(Ný síða: Efnisyfirlit 1974 ==Samvinnusamtökin í Vestmannaeyjum== ==IV. hluti== <br> <br> == 3. Kaupfélagið Bjarmi == <br> Þegar útséð var um það, að Kaupfélagið He...)
Þannig luku þessi merku félagssamtök starfsferli sínum. Með sanni verður sagt, að þau um eitt skeið sáu fagran fífil á ferli sínum. Jafnframt sannaðist á samtökum þessum máltækið kunna og sanna, að vandi er að gæta fengins fjár og sterk bein þarf til að þola góða daga. Ekki þurfa þeir þeirra sízt við, sem stjórna eiga og starfrækja fjárrík fyrirtæki.
Þannig luku þessi merku félagssamtök starfsferli sínum. Með sanni verður sagt, að þau um eitt skeið sáu fagran fífil á ferli sínum. Jafnframt sannaðist á samtökum þessum máltækið kunna og sanna, að vandi er að gæta fengins fjár og sterk bein þarf til að þola góða daga. Ekki þurfa þeir þeirra sízt við, sem stjórna eiga og starfrækja fjárrík fyrirtæki.
== 4. Kaupfélagið Fram ==
[[Blik 1974/Samvinnusamtökin í Vestmannaeyjum, V. hluti|V. hluti]]
Það gerðist í nóvember 1916 að 27 útvegsbændur í Vestmannaeyjum ræddust við í eilitlum salarkynnum í byggingu Ísfélags Vestmannaeyja við Strandstíg. Þeir ræddu um stofnun kaupfélags til sóknar og varnar í hagsmunamálum sínum og útvegs síns, til sóknar og varnar í daglegum viðskiptum sínum og atvinnurekstri um vörukaup heimilanna og sölu sjávarafurða. Sumir þeirra voru hvassyrtir og brýndu röddu, nefndu afætur og okrara, einokun og alveldi, arðsugur og illþýði. Aðrir fóru rólega í sakirnar, bentu á kaupfélagið Bjarma, sem þá hafði verið starfrækt í 2 ár útvegsbændum þar til ómetanlegs hagræðis. En þessir bændur vildu ekki vera þar í félagsskap þó að hann væri nýtur og góður. Enda ekki alveg ánægðir eða yfir sig hrifnir af forustunni í þeim samtökum. Þeir voru sér um sefa, þessir framsæknu dugnaðarþjarkar og vinnuþrælar, sem gert höfðu út vélbáta frá fyrsta ári vélbátaútvegsins, sumir þeirra að minnsta kosti. Þeir vissu bezt, hvar skórinn kreppti að um verkun og geymslu sjávarframleiðslunnar. Þá skorti stakkstæði til þess að þurrka saltfiskinn á að sumrinu. Þá skorti, og þá skorti. Úr þeim skorti yrði ekki bætt nema með samtökum.<br>
Þarna á íshúss-fundinum kusu þessir útvegsbændur þriggja manna nefnd, sem ætlað var það hlutverk að ráða framkvæmdastjóra, sem koma skyldi félaginu á stofn, - vera með í ráðum um lagasmíð og húsakaup, skipulag verzlunar og aðrar verklegar framkvæmdir.<br>
[[Mynd:Högni í Vatnsdal.jpg|thumb|350px|''Högni Sigurðsson, [[Vatnsdalur|Vatnsdal]].'']]
Þrír af skeleggustu forgöngumönnum hugsjónarinnar voru kosnir í þessa nefnd, þeir [[Högni Sigurðsson]] í [[Vatnsdalur|Vatnsdal]], [[Árni Jónsson (Görðum)|Árni Jónsson]] í [[Garðar|Görðum]] og [[Jón Jónsson]] í [[Hlíð]]. Allir voru þeir úr hópi kunnustu útvegsbænda í kauptúninu.<br>
Vissulega unnu þeir ötullega að framkvæmdunum, undirbúningi fyrirtækisins. -<br>
Eftir nokkra daga eða 20. nóvember (1916) kvaddi nefndin félaga sína á fund. Sá fundur var haldinn í verzluninni Vísi, þar sem [[Valdimar Ottesen|Valdimar kaupmaður Ottesen]] hafði verzlað um skeið. (Það hús hlaut síðar nafnið [[Þingvellir]]). Á fundi þessum hafði Högni Sigurðsson orð fyrir nefndarmönnum.<br>
Ýmislegt hafði nefndin innt af hendi til eflingar hinu væntanlega kaupfélagi. Ásókn útvegsbænda til þess að fá að vera með í félaginu hafði reynzt mikil, svo að nær fjörutíu sátu fund þennan. Högni og þeir nefndarfélagar höfðu þá þegar fest kaup á húseigninni Vísi handa félaginu og innheimt kr. 160,00 af hverjum þeim, sem æskti að vera stofnandi félagsins og starfandi félagsmaður. Og þetta fé hafði nefndin þá þegar greitt upp í andvirði verzlunarhússins, en kaupverð þess var kr. 23.000,00. Auðvitað hafði nefndin haft samráð við aðra framámenn hugsjónarinnar um stofnun félagsins utan fundar og um framkvæmdir þessar.<br>
Fundurinn lýsti yfir ánægju sinni með húskaupin og aðrar gjörðir nefndarinnar, sem líka hafði lagt drög að því að ráða kaupfélaginu framkvæmdastjóra. [[Jón Hinriksson]], verzlunarstjóri í [[Garðurinn|Garðinum]], við Garðsverzlun, hafði gefið kost á sér til þessa starfs. Starfssamningurinn milli hans og kaupfélagsstjórnarinnar var undirritaður í desember 1916.<br>
Hér hlýt ég að gera nokkra grein fyrir hinum nýráðna framkvæmdastjóra.<br>
[[Mynd: Jón Hinriksson.jpg|thumb|350px|''Jón Hinriksson, kaupfélagsstjóri.'']]
