Hreinn Þórðarson (Uppsölum)
Hreinn Þórðarson bóndi og sjómaður í Uppsölum fæddist 6. desember 1870 og drukknaði 10. maí 1901.
Foreldrar hans voru Þórður Brynjólfsson, þá bóndi í Berjaneshjáleigu í V-Landeyjum, síðar bóndi á Bakka í A-Landeyjum, f. 12. nóvember 1834, d. 22. júlí 1919, og barnsmóðir hans Kristín Hreinsdóttir, þá vinnukona í Berjanesi, síðar húsfreyja í Efri-Kvíhólma u. Eyjafjöllum, en að síðustu í Eyjum, f. 7. febrúar 1843, d. 19. desember 1934.
Hálfsystkini Hreins, sammædd, voru:
1. Margrét Ingimundardóttir, f. 19. ágúst 1868, d. 15. nóvember 1958.
2. Guðlaug Ingimundardóttir, f. í febrúar 1877, d. 16. nóvember 1884.
3. Jónína Sigríður Ingimundardóttir, f. 15. apríl 1878, d. 14. október 1956.
4. Magnús Ingimundarson, f. 24. apríl 1879, drukknaði 10. janúar 1912.
Fósturbróðir þeirra var
5. Guðmundur Guðmundsson vinnumaður, f. 20. júní 1893, d. 11. mars 1921. Hann var dóttursonur þeirra, sonur Margrétar Ingimundardóttur og Guðmundar Þorsteinssonar bónda og smiðs í Rimakoti í A-Landeyjum, f. 23. nóvember 1860, drukknaði 26. apríl 1893.
Hreinn var með föður sínum á Berjaneshjáleigu í æsku og enn 1890 og á Bakka til 1898, var tökubarn í Skálmholtshrauni í Ólafsvallasókn 1901.
Þau Sigríður fluttust hjón til Eyja 1898, hann frá Bakka, hún frá Búðarhóli í A-Landeyjum, bjuggu í Sjólyst 1899, í Uppsölum 1901.
Hreinn var skipverji á áraskipinu Sjólyst, er hann fórst við Bjarnarey 20. maí 1901.
Þeir, sem fórust, voru:
1. Jón Eyjólfsson bóndi á Kirkjubæ.
2. Magnús Guðlaugsson í Fagurlyst.
3. Árni Jónsson húsmaður í Stíghúsi.
4. Hreinn Þórðarson.
5. Pálmi Guðmundsson kennari og sjómaður í Stíghúsi.
6. Eyjólfur Guðmundsson frá Kirkjulandi í A-Landeyjum.
Kona Hreins, (8. maí 1898), var Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja í Uppsölum, f. 4. mars 1873, d. 13. apríl 1956.
Hreinn var fyrri maður hennar. Síðari maður hennar var Loftur Þogeirsson útvegsbóndi, sjómaður, verkamaður á Uppsölum, f. 18. október 1878, d. 23. desember 1964.
Börn þeirra Sigríðar voru:
1. Þórunn Sigríður Hreinsdóttir, f. 4. nóvember 1899, d. 27. júlí 1923.
2. Hreinn Hreinsson, f. 9. maí 1901, d. 12. nóvember 1901.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Magnús Haraldsson.
- Manntöl.
- Minningarrit. Páll Oddgeirsson. Vestmannaeyjum 1952.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.