Stefanía Jóhannsdóttir (Götu)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Stefanía Jóhannsdóttir frá Bakka á Stokkseyri, húsfreyja fæddist 20. mars 1902 og lést 6. október 1997 í Skógarbæ í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Jóhann Guðmundsson frá Skíðbakkahjáleigu í A-Landeyjum, bóndi þar, síðar á Bakka á Stokkseyri, en síðan í Pétursey og í Götu í Eyjum, f. 18. ágúst 1863 í Skíðbakkahjáleigu, d. 25. október 1923 í Eyjum, og kona hans Guðný Stefánsdóttir frá Miðskála u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 15. mars 1864, d. 2. mars 1941.

Börn Guðnýjar og Jóhanns í Eyjum:
1. Kristmundur Jóhannes Jóhannsson verkamaður, síðar í Reykjavík, f. 19. október 1899, d. 26. febrúar 1971.
2. Stefanía Jóhannsdóttir húsfreyja, síðar í Reykjavík, f. 20. mars 1902, d. 6. október 1997.
3. Guðni Jóhannsson skipstjóri, síðar á Seltjarnarnesi, f. 8. október 1905, d. 2. nóvember 1985.
4. Jóel Jóhannsson sjómaður, síðar í Reykjavík, f. 20. febrúar 1911, d. 20. október 1955.
Fósturbarn þeirra var
5. María Konráðsdóttir, síðar húsfreyja í Biskupstungum og Hveragerði, f. 9. september 1916, d. 16. mars 2003.

Stefanía var með foreldrum sínum í æsku, á Bakka í Sjónarhólshúsum á Stokkseyri, fluttist með þeim að Péturshúsi 1910, var með þeim á Gjábakka 1911-1913, á Sæbergi 1914-1916, í Götu 1917 og enn 1921.
Þau Sigurður giftu sig 1922, eignuðust eitt barn, bjuggu á Fögrubrekku við giftingu, á Aðalbóli við fæðingu Jóhönnu Guðnýjar 1924, á Hásteinsvegi 25 1927.
Sigurður varð sjúklingur á Vífilsstöðum, en var með fjölskyldunni á Hásteinsvegi 28 1930 og 1934. Þau bjuggu enn á Hásteinsvegi 28 1940, en þar bjó einnig Aðalsteinn Indriðason. Þau Aðalsteinn og Stefanía eignuðust barn á Hásteinsvegi 28 í nóvember 1943 og 1945. Sigurður var skráður sjúklingur þar 1945.
Þau Sigurður skildu og Stefanía og Aðalsteinn fluttu til Reykjavíkur 1946, bjuggu síðast saman að Lönguhlíð 21, en Stefanía lést í hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 1997 og Aðalsteinn lést 1998.

Stefanía átti tvo menn:
I. Fyrri maður hennar, (3. júní 1922, skildu), var Sigurður Jónsson frá Seljavöllum u. Eyjafjöllum, vélsmiður, f. 7. desember 1897, d. 16. apríl 1960.
Barn þeirra:
1. Jóhanna Guðný Sigurðardóttir, f. 25. maí 1924 á Aðalbóli, d. 1. mars 2009.

II. Síðari maður Stefaníu var Aðalsteinn Lúther Indriðason frá Patreksfirði, sjómaður, vélstjóri, f. 10. október 1906, d. 6. nóvember 1998.
Börn þeirra:
2. Leifur Ársæll Aðalsteinsson skrifvélavirki, f. 30. nóvember 1943. Kona hans Margrét Valgerðardóttir, sjúkraliði.
3. Aðalsteinn Ólafur Aðalsteinsson skrifvélavirki, f. 3. nóvember 1945. Kona hans Ásdís Elín Júlíusdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.