Jón Hinriksson, framkvæmdastjóri, var Húnvetningur, fæddur að Ósum á Vatnsnesi 23. maí 1881. Hann lauk kennaraprófi við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og gerðist síðan barnakennari í Firðinum.<br>
Jafnframt barnakennslunni annaðist Jón Hinriksson bókhald Brydeverzlunarinnar í Hafnarfirði. Hann var síðan aðalbókari hjá þeirri verzlun á árunum 1911-1913.<br>
Árið 1910 lézt [[J. P. T. Bryde]] kaupmaður, sem rekið hafði einokunarverzlunina gömlu í Vestmannaeyjum frá dánardægri föður síns 1879 til dauðadags.<br>
Hvað svo um leifar þessarar gömlu einokunarverzlunar í Vestmannaeyjum eftir fráfall eigandans?<br>
Ekkja hans, [[Þóra Ágústa Bryde|Þóra Ágústa(fædd Brandt)]] fékk leyfi til að sitja í óskiptu búi. Þegar gamli einokunarkaupmaðurinn andaðist, var [[Ólafur Arinbjarnarson]] verzlunarstjóri Garðsverzlunar í Eyjum. Hann lézt árið 1913.<br>
Eftir fráfall hans rak [[Herluf Bryde]], sonur J. P. T. Bryde, verzlunina, þar til hún var lýst gjaldþrota. Þá var verzlunarfyrirtæki þetta, - Garðsverzlun í Vestmannaeyjum, einokunarverzlun Brydeanna þar frá árinu
1844, - gerð upp af þar til skipaðri skilanefnd. Hún seldi síðan firmanu H. P. Duus verzlunarstaðinn Garðinn og er afsalsbréfið dagsett 16. marz 1917. Aðaleigandi H. P. Duus-firmans þá var Ólafur kaupmaður Ólafsson Sveinbjarnarsonar i Keflavík Ólafssonar.<br>
Eftir fráfall Ólafs verzlunarstjóra Arinbjarnarsonar réðst Jón Hinriksson til Vestmannaeyja og gerðist aðalbókari Brydeverzlunar þar eða Garðsverzlunar og að nokkru leyti verzlunarstjóri. Þegar svo Duusfirmað keypti fyrirtækið, gerðist Jón Hinriksson verzlunarstjóri. Og svo liðu aðeins þrír mánuðir. Þá gerðust „kaupin á eyrinni.“
[[Mynd: Þingvellir.jpg|thumb|600px|''Húseignin [[Þingvellir]], sem Norðmaðurinn [[Lyder Höjdal]] byggði á fyrsta eða öðrum tug aldarinnar. Þarna var [[Verzlunin Vísir]] rekin. Og í þessu húsi rak [[Gísli J. Johnsen]], kaupmaður og póstmeistari í Eyjum, póstafgreiðsluna fyrir 40-50 árum. Þar var hún a.m.k. rekin árið 1927, þegar við hjón fluttum til Eyja. — [[Þorsteinn Þ. Víglundsson|Þ. Þ. V]].'']]
Og svo höldum við áfram með sögu Kf. Fram í Eyjum.<br>
Afráðið var, að fimm menn skyldu skipa stjórn hins nýja kaupfélags. Og félagsmenn voru sammála um að kjósa strax stjórnina til starfa með kaupfélagsstjóranum, enda þótt eftir væri að semja félaginu lög og samþykkja þau.<br>
Á fundinum kom fram munnleg tillaga um stjórnarmenn. En hún var felld. Félagsmenn vildu hafa stjórnarkjörið skriflegt og leynilegt. Var þá kjörseðlum úthlutað.<br>
Þessir Eyjamenn hlutu kosningu í fyrstu stjórn Kaupfélagsins Fram: [[Jón Guðmundsson (Mosfelli)|Jón Guðmundsson]] í [[Breiðholt]]i við [[Vestmannabraut]], síðar búandi að [[Mosfell]]i; Árni Jónsson, Görðum: Högni Sigurðsson, Vatnsdal; [[Sigurjón Jónsson (Víðidal)|Sigurjón Jónsson]] á [[Hrafnagil]]i (síðar í [[Víðidalur|Víðidal]]; sjá [[Blik 1973]], bls. 180), og Jón Jónsson, Hlíð.<br>
Eftir hálfan mánuð eða 5. desember (1916) var síðan aðalstofnfundur Kaupfélagsins Fram haldinn í húseigninni Vísi, sem var nú orðin eign félagsins samkvæmt framansögðu. Fund þennan sátu 42 útvegsbændur eða félagsmenn, eins og þeir eru kallaðir í fundargjörð. Þarna voru kaupfélaginu samþykkt lög og framtíðarmálin rædd og skýrð. Hinn nýráðni kaupfélagsstjóri, Jón Hinriksson, gerði það að tillögu sinni, að hver félagsmaður greiddi kr. 500,00 í stofngjald í félagssjóð, og hefðu þeir allir lokið þeirri greiðslu fyrir 1. júní árið eftir (1917) eða að sex mánuðum liðnum. Tillaga þessi var mikið rædd á fundinum og samþykkt að lokum mótatkvæðalaust eða með öllum greiddum atkvæðum.
Hin fyrstu lög Kf. Fram voru í 21 grein. Hér verður aðeins drepið á helzta efni þeirra.<br>
Tilgangur Kaupfélagsins Fram:
a) að safna stofnsjóði, - veltufé, - með framlagi félagsmanna til þess að geta ávallt keypt útlendan varning, aðallega gegn greiðslu út í hönd. <br>
b) að safna varasjóði til þess að tryggja framtíð félagsins.<br>
c) að fækka svo sem auðið er öllum óeðlilegum milliliðum í verzlunarviðskiptum.<br>
d) að útvega félagsmönnum sem beztar vörur við svo hagstæðu verði, sem unnt er, og selja afurðir þeirra við svo háu verði, sem kostur er.<br>
e) að auka þekkingu félagsmanna einkum á því er snertir samvinnufélagsskap, verklegar framkvæmdir, vöruvöndun o.fl.<br>
Félagsmenn ábyrgjast allir skuldir félagsins in solidum (í samábyrgð). Af þeim, sem panta vörur í félaginu, getur framkvæmdastjóri eða stjórn félagsins heimtað tryggingu.<br>
Stofnfénu má verja til húsakaupa, byggingarframkvæmda, vörukaupa, flutninga og hvers annars, sem samrýmist tilgangi félagsins.<br>
Allar vörur, sem félagið útvegar einstökum félagsmönnum og þeir veita móttöku og greiða á tilteknum tíma, skulu þeir fá með minnsta álagi, er stjórn félagsins sér sér fært að leggja á vörurnar, hvort sem varan er innlend eða útlend.<br>
Enginn getur selt öðrum hluta sinn í félaginu nema með samþykki allrar stjórnarinnar. Enginn félagsmaður getur sagt sig úr félaginu, nema hann hafi tilkynnt stjórninni það með árs fyrirvara.<br>
Þannig var þá Kaupfélagið Fram sambland af pöntunarfélagi, hlutafélagi og kaupfélagi, sem rak opna verzlun eins og kaupmennirnir í kauptúninu.<br>
Að lokum gerði framkvæmdastjórinn Jón Hinriksson þetta að tillögu sinni: „Ef einhver félagsmaður verður uppvís að því að vinna á móti félaginu, annað hvort til orða eða verka, r hann félagsrækur án nokkurs fyrirvara og á ekkert afturkræft af því, sem hann hefur lagt í félagið og ekki tilkall til arðs félagsins. Samt skal mál hans lagt í gerð.“<br>
