, f. 16. febrúar 1973. Maður hennar Halldór Jón Sævarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.