Skæringur Ólafsson (Skarðshlíð)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Skæringur Ólafsson bóndi í Skarðshlíð, síðar í Eyjum fæddist 7. desember 1890 og lést 28. júlí 1984.
Faðir hans var Ólafur bóndi í Skarðshlíð, f. 23. janúar 1865, d. 14. júní 1927, Jónsson bónda á Lambafelli u. Eyjafjöllum 1870, f. 3. maí 1837 í Heiðarseli á Síðu, d. 31. júlí 1908 á Lambafelli, Jónssonar bónda í Heiðarseli á Síðu, f. 13. janúar 1802 í Arnardrangi í Landbroti, d. 16. október 1863 í Heiðarseli, Jónssonar, og konu Jóns í Heiðarseli, Ólafar húsfreyju, f. 13. mars 1802 í Heiðarseli á Síðu, d. 22. febrúar 1865 þar, Sveinsdóttur.
Móðir Ólafs í Skarðshlíð og kona Jóns á Lambafelli var Guðný húsfreyja, f. 25. nóvember 1835 í Lambafellssókn, d. 29. maí 1914, Vigfúsdóttir bónda í Efri-Mörk á Síðu, f. 18. janúar 1807 í Hlíð u. Eyjafjöllum, d. 30. maí 1866 í Efri-Mörk, Jónssonar, og konu Vigfúsar, Sigríðar húsfreyju, f. 28. apríl 1807 á Lambafelli, d. 18. apríl 1878 í Efri-Mörk, Árnadóttur.

Móðir Skærings og kona Ólafs í Skarðshlíð var Anna húsfreyja, f. 22. desember 1859, d. 13. janúar 1932, Skæringsdóttir bónda í Skarðshlíð, f. 29. september 1830, drukknaði í lendingu úr fiskiróðri 19. maí 1890, Árnasonar bónda í Drangshlíð 1835, f. 1800, d. 8. september 1855, Brandssonar, og konu Árna, Önnu húsfreyju, f. 1798, d. 17. ágúst 1868, Ólafsdóttur.
Móðir Önnu Skæringsdóttur og kona Skærings var Guðlaug húsfreyja, f. 2. janúar 1821, d. 3. september 1886, Eiríksdóttir bónda í Litla-Klofa og á Borg á Landi, f. 1766, d. 1. mars 1828, Gíslasonar, og þriðju konu Eiríks, Steinvarar húsfreyju, f. 10. mars 1792, d. 26. júlí 1863, Jónsdóttur.

Börn Önnu Skæringsdóttur og Ólafs Jónssonar í Eyjum:
1. Guðlaug Ólafsdóttir húsfreyja í Fagurhól f. 3. júní 1889, d. 27. október 1970.
2. Skæringur Ólafsson bóndi í Skarðshlíð, f. 7. desember 1890, d. 28. júlí 1984.
3. Jón Ólafsson útgerðarmaður á Hólmi, f. 7. mars 1892, d. 21. desember 1946.
Móðurfaðir þeirra, Skæringur Árnason, var ættfaðir fjölda Eyjafólks.

Skæringur var með foreldrum sínum í æsku, síðan vinnumaður hjá þeim í Skarðshlíð til 1927, en þá lést faðir hans. Hann bjó þar næstur móður sinni á því ári, orðinn bóndi þar 1928, 37 ára, með bústýru, Guðnýju Ólafsdóttur 24 ára. Þeir Sigurður bræður voru bændur þar 1935 með sömu bústýru og enn 1948.
Skæringur hætti búskap og flutti síðar til Eyja, dvaldi að síðustu í Hraunbúðum og lést 1984.
Hann var ókæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.