Starfssamningur við framkvæmdastjórann Jón Hinriksson, var gjörður og undirritaður 8. desember 1916. Hann var ráðinn til 5 ára. Árskaup hans var kr. 3500,00 og dýrtíðaruppbót, ef efnahagur kaupfélagsins taldist leyfa þá greiðslu. Jafnframt skyldi framkvæmdastjórinn hafa til nota ókeypis íbúð á efri hæð verzlunarhússins Vísis.<br>
Vorið 1917 barst sú frétt út, að í ráði væri að Duus-fyrirtækið í Reykjavík seldi eigur sínar í Vestmannaeyjum og gæfi frá sér allan rekstur þar. Ef til vill áttu hin nýstofnuðu kaupfélög útgerðarmanna í Eyjum sinn ríka þátt í því, Kaupfélagið Bjarmi og Kf. Fram. Stofnun þeirra og starfræksla dró stórum úr hagnaðarvon einstaklings af viðskiptum við útvegsbændur í Eyjum. Og svo var [[Edinborgarverzlunin]] á hinu leitinu, verzlun [[Gísli J. Johnsen|Gísla J. Johnsen]], sem átti rík ítök í hug og hjarta margra Eyjabúa, ekki minnst sökum þess, að sú verzlun braut einokunarísinn í Eyjum svo að um munaði og ruddi brautir í atvinnu- og viðskiptamálum öllum þar í byggð.<br>
Og nú var stórmál á dagskrá hjá stjórnendum og framkvæmdastjóra Kf. Fram. Þeir höfðu gert tilboð í allar eignir Duus í Vestmannaeyjum, - vildu greiða fyrir þær kr. 65.000,00 — þ.e. stóra verzlunarhúsið, steinhúsið, sem byggt var 1880, salthús, fiskgeymsluhúsið [[Kumbaldi|Kumbalda]], [[Kornloftið]] svokallaða, bræðsluhús o.fl., og svo hinar miklu og verðmætu lóðir og lendur verzlunarinnar.<br>
Boðað var til aukafundar með kaupfélagsmönnum 17. júní (1917) til þess að skýra fyrir þeim gang málanna. Þeir voru áhugasamir og hrifnir mjög, og dáðust að forustumönnum sínum. Og þarna í hópnum fundust menn, sem skildu, hvað eiginlega var að gerast í Vestmannaeyjum: Íslendingar sjálfir, og það Eyjamenn, voru að eignast verzlunarlóðir og verzlunarhús, sem aldrei höfðu fyrr verið í eigu landsmanna, en útlendingar haft eignarhald á og notað ósleitilega til að kúga og undiroka, þrælka og þjaka Eyjafólk um aldir.<br>
Og allt tókst þetta giftusamlega fyrir Jóni Hinrikssyni framkvæmdastjóra og félögum hans. Hinn 23. júní (1917) var kaupsamningur undirritaður, og daginn eftir boðuðu þeir til fundar og tjáðu kaupfélagsmönnum, hvað gerzt hafði. Þeir höfðu fest kaup á öllum eignunum fyrir það verð, sem þeir höfðu boðið. Og eignirnar voru: Sölubúð, öll pakkhús, íbúðarhús, bræðsluhús, skúrar og lóðir, stakkstæði og lóðarréttindi „til lands og sjávar,“ eins og það er orðað í frumheimild, bryggja, bólverk, fiskverkunarpallar, girðingar að engu undanskildu, allt eins og seljandi eignaðist eignir þessar með afsalsbréfi frá firmanu J. P. T. Bryde dags. 16. marz 1917.<br>
Og greiðslur skyldu þannig og þá inntar af hendi:<br>
a) Kr. 5.000,00 voru greiddar við
undirritun kaupsamningsins.<br>
b) Kr. 25.000,00 skyldu greiðast 1. ágúst um sumarið.<br>
c) Kr. 35.000,00 skyldu greiðast 1. okt. um haustið.<br>
Rétt er að geta þess, að Íslandsbanki í Reykjavík veitti Kf. Fram lán kr. 35.000,00 sama dag og kaupsamningurinn var undirritaður í minningu þess, sem gerzt hafði, - til minningar um hinn sögulega viðburð, eða hvað? - Og félagsmenn lánuðu kaupfélagi sínu fé úr eigin vasa til þess að standa straum af andvirði húsa og lóða til Duus, því að útgerðarreksturinn hafði gengið mætavel undanfarin ár og peningar safnazt í pyngjur útvegsbænda.<br>
Og nú fór vertíðin 1918 í hönd, í byrjun jan. 1918 afréð stjórn kaupfélagsins að hefjast skyldi handa um lifrarbræðsluna á vegum félagsins. Átta vélbátar kaupfélagsmanna voru þegar reiðubúnir að leggja inn lifur hjá félaginu. Tveir bræðslumenn voru þegar ráðnir. Kaup þeirra var kr. 80,00 fyrir mánuð hvern og tvær krónur í premíu fyrir hverja tunnu lýsis.<br>
Og smámsaman færðist meira líf í rekstur kaupfélagsins.<br>
Í lok janúar 1918 ræddi stjórnin á fundi sínum verðtilboð Coplands í fiskbirgðir kaupfélagsins. Samþykkt var að taka boði þessa kunna fiskkaupmanns, því að það þótti mjög hagstætt þá og var sem hér segir:<br>
Fyrsta flokks saltfiskur kr. 167,00 fyrir hvert skipp.; langa kr. 160,00;
smáfiskur kr. 134,00; ýsa kr. 130,00. Verð afurðanna var miðað við það, að þeim væri skilað um borð í skip á Vestmannaeyjahöfn.<br>
Um sama leyti fékk kaupfélagið fyrsta saltfarm sinn sendan frá Reykjavík.<br>
Og þróunin heldur áfram. Kaupfélagið býður til kaups lýsi á kr. 200,00 hverja tunnu, þ.e. 105 kg. - Og svo gera félagsmenn pantanir á vörum til heimila sinna. - Kaupfélagsstjórinn þykir vel vaxinn starfa sínum og viðskiptin fara ört vaxandi.<br>
Enginn banki var enn í Eyjum og [[Sparisjóður Vestmannaeyja hinn fyrri|Sparisjóður Vestmannaeyja]] (hinn eldri) lítils megnugur samanborið við hina miklu fjárþörf hins örtvaxandi vélbátaútvegs Eyjamanna. Öðrum þræði var það ástæðan fyrir því, að kaupfélaginu var mikil þörf á að selja framleiðslu manna sinna sem fyrst og örast á vetrarvertíð. Þá þurfti félagið að gerast kaupandi að fiskinum fyrir afráðið verð, svo að félagsmenn gætu þegar fengið fé í hönd til greiðslu á vinnulaunum og öðrum útgerðarkostnaði. Í marzlok 1918 var þetta atriði fullrætt og afráðið. Fiskverð til félagsmanna var sett sem hér segir, miðað við skipp.:
Hver útgerðarmaður kostaði kapps um að gera sér mat úr sundmaga. Hann lét því skera hann úr dálki og verka hann. Kaupfélagið greiddi 65 aura fyrir hvert kg. af verkuðum sundmaga.<br>
