Elliði Vignisson
Fara í flakk
Fara í leit
Elliði Vignisson er fæddur 28. apríl 1969. Eiginkona hans er Bertha Johansen kennari í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum og eiga þau tvö börn, Nökkva Dan og Bjarteyju Bríeti.
Elliði er sálfræðingur að mennt og hefur m.a starfað sem kennari við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum. Elliði var oddviti Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 2006, 2010 og 2014. Hann var kjörinn bæjarstjóri á bæjarstjórnarfundi í Vestmannaeyjum 13. júní 2006 og var það til ársins 2018. Á því ári tók hann við sem bæjarstjóri í sveitarfélaginu Ölfus og gegnir hann þeirri stöðu í dag.