„Bæjarstjórn“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 49: | Lína 49: | ||
* [[Hildur Sólveig Sigurðardóttir]] | * [[Hildur Sólveig Sigurðardóttir]] | ||
* [[Stefán Óskar Jónasson]] | * [[Stefán Óskar Jónasson]] | ||
* [[ | * [[Auður Ósk Vilhjálmsdóttir]] | ||
==== Varamenn í bæjarstjórn ==== | ==== Varamenn í bæjarstjórn ==== | ||
Lína 57: | Lína 57: | ||
* [[Geir Jón Þórisson]] | * [[Geir Jón Þórisson]] | ||
* [[Dóra Kristín Guðjónsdóttir]] | * [[Dóra Kristín Guðjónsdóttir]] | ||
* [[ | * [[Georg Eiður Arnarson]] | ||
* [[ | * [[Sonja Andrésdóttir]] | ||
Útgáfa síðunnar 19. maí 2017 kl. 10:00
Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar er skipuð 7 bæjarfulltrúum kjörnum í kosningum með mest fjögurra ára millibili. Starfstímabil bæjarstjórnar hefst 15 dögum eftir kjördag í sveitarstjórnarkosningum og gildir til jafnlengdar að fjórum árum liðnum.
Bæjarstjórn fer með stjórn Vestmannaeyjabæjar samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga og annarra laga. Jafnframt fer bæjarstjórn með yfirstjórn stofnana og fyrirtækja á vegum bæjarins, að svo miklu leyti sem bæjarstjórn hefur ekki falið öðrum slíka yfirstjórn.
Bæjarstjórn skal gæta hagsmuna bæjarins og vera í forsvari fyrir hann og vinna að sameiginlegum velferðarmálum bæjarbúa.
Bæjarstjórn annast þau verkefni, sem henni eru falin í lögum, reglugerðum og samþykktum. Þá getur bæjarstjórn ákveðið, að bærinn taki að sér verkefni, sem varða íbúa bæjarins sérstaklega, enda sé það ekki falið öðrum til úrlausnar að lögum.
Meðal verkefna bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar er:
- Að kjósa forseta og varaforseta bæjarstjórnar, bæjarráð og aðrar nefndir, ráð og stjórnir , kjósa skoðunarmenn til þess að yfirfara ársreikninga bæjarins og ráða löggiltan endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtæki sem vinna skal að endurskoðun hjá bænum.
- Að setja samþykktir og gjaldskrár, eftir því sem lög mæla fyrir um og þörf krefur.
- Að stjórna fjármálum bæjarins, stofnana hans og fyrirtækja.
- Að ákveða stjórnkerfi bæjarins og ráða bæjarstjóra og aðra starfsmenn í helstu stjórnunarstöður hjá bænum.
Fyrsta bæjarstjórnin í Vestmannaeyjum
Sjá aðalgrein:Fyrsta bæjarstjórn Vestmannaeyja
Þann 19. janúar árið 1919 var kosið í fyrstu bæjarstjórn Vestmannaeyja. Á þessum tíma voru það ekki flokkar sem buðu sig fram heldur voru það einstaklingar og gat sá hinn sami verið á einum eða fleiri framboðslistum.
Bæjarstjórar í Vestmannaeyjum
- Elliði Vignisson 2006-
- Bergur Elías Ágústsson 2003-2006
- Ingi Sigurðsson 2002-2003
- Guðjón Hjörleifsson 1990-2002
- Arnaldur Bjarnason 1986-1990
- Ólafur Elísson 1982-1986
- Páll Zóphóníasson 1976-1982
- Sigfinnur Sigurðsson 1975-1976
- Magnús H. Magnússon 1966-1975
- Guðlaugur Gíslason 1954-1966
- Ólafur A. Kristjánsson 1946-1954
- Hinrik G. Jónsson 1938-1946
- Jóhann Gunnar Ólafsson 1929-1938
- Kristinn Ólafsson (fyrsti kosni bæjarstjóri) 1924-1928
- Karl Einarsson (bæjarfógeti) 1919-1924
Bæjarstjórn
Núverandi stjórn
Í sveitarstjórnarkosningum sem haldnar voru 31. maí 2014 fékk Sjálfstæðisflokkurinn meirihluta í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fimm fulltrúa í bæjarstjórn en Eyjalistinn tvo. Forseti bæjarstjórnar er Hildur Sólveig Sigurðardóttir og formaður bæjarráðs er Páll Marvin Jónsson.
Bæjarstjórn
- Elliði Vignisson
- Páll Marvin Jónsson
- Trausti Hjaltason
- Birna Þórsdóttir
- Hildur Sólveig Sigurðardóttir
- Stefán Óskar Jónasson
- Auður Ósk Vilhjálmsdóttir
Varamenn í bæjarstjórn
- Margrét Rós Ingólfsdóttir
- Sigursveinn Þórðarson
- Esther Bergsdóttir
- Geir Jón Þórisson
- Dóra Kristín Guðjónsdóttir
- Georg Eiður Arnarson
- Sonja Andrésdóttir