Þessi afurðaverð eru tjáð hér til fróðleiks og glöggvunar þeim lesendum Bliks, sem ekki láta sögulegan fróðleik fara fram hjá sér, heldur íhuga hann til glöggvunar á samtíð sinni.<br>
Sumarið 1918 unnu Eyjamenn að því að safna fé til kaupa á björgunarskipi til Eyja. Kaupfélagið Fram greiddi kr. 1.000,00 í skipskaupasjóðinn. Þótti það drengilega gert og bera forustumönnunum fagurt vitni.<br>
Með síaukinni framleiðslu fiskafurða fór skortur á stakkstæðum á Heimaey mjög í vöxt, þar sem allur saltfiskur var þurrkaður á þeim. Unnið var að því öll haust að rífa upp grjót, flytja það á hestvögnum á stakkstæðislóðirnar og leggja grjótið, laga þurrkreiti. Nú skorti Kaupfélagið Fram tilfinnanlega þurrkreiti fyrir hinar miklu fiskbirgðir, sem féllu því í skaut. Lóðir fékk það í ríkum mæli og vinnuafl ókeypis til þess að skapa félagsmönnum sínum bætta aðstöðu til fiskþurrkunar. Hverjum kaupfélagsmanni var gert að skyldu að fórna félaginu 50 stunda vinnu við þetta starf. Það gerðu þeir með ljúfum huga. Það sannar okkur bezt, hve einhuga þessi félagsskapur var og skilningsríkir félagsmenn á gildi samtakanna og mátt samstöðunnar.<br>
Á styrjaldarárunum fyrri fór allt verðlag mjög hækkandi eins og jafnan, þegar öngþveiti ófriðar og illra norna grúfir yfir mannheimi. Ég hef nefnt nokkrar tölur um verð á innlendum afurðum, þegar Kaupfélagið Fram hóf afurðasölu sína. Og nú þrem árum síðar býður það fisk sinn í samræmi við annað verðlag og selur Þorsteini Jónssyni á Seyðisfirði:
Línuþorsk nr. 1 ... kr. 265,00 skpd <br>
Línuþorsk nr. 2 ... — 250,00 - <br>
Netafisk nr. 1 ......— 255,00 - <br>
Netafisk nr. 2 .......—240,00 - <br>
Fiskverðið er miðað við afurðirnar komnar um borð í flutningaskipið.
Kaupfélagið seldi samtals um 1400 skippund af línu- og netaþorski í júlílokin 1919.<br>
Á stjórnarfundi 5. nóv. 1921 var ráðningartími framkvæmdastjórans endurnýjaður til næstu 5 ára frá 1. júní 1922 að telja. Þegar hann réðist kaupfélagsstjóri, var árskaup hans afráðið kr. 3.500,00, en nú fimm árum síðar kr. 8.000,00, og svo dýrtíðaruppbót eins og áður, ef kaupfélagið reyndist hafa efni á að greiða honum þær launauppbætur, eins og tekið er fram í frumheimild.<br>
Í byrjun vertíðar 1922 voru ráðnir nýir bræðslumenn við lifrarbræðslu kaupfélagsins. Þar þurfti nú orðið þrjá menn, og mánaðarkaup þeirra var orðið kr. 250-350 krónur.<br>
Eiginlegir félagsmenn Kaupfélagsins Fram voru rúmlega 40, þegar þeir voru flestir. Fleiri fengu ekki að vera þar með, eftir því sem næst verður komizt. Völdum viðskiptamönnum var hins vegar gefinn kostur á að skipta við félagið og efna til skuldar við það. Í desember 1921 samþykkti stjórn félagsins t.d. að leyfa 13 kunnum Eyjabúum að fá vörulán hjá félaginu, efna þar til verzlunarskulda, en fjórum var hafnað, sjálfsagt sökum oflítils lánstrausts.<br>
Það bar við, að sótzt var eftir að kaupa hluti í félaginu, kaupa þessi 500 króna bréf, sem upphaflega áttu sér stað þar við stofnun kaupfélagsins. Þeirra viðskipta nutu aðeins valdir menn með samþykki stjórnarinnar. T.d. fékk Jón Guðmundsson á Mosfelli, sem fyrstu árin var formaður félagsins en nú óskaði að ganga úr því, leyfi stjórnarinnar til að selja [[Eyvindur Þórarinsson|Eyvindi Þórarinssyni]] fimm hundruð króna hlutabréfið sitt. Þá var verð þess orðið kr. 3.000,00 eða sexfalt. Bendir það ekki til uppgangs og velgengni í rekstri kaupfélagsins? - Reikninga þess hef ég ekki til athugunar, og á þess vegna erfitt með að sanna þetta að öðru leyti.<br>
Árið 1921 var mjög óhagstætt sjávarútveginum. Fiskverðið var of lágt til þess að mæta hinum mikla og stóraukna tilkostnaði útgerðarinnar.<br>
Þetta óhagstæða afurðaverð dró þó furðu lítið úr framkvæmdahug margra útgerðarmanna í Eyjum, eins og t.d. félagsmanna Kaupfélagsins Fram. Árið 1923 höfðu skuldir félagsmanna kaupfélagsins vaxið því svo að segja yfir höfuð. Þær tóku að hnekkja rekstri þess. Hinn 9. nóvember um haustið tók stjórn félagsins allt þetta skuldafargan félagsmanna og utanfélagsmanna, sem einnig höfðu þar skuldareikning, til gaumgæfilegrar yfirvegunar. Stjórn félagsins afréð að hefta mest öll lánaviðskipti, þó að það væri erfitt á þessum tíma árs, nema skuldararnir gengjust undir skuldbindingu, skrifuðu undir eftirfarandi hátíðlegt loforð:<br>
„Með því að Kaupfélagið Fram í Vestmannaeyjum hefur í dag lofað að lána mér til næstkomandi vertíðar vörur þær, sem ég nauðsynlega þarfnast til útgerðar, sem og peninga fyrir beitu, einnig vörur til heimilis, allt eftir því sem nefnt Kaupfélag Fram hefur vörur þessar til á þeim og þeim tíma, þá lofa ég og skuldbind mig til að greiða lán þetta með fiski, lifur, sundmaga og hrognum, sem ég kann að afla á næstkomandi vertíð, svo framt sem ég afla það mikið, að það nægi til lúkningar láninu. Sömuleiðis lofa ég og skuldbind mig til að gefa nefndu félagi afsal fyrir fiskinum og fiskafurðunum jafnóðum og ég afla þeirra eða hvenær sem félagið óskar þess. Skylt er mér að leggja inn lifrina jafnóðum og hún aflast, - einnig að annast hirðingu og verkun á fiskinum og hinum fiskafurðunum.“<br>
