„Jón Ó. E. Jónsson (Seljavöllum)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: 250px|thumb|''Jón Ólafur Eymundsson Jónsson. '''Jón Ólafur Eymundsson Jónsson''' frá Seljavöllum, vélstjóri, rennismiður, ú...) |
m (Verndaði „Jón Ó. E. Jónsson (Seljavöllum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 31. janúar 2020 kl. 18:43
Jón Ólafur Eymundsson Jónsson frá Seljavöllum, vélstjóri, rennismiður, útgerðarmaður fæddist 12. nóvember 1901 að Eyvindarhólum u. Eyjafjöllum og lést 9. september 1985.
Foreldrar hans voru Jón Ólafur Eymundsson vinnumaður, f. 25. febrúar 1869, drukknaði við Klettsnef 16. maí 1901, og kona hans Sigríður Magnúsdóttir, þá vinnukona á Eyvindarhólum, en síðar húsfreyja á Seljavöllum, f. 25. júní 1874, d. 3. mars 1963.
Föðursystir Jóns járnsmiðs var Kristjana Ágústa Eymundsdóttir á Hól, húsfreyja frá Skjaldþingsstöðum í Vopnafirðir, f. 9. ágúst 1873, d. 13. júní 1939. Maður hennar Jes A. Gíslason.
Börn Jóns á Seljavöllum og Ragnhildar Sigurðardóttur fyrri konu hans og uppeldissystkyni Jóns Ólafs hér nefnd:
a) Guðjón Jónsson vélsmíðameistari í Magna, f. 22. febrúar 1891.
b) Sigurður Jónsson vélsmiður, síðar í Reykjavík, f. 7. desember 1897, d. 16. apríl 1960. Kona hans Stefanía Jóhannsdóttir.
Börn Jóns á Seljavöllum og síðari konu hans Sigríðar Magnúsdóttur, og hálfsystkini Jóns Ólafs hér nefnd:
c) Ragnhildur Jónsdóttir húsfreyja á Faxastíg 8a, f. 8. apríl 1905 á Seljavöllum, d. 14. mars 1987. Hún var kona Kjartans Jónssonar sjómanns, vélsmiðs.
d) Magnús Jónsson vélstjóri á Hásteinsvegi 58, f. 17. ágúst 1909, d. 12. desember 1988. Kona hans var Lilja Sigurðardóttir húsfreyja.
e) Vigfús Jónsson vélsmíðameistari, f. 11. apríl 1913, d. 22. desember 1970. Kona
hans Salóme Gísladóttir húsfreyja.
f) Ásta Gréta Jónsdóttir húsfreyja, f. 30. nóvember 1916, d. 6. ágúst 1945. Maður hennar Samúel Ingvarsson sjómaður, verkamaður.
Sonur Sigríðar Magnúsdóttur og Jóns Eymundssonar var
g) Jón Ólafur Eymundsson Jónsson, f. 12. nóvember 1901, d. 9. september 1985.
Nokkrir bræður Jóns Jónssonar á Seljavöllum stjúpa Jóns Ólafs og nokkrir afkomendur þeirra:
1. Sveinn Jónsson bóndi í Selkoti, f. 7. október 1874,
d. 15. janúar 1920, og kona hans Valgerður Anna Tómasdóttir, foreldrar Selkotsbræðra:
a) Guðjóns,
b) Hjörleifs,
c) Tómasar og
d) Sigfúsar Sveinssona.
2. Ólafur Jónsson bóndi í Skarðshlíð, f. 23. janúar 1865, d. 14. júní 1927, kvæntur Önnu Skæringsdóttur. Þau voru foreldrar
a) Skærings Ólafsson bónda í Skarðshlíð, síðar í Eyjum, f. 7. desember 1890, d. 28. júlí 1984,
b) Guðlaugar Ólafsdóttur húsfreyju í Fagurhól, f. 3. júní 1889, d. 27. október 1970. Maður hennar var Markús Sæmundsson,
c) Jóns Ólafssonar útgerðarmanns á Hólmi, f. 7. mars 1892, d. 21. desember 1946, kvæntur Stefaníu Einarsdóttur og Guðrúnu Ingibjörgu Sigurjónsdóttur.
3. Vigfús Jónsson bóndi á Raufarfelli, f. 30. nóvember 1861, d. 10. desember 1894. Kona hans Kristín Brandsdóttir. Þau voru foreldrar
a) Ólafs Vigfússonar skipstjóra í Gíslholti, f. 21. ágúst 1891, d. 15. maí 1974. Kona hans Kristín Jónsdóttir.
Faðir Jóns Ólafs drukknaði við Klettsnef 1901 um hálfu ári áður en Jón fæddist.
Sigríður móðir Jóns giftist Jóni á Seljavöllum 1904, en hann var ekkill eftir missi konu sinnar Ragnhildar Sigurðardóttur, og þar ólst Jón járnsmiður upp.
Hann var enn með móður sinni og stjúpföður á Seljavöllum 1929, en farinn 1930 og var þá járnsmíðanemi í Fagurhól, útgerðarmaður og bjó á Ásavegi 14 hjá Þorsteini Steinssyni 1940 og 1945. Hann var vélstjóri á Faxastíg 33 1949 og bjó þar við Gos.
Jón nam rennismíði hjá Guðjóni uppeldisbróður sínum í Magna og vann við þá iðn í mörg ár, bæði þar og í Smiðjunni hjá Þorsteini Steinssyni. Síðar var hann lagermaður í Magna.
Hann framleiddi um skeið blýsökkur til handfæraveiða á Reynivöllum.
Jón átti hlut í vélbát á fjórða áratugnum og gerði að fiskinum á Strandveginum, í húsi gegnt Geirseyri, en vann jafnframt í Magna. Einnig voru sundmagar verkaðir á vegum hans hjá Steinunni og Þórunni Eyjólfsdætrum í Fagurhól.
Hann vann hjá Ágústi bróður sínum í Hafnarfirði í Gosinu og lengur.
Jón var hagyrtur og birt hafa verið ljóð eftir hann.
- Úr ljóði hans ,,Í Bjallanum mínum heima á Seljavöllum.“
- Bjallanum mínum ég bera vil hróður,
- hann blessaði líf mitt og andlegan gróður,
- þar hljóp ég svo glaður um steina og stokka
- og streymandi lækina sá ég þar brokka
- niður um brekkur í bunum og sprænum,
- á blágrýtisflötum þeir urðu að lænum,
- en baðaður sólskini bærinn var allur...
Jón dvaldi að síðustu í Hraunbúðum og lést 1985.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Sjómannadagsblað Vestmannaeyja
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.