Inga Jóna Jónsdóttir (læknafulltrúi)
Inga Jóna Jónsdóttir frá Stóra-Gerði húsfreyja, læknafulltrúi fæddist 5. maí 1950.
Foreldrar hennar voru Jón Magnússon frá Brekkum á Rangárvöllum, bústjóri, bóndi, f. 22. október 1911, d. 10. janúar 1982, og kona hans Ingibjörg Magnúsdóttir frá Dyrhólum í Mýrdal, húsfreyja, f. 17. desember 1909, d. 5. nóvember 1978.
Börn Ingibjargar og Jóns:
2. Magnús Birgir Jónsson skólastjóri á Hvanneyri, f. 24. ágúst 1942.
3. Sigurborg Erna Jónsdóttir húsfreyja, kennari, f. 18. nóvember 1943 í Hábæ.
4. Inga Jóna Jónsdóttir húsfreyja, læknafulltrúi, f. 5. maí 1950 í Gerði.
Inga Jóna var með foreldrum sínum í æsku. Hún er fjórða bekkjar gagnfræðingur. Hún var læknafulltrúi í Eyjum.
Þau Ólafur giftu sig 1971, eignuðust þrjú börn. Þau búa á Áshamri 1b.
I. Maður Ingu Jónu, (29. maí 1971), er Ólafur Óskarsson rennismíðameistari, bifreiðastjóri, f. 23. október 1948.
Börn þeirra:
1. Lilja Ólafsdóttir húsfreyja, stuðningsfulltrúi við grunnskólann í Eyjum, f. 27. janúar 1970. Maður hennar er Sigurður Friðriksson.
2. Birgir Ólafsson sölustjóri hjá Öryggismiðstöð Íslands í Kópavogi, f. 23. desember 1976. Kona hans er Ester Helen Hauksdóttir Ottesen.
3. Þórir Ólafsson starfsmaður hjá Eyjablikki, f. 7. júlí 1981. Kona hans er Helena Björk Þorsteinsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Inga Jóna.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.