Þannig hljóðaði þá þessi skuldbinding. Flestir skuldunautarnir skrifuðu undir orðalaust. En sumir vildu heldur selja hlut sinn í kaupfélaginu, greiða skuldir sínar með vissum afföllum og vera þannig lausir allra mála. Þennan 500 króna hlut félagsmannsins greiddi kaupfélagið með kr. 3.250,00 og féll þá varasjóðseign seljandans til félagsins án sérstaks gjalds, enda setti þá skuldunauturinn næga tryggingu fyrir skuld sinni. Einn skuldunauturinn, sem var varamaður í stjórn kaupfélagsins, gerði uppreisn og neitaði með öllu að viðurkenna skuld sína við félagið nema munnlega, þó lýsti þessi félagsmaður yfir því, að honum fyndist skuldbindingin vel orðuð og ágæt og nauðsynleg kaupfélaginu, framtíð þess og gengi, en ekki um það að ræða, að ''hann'' skrifaði undir hana. Óskaði hann þó allrar fyrirgreiðslu sjálfum sér til handa af hálfu kaupfélagsins í framtíðinni. Stjórn kaupfélagsins vildi ekki hlíta kröfum þessa varastjórnarmanns og afréð að loka reikningi hans og sækja hann til saka, sækja hann til skuldagreiðslu, ef hann stæði ekki í skilum við félagið á næstu vertíð. - Þar við sat.<br>
næga tryggingu fyrir skuld sinni. Einn skuldunauturinn, sem var varamaður í stjórn kaupfélagsins, gerði uppreisn og neitaði með öllu að viðurkenna skuld sína við félagið nema munnlega, þó lýsti þessi félagsmaður yfir því, að honum fyndizt skuldbindingin vel orðuð og ágæt og nauðsynleg kaupfélaginu, framtíð þess og gengi, en ekki um það að ræða, að hann skrifaði undir hana. Oskaði hann þó allrar fyrirgreiðslu sjálfum sér til handa af hálfu kaupfélagsins í framtíðinni. Stjórn kaupfélagsins vildi ekki hlíta kröfum þessa varastjórnarmanns og afréð að loka reikningi hans og sækja hann til saka, sækjahann tilskuldagreiðslu, ef hann stæði ekki í skilum við félagið á næstu vertíð. - Þar við sat.<br>
Sumarið 1923 byggði kaupfélagið stórt íbúðarhús vestan við [[Kornloftið]] svo kallaða. Sú bygging hélt nafninu Garður eins og íbúðarhúsið gamla frá einokunartímabilinu hafði gert („Den danske Gaard“). Þetta nýja íbúðarhús var byggt úr timbri. Þarna bjó kaupfélagsstjórinn síðan með fjölskyldu sína.<br>
Þetta sama sumar endurbyggði kaupfélagið gamla „pakkhúsið“ danska og var það byggt úr steinsteypu.<br>
Hraun rann yfir báðar þessar byggingar eins og allar aðrar á [[Skansinn|Skansi]] á Heimaey í marzmánuði 1973.<br>
Sumarið 1925 lét Kaupfélagið Fram endurbæta gömlu [[Austurbúðarbryggja|Austurbúðarbryggjuna]], sem svo var kölluð, breikka hana og styrkja. Hún var upprunalega hraunhali, sem einokunarverzlunin lét gera að bryggju sinni við upphaf einokunarverzlunar í Vestmannaeyjum eða um miðja 16. öld.<br>
Til þessa tíma hafði kaupfélagið verið hlutafélag í reyndinni, þó að það héti að vera kaupfélag. En á aðalfundi þess 19. júní 1925 var rætt um að breyta lögum þess og gera það að samvinnufélagi í þeirri von, að þá væri ekki hægt að skattleggja það eins mikið og niðurjöfnunarnefnd og bæjarstjórn hafði gert á liðnum árum.<br>
Áður hef ég skráð hér í greinarkorni þessu verð á saltfiski þeim, sem Kf. Fram seldi snemma árs 1918. Nú óska ég að skrá söluverð þess á saltfiski haustið 1926 til samanburðar.<br>
Eftir að hafa reynt sitt ýtrasta til að ná sem allra hæstu verði fyrir þau 2000 skippund, sem kaupfélagið hafði á boðstólum allt sumarið 1926, neyddist það til að selja saltfiskinn haustið 1926 fyrir þetta verð:
Línuþorsk nr. 1 kr. 105,00; línuþorsk nr. 2 kr. 95,00; netafisk nr. 1 kr. 95,00; netafisk nr. 2 kr. 85,00. Hér er ávallt miðað við skippund = 160 kg.<br>
Kaupfélagsstjórinn tjáði stjórn félagsins, að þetta fiskverð væri tveim krónum hærra en aðrir fiskkaupmenn hefðu boðið félaginu.<br>
Athugull lesandi beri svo saman fiskverðið árið 1918 og 1926, hversu það er óhagstætt útgerðinni þrátt fyrir vaxandi verð á öllum tilkostnaði við útgerðina, og má þá ljóst vera, að heimskreppan mikla er í aðsigi. <br>
Kaupfélagið Fram ruddi brautir um ýmislegt, sem laut að ráðningu starfsmanna sinna. Árið 1927 réði það t.d. lifrarbræðslumenn sína á fast mánaðarkaup kr. 250-325 á mánuði og var þar tekið fram, að þeir fengju aukagreiðslur fyrir sunnudagavinnu. Það var alveg nýtt fyrirbrigði í samningum við starfsfólk það, sem vann við aðgerð eða annað, sem laut að framleiðslunni. Búðarmenn og pakkhúsmenn voru þar einnig betur launaðir en almennt gerðist. Þeir höfðu í árskaup kr. 3000-4000.<br>
Á stjórnarfundi Kaupfélagsins Fram hinn 29. apríl 1927 ræddi stjórnin um stofnun fisksölusamlags útvegsbænda í Vestmannaeyjum. Til þess tíma hafði hver aðili potað sér um sölu aflans, og átti sér þá stað nokkur samkeppni og stundum bauð einn niður verðið fyrir öðrum. En nú tóku augu útvegsbænda í Eyjum að opnast fyrir skipulagsleysi þessu og skaðsemdaröflum. Kaupfélagsstjórnin vildi vera með í sölusamtökum þessum, af því að hún hafði sjálf reynt óhagræðið af einstaklingspotinu um sölu afurðanna. Ekki vil ég fullyrða, að stjórn kaupfélagsins hafi átt upptökin að stofnun [[Fisksölusamlag Vestmannaeyja|Fisksölusamlags Vestmannaeyja]], en fljót var hún að átta sig á nauðsyn þess að vera ríkur aðili að því.<br>
Forstjóri kaupfélagsins hafði reynzt vel. Hann var dugmikill og hygginn stjórnandi. Stjórnin sóttist þess vegna eftir því að ráða hann þriðja starfstímabilið, en það var fimm ár. Hinn 1. apríl 1927 réðst Jón forstjóri enn hjá kaupfélaginu næstu fimm árin frá 1. júní 1927 til 31. maí 1932. Nú voru árslaunin afráðin kr. 8.000,00 og dýrtíðaruppbót. Ég læt hér fylgja með þessi ákvæði um laun til þess að glöggur lesandi minn hafi aðstöðu til samanburðar á launagreiðslum þá og nú. Þess ber að geta, að forstjórinn naut ókeypis húsnæðis hjá félaginu.<br>
