Alda Björnsdóttir (Hörgsholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Alda Björnsdóttir.

Alda Björnsdóttir frá Hörgsholti, húsfreyja, myndlistakona fæddist þar 4. júlí 1928 og lést 18. apríl 2020.
Foreldrar hennar voru Einar Björn Sigurðsson frá Pétursborg, verslunarmaður, f. 25. október 1895, d. 14. nóvember 1964 og kona hans Ingveldur Jónsdóttir húsfreyja, f. 3. maí 1904, d. 23. júní 1994.

Börn Ingveldar og Björns:
1. Ingibjörg Ágústa Björnsdóttir húsfreyja, f. 19. október 1926, d. 31. mars 2019.
2. Alda Björnsdóttir húsfreyja, myndlistakona, f. 4. júlí 1928, d. 18. apríl 2020.

Alda var með foreldrum sínum í æsku, í Hörgsholti, á Norðfirði, í Pétursborg og að Heiðarvegi 30.
Hún vann ýmis störf, var m.a. afgreiðslukona í brauðgerð.
Alda sótti námskeið í myndlist og stundaði listina, vann m.a. við förðun hjá Leikfélaginu. Skömmu fyrir eftirlaunaaldur varð hún meðlimur í Gallerý Heimalist og starfaði þar jafnt sem framleiðandi og sölumaður um árabil.
Þau Hilmir giftu sig 1948, eignuðust átta börn. Þau bjuggu í fyrstu á Heiðarvegi 30, þá í Vatnsdal, en byggðu hús við Túngötu 22 og bjuggu þar frá 1957-2014, er þau fluttu í Hraunbúðir.
Hilmir lést 2014 og Alda 2020.

I. Maður Öldu, (10. janúar 1948), var Hilmir Högnason frá Vatnsdal, rafvirkjameistari, f. 27. ágúst 1923, d. 5. desember 2014.
Börn þeirra:
1. Hörður Hilmisson rafvirki, f. 12. desember 1947 á Heiðarvegi 30. Kona hans Sunneva Marentza Poulsen.
2. Hrefna Hilmisdóttir ferðarekandi, f. 3. júlí 1949 í Vatnsdal. Maður hennar Ólafur Örn Ólafsson.
3. Guðný Sigríður Hilmisdóttir húsfreyja, f. 19. febrúar 1951 í Vatnsdal. Barnsfaðir Gunnar Hafdal. Barnsfaðir Pétur Færseth.
4. Birna Hilmisdóttir húsfreyja, f. 2. apríl 1953 að Heiðarvegi 30. Maður Gunnar Ingi Einarsson.
5. Inga Jóna Hilmisdóttir þroskaþjálfi, leikskólakennari, f. 8. mars 1963.
6. Högni Þór Hilmisson tónlistarmaður, f. 4. febrúar 1964. Barnsmóðir Dagmar Óskarsdóttir.
7. Örn Hilmisson sjómaður, f. 1. apríl 1965. Kona hans Annika Morit Guðnadóttir.
8. Óðinn Hilmisson húsasmiður, sjómaður, f. 1. apríl 1965. Kona Martina Filippone.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 4. apríl 2020. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.