„Dagmar Óskarsdóttir (Hrafnabjörgum)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Dagmar Óskarsdóttir''' frá Hrafnabjörgum, húsfreyja, sjúkraliði fæddist 3. júní 1962.<br> Foreldrar hennar voru Óskar Þórarinsson (Hrafnabjörgum)|Óskar Þóra...) |
m (Verndaði „Dagmar Óskarsdóttir (Hrafnabjörgum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 21. apríl 2021 kl. 16:54
Dagmar Óskarsdóttir frá Hrafnabjörgum, húsfreyja, sjúkraliði fæddist 3. júní 1962.
Foreldrar hennar voru Óskar Þórarinsson húsasmíðameistari, f. 28. júní 1910 á Norðfirði, d. 17. maí 1982, og kona hans Solveig Sigurðardóttir húsfreyja, f. 19. desember 1923 á Blómsturvöllum, d. 7. desember 1994.
Börn Solveigar og Óskars:
1. Andvana fædd stúlka 28. júlí 1942.
2. Erla Óskarsdóttir húsfreyja á Akranesi, síðar verslunarmaður, sjúkrahússstarfsmaður í Reykjavík, f. 22. desember 1943. Fyrrum maður hennar er Adólf Ásgrímsson rafvirkjameistari, rafmagnstæknifræðingur, f. 12. júní 1944.
3. Sigurbjörg Óskarsdóttir húsfreyja, ræstitæknir, f. 20. júní 1945. Maður hennar er Sigurður Óskarsson frá Hvassafelli, húsasmíðameistari, kafari, eftirlitsmaður, stjórnarformaður, útgerðarmaður, kennari, tónlistarmaður, f. 24. maí 1944.
4. Þórhildur Óskarsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 15. mars 1947. Maður hennar Jónas Kristinn Bergsteinsson frá Múla, rafverktaki, f. 24. ágúst 1948.
5. Ólafur Óskarsson rennismíðameistari, bifreiðastjóri, f. 23. október 1948. Kona hans er Jóna Jónsdóttir húsfreyja, læknafulltrúi frá Gerði.
6. Óskar Veigu Óskarsson rafvirki, svæðissölustjóri hjá Marel, f. 18. september 1950. Barnsmóðir hans er Sigríður Gísladóttir. Kona hans var Bergþóra Jónsdóttir húsfreyja, fiskverkakona, f. 24. ágúst 1953, d. 13. ágúst 2012.
7. Þráinn Veigu Óskarsson húsasmíðameistari í Kópavogi, f. 1. nóvember 1953. Kona hans er Guðný Júlíana Garðarsdóttir húsfreyja, sölumaður.
8. Dagmar Óskarsdóttir húsfreyja í Kópavogi, sjúkraliði, f. 3. júní 1962. Barnsfaðir hennar Egill Þór Steinþórsson. Fyrrum maður hennar Högni Þór Hilmisson. Sambýlismaður hennar er Jón Berg Torfason þroskaþjálfi.
9. Hafdís Óskarsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 15. desember 1963. Maður hennar var Sigurjón Kristinsson. Sambúðarmaður Hafdísar var Sigurbjörn Ófeigur Hallgrímsson, látinn. Maður Hafdísar er Hermann Smárason, f. 12. mars 1959.
Dagmar var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk sjúkraliðaprófi 2006.
Hún hefur starfað lengst á Landspítalanum.
Hún eignaðist barn með Agli Þór 1982.
Þau Högni Þór giftu sig 1991, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Áshamri, skildu 1994.
Dagmar og Jón Berg hófu sambúð 1995, eignuðust tvö börn. Þau búa í Kópavogi.
I. Barnsfaðir Dagmarar er Egill Þór Steinþórsson verkstjóri, f. 24. desember 1958 á Bakka í Ölfusi, sonur Steinþórs Egilssonar bónda og Hrefnu Tryggvadóttur húsfreyju.
Barn þeirra:
1. Birkir Þór Högnason sjúkraliði, f. 7. október 1982. Hann er kjörsonur Högna Þórs Hilmissonar. Maður hans Gharib Zahor Gharib, ættaður frá Tansaníu.
II. Fyrrum maður Dagmarar, (18. maí 1991), er Högni Þór Hilmisson tónlistarmaður, f. 4. febrúar 1964. Foreldrar hans voru Hilmir Högnason rafvirkjameistari, f. 23. ágúst 1923, d. 5. desember 2014, og kona hans Alda Björnsdóttir húsfreyja, myndlistakona, f. 4. júlí 1928, d. 18. apríl 2020.
Barn þeirra:
2. Snædís Högnadóttir viðskiptafræðingur, f. 1. júlí 1986. Sambúðarmaður hennar Fannar Bogi Jónsson.
III. Maður Dagmarar, (16. ágúst 1997), er Jón Berg Torfason þroskaþjálfi, sölustjóri, f. 14. maí 1971 á Akureyri. Foreldrar hans Jón Torfi Jörundsson verkamaður á Akureyri, síðar í Hafnarfirði, f. 10. september 1932, d. 8. maí 1988, og kona hans Hildigunnur Sigvaldadóttir húsfreyja, f. 25. mars 1931.
Börn þeirra:
3. Jón Torfi Jónsson verslunarstjóri, f. 21. júlí 1995. Sambúðarkona hans Ásdís Birna Davíðsdóttir.
4. Óskar Jónsson knattspyrnumaður, f. 28. janúar 1997, ókvæntur.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Dagmar.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.