Á aðalfundi, sem haldinn var 5. ágúst 1928 er skýrt frá niðurstöðum rekstrarreiknings félagsins fyrra árs og endanleg tala færð inn í fundagerðabókina.<br>
Árið 1928 skilaði reksturinn gróða, sem nam kr. 23.364,13. Samkvæmt gildi íslenzku krónunnar þá, mun þessi niðurstaða ekki talin slæm. En þess ber að gæta, að hér eru ekki öll kurl til grafar komin um efnahag kaupfélagsins. Það átti mikið fé útistandandi hjá skuldugum viðskiptavinum, og var sumt af því vonarpeningur. Til þess m.a. að létta kaupfélaginu þá innheimtu og tryggja um leið meiri vörusölu og heildarrekstur, þá keypti félagið blautfisk, sem svo var kallaður, keypti fisk „upp úr sjónum“ og lét verka hann sjálft. Einnig létti lifrarkaup félagsins alla innheimtu skulda.<br>
Í ágústmánuði 1929 syrti í álinn fyrir Kaupfélaginu Fram, því að þá lézt hinn ötuli og hyggni forstjóri þess, kaupfélagsstjórinn Jón Hinriksson. Hann hafði alltaf notið óskoraðs trausts allra félagsmanna og fjölmargra bæjarbúa.<br>
Félagsfundur samþykkti smíði á silfurskildi til þess að festa á kistu hins látna kaupfélagsstjóra og reisa veglegan minnisvarða á gröf hans. Verkin sýna merkin í [[Landakirkjugarður|Landakirkjugarði]], þar sem minnisvarðinn ber af flestum bautasteinum þar.<br>
Í september 1929 var haldinn aðalfundur Kaupfélagsins Fram. M.a. var þar rætt um framtíð félagsins. Átti að slíta félaginu, þar sem hinn mikilhæfi foringi var fallinn frá eða reyna að ráða nýjan kaupfélagsstjóra. Þessi spurning stjórnarinnar á fundi þessum varpar nokkru ljósi á það, hversu þeim fannst syrta mjög í álinn um framtíð félagsins við fráfall Jóns Hinrikssonar.<br>
Á aðalfundi þessum var samþykkt tillaga um að ráða framkvæmdastjóra og „reka félagið áfram á sama grundvelli.“ En hvar fannst hæfur framkvæmdarstjóri? Stjórnin virtist ráðvillt í þessum efnum, svo að bankastjóranum Viggó Björnssyni leizt ekki orðið á blikuna. Íslandsbanki átti ekki lítið undir því, að giftusamlega tækist til um ráðningu forstjóra fyrir Kaupfélagið Fram, sem bankinn hafði lánað stórfé og átti mikið í húfi.<br>
Um það bil mánuði eftir fráfall framkvæmdastjórans féllst stjórnin á að skeggræða þetta mál við bankastjórann. Þá hélt hún fund með honum. Bauðst hann til að gera sér ferð á hendur með svo sem tveim stjórnarmönnum til Reykjavíkur til þess að finna hæfan mann í stöðuna. Varð það úr.<br>
[[Mynd: Hinrik G. Jónsson.jpg|thumb|350px|''Hinrik Jónsson.'']]
Endalyktir þessa máls urðu þær, að [[Hinrik G. Jónsson]], sonur hjónanna Jóns Hinrikssonar og k.h. [[Ingibjörg Theodórsdóttir|Ingibjargar Theodórsdóttur]] var ráðinn framkvæmdastjóri kaupfélagsins til næstu tveggja ára. Hinrik var lögfræðingur að mennt. [[Mynd: Jón Gíslason, Ármótum.jpg|thumb|350px|''Jón Gíslason, [[Ármót]]um við [[Skólavegur|Skólaveg]].'']] Honum til aðstoðar og brautargengis réð stjórnin [[Jón Gíslason]] frá [[Ármót]]um við [[Skólavegur|Skólaveg]]. Hann var maður gætinn og athugull og öllum hnútum kunnugur, því að hann hafði verið í stjórn Kaupfélagsins Fram frá því að það var stofnað.<br>
Árslaun hins nýráðna kaupfélagsstjóra skyldu vera kr. 5.000,00 og ókeypis húsnæði í Garði handa honum og móður hans, ekkju Jóns heitins.<br>
Nú tók fjárhagskreppan að segja til sín svo að um munaði. Skuldir félagsmanna fóru vaxandi ár frá ári og námu hjá býsna mörgum þeirra frá kr. 2.000,00 til kr. 4.000,00. Afráðið var að leita eftir veðum í fiski, húsum eða bátshlutum. Hjá sumum tókst þetta, öðrum ekki. Á sama tíma féllu afurðirnar mjög í verði. Heimskreppan var gengin í garð.<br>
Haustið 1930 kom í ljós, að litlar líkur voru til að kostur yrði á að selja hálfþurran fisk, en kaupfélagið átti þó nokkrar birgðar af honum, -fisk, sem ekki hafði reynzt kleift að ljúka þurrkun á fyrir haustrigningarnar. Til þess að gera þennan fisk að söluhæfri vöru, varð að fullþurrka hann. Þar sem Eyjamenn sjálfir áttu þá ekkert þurrkhús, urðu þeir að flytja þessar fiskbirgðir til Reykjavíkur og fá þær fullþurrkaðar þar í þurrkhúsi.<br>
Við áramótin 1930/1931 skuldaði kaupfélagið Útvegsbankanum kr. 115.000,00, sem bankastjórinn [[Viggó Björnsson]] vildi fá veð fyrir. Að öðrum kosti gæti bankinn ekki lánað félaginu peninga til vörukaupa á komandi vertíð. Félagið stóð nú höllum fæti fjárhagslega. Það hafði lánað viðskiptamönnum sínum að undanförnu mikið af nauðþurftum til heimilis og útgerðar eða sem svaraði allt að kr. 100,00 út á hvert skippund fisks, og var það nær allt fiskverðið. Nú skorti kaupfélagið veltufé til þess að geta birgt sig upp af nauðsynjum til útgerðar og heimilisþarfa í byrjun vertíðar. Tækist ekki að greiða fram úr þessum fjárhagsvandræðum, væri ekki annað fyrir félagið en að leggja upp laupana. Framtíðarrekstur félagsins byggðist nú á því, að Útvegsbankinn vildi lána því fé til vörukaupa gegn veði í væntanlegum afla á vertíð, og tæki það veð í aflanum til tryggingar skuldum sínum við bankann og svo til tryggingar á greiðslum viðskiptamanna við það sjálft.<br>
Peningaleysi og viðskiptatregða margskonar tók að sverfa að fyrirtækjum og einstaklingum, sem eitthvað ráku. Föst laun fóru lækkandi. Menn buðust til starfa við lækkandi laun heldur en vera með öllu atvinnulausir. Á þessum tíma réðist fastur starfsmaður til kaupfélagsins fyrir kr. 2.400,00 árskaup eða kr. 200,00 mánaðarlaun. Þrem föstum starfsmönnum var sagt upp vinnu með þriggja mánaða fyrirvara, þar sem starfslið félagsins þótti óþarflega margt vegna samdráttar í rekstri og menn vildu ógjarnan sætta sig við lækkandi laun fyrr en í fulla hnefana, þrátt fyrir samdrátt og fjárhagskreppu.<br>
