„Magnús Guðlaugsson (Fagurlyst)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Magnús Guðlaugsson''' í Fagurlyst, bátsformaður fæddist 1863 í Dísukoti í Þykkvabæ og drukknaði 20. maí 1901.<br> Foreldrar hans voru Guðlaugur Jónsson bóndi, f...) |
m (Verndaði „Magnús Guðlaugsson (Fagurlyst)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 22. október 2016 kl. 21:50
Magnús Guðlaugsson í Fagurlyst, bátsformaður fæddist 1863 í Dísukoti í Þykkvabæ og drukknaði 20. maí 1901.
Foreldrar hans voru Guðlaugur Jónsson bóndi, f. 15. júlí 1832, d. 4. ágúst 1887, og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir, f. 28. júlí 1830, d. 11. febrúar 1910.
Systur Magnúsar í Eyjum voru:
1. Margrét Guðlaugsdóttir húsfreyja í Krókatúni og Lambhúskoti u. Eyjafjöllum, síðar í Stafholti, f. 13. júlí 1868, d. 23. desember 1937 í Brautarholti.
2. Guðbjörg Guðlaugsdóttir húsfreyja í Túni, Jakobshúsi og Litla-Bergholti, f. 30. ágúst 1874, d. 17. febrúar 1965.
Magnús var með foreldrum sínum á Sperðli í V-
Landeyjum 1870 og í Norðurhjáleigu 1880.
Hann fluttist að Fagurlyst frá Fíflholtshjáleigu 1889 og var vinnumaður þar, sjómaður og fyrirvinna.
Þau Guðrún giftust 1891.
Hann varð formaður á Sjólyst og var með skipið, er það fórst með allri áhöfn úti við Bjarnarey 20. maí 1901.
Með Magnúsi fórust
1. Jón Eyjólfsson bóndi á Kirkjubæ
2. Árni Jónsson húsmaður í Stíghúsi
3. Hreinn Þórðarson í Uppsölum.
4. Eyjólfur Guðmundsson frá Kirkjulandi í A-Landeyjum.
5. Pálmi Guðmundsson í Stíghúsi.
Kona Magnúsar, (23. október 1891), var Guðrún Þorkelsdóttir húsfreyja í Fagurlyst, f. 10. janúar 1844, d. 14. október 1919. Hún var ekkja eftir Jósef Valdason, sem einnig hafði farist nálægt Bjarnarey, en 14 árum fyrr.
Stjúpbörn Magnúsar voru:
1. Guðjón Jósefsson útgerðarmaður og fiskimatsmaður, f. 1. ágúst 1875, d. 21. júní 1923.
2. Gísli Jósefsson, f. 30. október 1878. Hann fór til Vesturheims 1902.
3. Jóhann Þorkell Jósefsson þingmaður og ráðherra, f. 7. júní 1886, d. 15. maí 1961.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Holtamannabók III –Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Minningarrit. Páll Oddgeirsson. Vestmannaeyjum 1952.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.