Þegar fjárhagskreppan magnaðist og skuldir kaupfélagsins fóru vaxandi ár frá ári og lítið greiddist af útistandandi skuldum félagsmanna, notuðu hinir betur stæðu félagsmenn sér ákvæði 18. greinar félagslaganna og sögðu sig úr kaupfélaginu hver af öðrum, en úrsögn varð að tilkynna stjórninni með árs fyrirvara. Félagsmenn tóku að óttast ákvæði 17. greinar félagslaganna, en hún hljóðaði þannig: „Félagsmenn ábyrgjast allir skuldir félagsins in solidum“, þ.e. einn fyrir alla og allir fyrir einn, -samábyrgð.<br>
Björn Kalmann, lögfræðingur, var nú ráðinn til þess að innheimta skuldir og þá með lögsókn, ef annað kæmi ekki að liði. Dæmi eru þess, að samningar voru gerðir um skuldaskil á þá lund, að 20% skuldarinnar greiddust strax með því að 80% hennar yrðu strikuð út, felld niður. Ýmsir skuldunautar aðrir komust undan málsókn með svipuðum samningum, þó að jafnan væri greiddur allt að helmingur skuldarinnar. Félagsstjórnin sá þann kost vænstan oft og tíðum, úr því sem komið var, að sæta þessum kjörum fyrir hönd félagsins.<br>
Útvegsbankinn frétti brátt, að kaupfélagsmenn sögðu sig úr félaginu til þess að losa sig við hina sameiginlegu ábyrgð á skuldum þess. Eftir ár frá úrsögn var félagsmaðurinn laus við allar ábyrgðir. Þessar tíðu úrsagnir voru alvarlegt mál Útvegsbankanum, sem átti mikið fé hjá Kaupfélaginu Fram. Hinn 9. sept. 1932 dagsetur bankinn bréf til stjórnar kaupfélagsins og krefst greinargerðar fyrir flótta félagsmanna úr kaupfélaginu, þar sem hann hafi hagsmuna að gæta. Bankinn lánaði þá kr. 30,00 út á hvert skippund og treysti um leið á samábyrgð félagsmanna um greiðslu þessa fjár. Þar að auki skuldaði kaupfélagið bankanum mikið fé, sem bankinn hafði lánað því til vörukaupa o.fl. Stjórn kaupfélagsins benti bankanum á þá staðreynd, að félagsmenn væru ekki lausir undan ábyrgðum sínum í félaginu fyrr en ár væri liðið frá úrsagnardegi. Enn væri því tími til stefnu að notfæra sér ábyrgðaraðild í skuldheimtunni.<br>
Að fenginni skýrslu um eignir og skuldir kaupfélagsins komst bankinn að þeirri niðurstöðu, að kaupfélagið ætti enn fyrir skuldum. Jafnframt lét bankinn þá hótun í ljós, að enginn mætti segja sig úr Kaupfélaginu Fram vegna samábyrgðarinnar nema eiga það á hættu að gengið yrði að eignum hans og þær klófestar til tryggingar og greiðslu á skuldum kaupfélagsins við bankann. Þetta boð bankans var tilkynnt félagsmönnum.<br>
Þetta boð bankans hafði þau áhrif, að félagsmenn tóku aftur úrsagnir sínar og gengu þannig aftur undir þær ábyrgðir, sem þeir upphaflega höfðu gengizt undir, þegar þeir gengu í kaupfélagið.<br>
Þegar hér var komið málum, skuldaði kaupfélagið bankanum kr. 41.500,00 á yfirdráttarreikningi. Bankastjórinn krafðist þess, að bankanum yrðu afhent öll veðskuldabréf kaupfélagsins til tryggingar þessari skuld. Jafnframt hét hann að lána félaginu enn kr. 21.000,00 til vörukaupa gegn öðrum tryggingum. Þetta þótti stjórninni harðir kostir. Engu varð þó um þokað í ákvörðun bankastjórans í skuldamálum þessum. En þess skal þó getið, að bankinn bauð ábyrgð á kola-, salt- og veiðarfærakaupum kaupfélagsins árið 1933. Að öðrum kosti hefði kaupfélagið orðið að leggja upp laupana. Þá var jafnframt leitað eftir gjaldfresti hjá öðrum lánardrottnum félagsins.<br>
Í byrjun ársins 1933 sagði Hinrik Jónsson, framkvæmdastjóri kaupfélagsins Fram, lausu starfi sínu við félagið með sex mánaða fyrirvara.<br>
Í ljós kom á aðalfundi kaupfélagsins í byrjun árs 1933 að útistandandi skuldir Kaupfélagsins Fram námu á fimmta hundrað þúsundum. Tekizt hafði að tryggja félaginu greiðslu á 1/4 hlutum skuldanna en 1/4 hafði verið afskrifaður gjörsamlega.<br>
Stjórn kaupfélagsins hafði ekki tekizt að ráða framkvæmdastjóra, þegar nálega þrír mánuðir voru liðnir af uppsagnarfresti Hinriks Jónssonar. En þá barst stjórn Kaupfélagsins Fram óvænt bréf. Kaupfélagsstjóri Kaupfélagsins Bjarma ritaði stjórn Kaupfélagsins Fram langt og ýtarlegt bréf og vakti máls á, að kaupfélögin yrðu sameinuð í eitt. Færði hann rök sín fyrir hugmynd þessari. Jafnframt sendi hann Útvegsbankanum í Eyjum afrit að bréfi þessu, þar sem hann vissi bankann hafa hagsmuna að gæta um rekstur og framtíð Kaupfélagsins Fram umfram önnur fyrirtæki í bænum.<br>
Vorið 1933 lét einn af starfsmönnum Gunnars Ólafssonar og Co. tilleiðast að gerast framkvæmdastjóri Kaupfélagsins Fram. Árslaun hans voru afráðin kr. 6.000,00. Þessi maður var [[Jónas Jónsson forstjóri|Jónas Jónsson]], kunnur að ágæti í starfi sínu hjá Gunnari Ólafssyni og Co. á [[Tanginn|Tanganum]] í Eyjum, og síðar kunnur útgerðarmaður þar. Hann tók síðan við framkvæmdastjórastarfinu á miðju sumri 1933.<br>
En nú stóð allt fast um rekstur félagsins. Allar eignir þess voru veðsettar Útvegsbankanum og hann neitaði félaginu um frekari fyrirgreiðslur, meiri lán til vörukaupa. Var þá leitað til aðalbankastjóra Útvegsbankans í Reykjavík, Helga Guðmundssonar. Hnútur þessi var leystur þannig, að 12 bezt stæðu félagsmennirnir skrifuðu á víxla, veðvíxla, sem bankanum voru afhentir, samtals kr. 43.500,00. Út á víxla þessa lánaði Útvegsbankinn síðan þetta fé.<br>
Nú var líka breytt til um rekstur félagsins. Kaupfélagið keypti nýja vélbáta og jók útgerð sína að miklum mun. Þar var hagnaðarvonin.<br>
[[Mynd: Jón Ólafsson, Hólmi.jpg|thumb|350px|''Jón Ólafsson, útvegsbóndi, [[Hólmur|Hólmi]].'']]
Á aðalfundi félagsins í desember 1934 lýsti formaður félagsins,
[[Jón Ólafsson]] útgerðarmaður á [[Hólmur|Hólmi]], yfir því, að útgerð kaupfélagsins hefði gengið ágætlega það ár (1934) og bjart væri nú framundan um rekstur félagsins.<br>
En þessi mikla bjartsýni varaði ekki lengi. Brátt tók að syrta í álinn um rekstur söludeildarinnar, þó að útgerðin gengi sæmilega.<br>
Haustið 1936 tók félagsstjórnin þá ákvörðun samkv. tillögu framkvæmdastjórans, Jónasar Jónssonar, að söludeild félagsins yrði lögð niður sökum fjárskorts til vörukaupa, þar sem engar vörur fengjust orðið nema gegn staðgreiðslu, enda öll verzlun erfið sökum innflutningshafta og gjaldeyrisörðugleika, og engin breyting sýnileg á því ófremdarástandi í nánustu framtíð.<br>
Og enn jukust erfiðleikarnir. Á stjórnarfundi félagsins 28. nóvember 1936 var um það rætt, hvort kaupfélagið skyldi „gefa sig upp sem gjaldþrota fyrirtæki,“ eins og það er orðað í frumheimild, þar sem fjárhagsörðugleikarnir væru lítt viðráðanlegir. Var stjórnin sammála um að tilkynna þessa fyrirætlan bréflega Útvegsbankanum, svo að bankastjórinn gengi þess ekki dulinn, hvað fram undan væri um tilveru félagsins.<br>
Einhvernveginn fór það þó svo, að kaupfélagið gat rekið útgerð sína vertíðina 1937.<br>
Enn tapaði það stórfé á henni svo að gjaldþrot var framundan. Svo miður sín voru stjórnarmennirnir sökum þessara vonbrigða, þessa fjárhagslega skipbrots, að þeir hirtu ekki um að undirrita allar fundargerðir sínar, heldur létu þær óundirritaðar. Þar lagðist það þyngst á sálarlífið, að félagið gat ekki staðið í skilum við starfsmenn sína, greitt þeim umsamið mánaðarkaup að vertíðarlok-um. Eina vonin var nú sú, að lán fengist úr Skuldaskilasjóði til þess að fleyta félaginu yfir mestu örðugleikana. Bankinn bauðst til þess að mæla með þeirri lánveitingu.<br>
[[Einar ríki|Einar Sigurðsson]] hafði keypt eignir þær, sem Gísli J. Johnsen hafði átt áður í Vestmannaeyjum. Þessa eign kallar hann „Godthaabseign“ í bók sinni Fagur fiskur í sjó. Þarna á bls. 284-286 gerir Einar ríki nokkra grein fyrir því, þegar hann keypti eignir Kaupfélagsins Fram við árslokin 1940. Ég óska að láta Einar sjálfan tala, þar sem mig brestur skjöl og skilríki varðandi þessi eigandaskipti:<br>
„Garðseignin, Den Danske Gaard, eins og hún var kölluð, lá að Godthaabseigninni. Það var elzti verzlunarstaðurinn og eina eignarlóðin í Vestmannaeyjum. [[Kristján Linnet]] bæjarfógeti og umboðsmaður þjóðjarða í Eyjunum, dró í efa, að hér væri um eignarlóð að ræða, og heimti lóðargjald, en Kaupfélagið Fram neitaði að greiða, og fór þá Kristján Linnet í lögtaksmál.<br>
Vann [[Jóhann Gunnar Ólafsson]] bæjarfógeti málið fyrir félagið í undirrétti og Einar B. Guðmundsson hæstaréttarlögmaður í hæstarétti. Þetta er stór og verðmæt lóð, sem nær alveg niður að sjó að norðan og austan og suður fyrir Skans. Á henni eru allmiklar húseignir, þar á meðal af eldri húsum: [[Kornloftið]], [[Austurbúðin]] og íbúðarhúsið Garðurinn. Nú var það haustið eftir, þá er ég keypti [[Godthaabseignina]] af Útvegsbankanum, að Jón Ólafsson á Hólmi, formaður Kaupfélagsins Fram, kom að máli við mig og stakk upp á, að ég keypti allar eignir kaupfélagsins og tæki að mér að greiða allar skuldir og skuldbindingar félagsins og leysti þar með félagsmenn Kaupfélagsins Fram undan öllum persónulegum skuldbindingum vegna félagsskaparins.“<br>
[[Mynd: Einar Sigurðsson.jpg|thumb|350px|''Einar „ríki“ Sigurðsson, hreppstjóra og skipstjóra [[Sigurður Sigurfinnsson|Sigurfinnssonar]], [[Heiði]]'']].
Skuldirnar voru á milli 400.000 og 500.000 krónur. Listi, sem var gjörður yfir eignir félagsins, hljóðaði upp á 444.000 krónur, og þar í voru útistandandi skuldir upp á 60.000 krónur, að mestu tapaðar.<br>
Í þessum eignum voru tveir sjö ára vélbátar, 21 og 22 lesta, Frigg og Óðinn, og einn eldri, Freyja, álíka stór, og partar í tveim minni bátum. Í meðvitund minni var Kaupfélagið Fram eitt af stærri fyrirtækjum í Eyjunum og mátti muna fífil sinn fegri en nú var komið.<br>
Nú hafði félagið lagt niður sölubúð sína og var hætt að verzla nema með kol og salt, en bankinn hélt þeirri verzlun að kaupfélögunum Fram og Bjarma til þess að drýgja tekjur þeirra. Þá voru það forréttindi að verzla með kol og salt, og það var á fárra færi nema þeirra, sem áttu stuðning bankans vísan.<br>
Skipti félagsmanna voru þá orðin lítil sem engin við félagið. Þá greip félagsstjórnin til þess ráðs að kaupa báta og fara sjálf að gera út.<br>
Þessi útgerðarrekstur krafðist æ meiri persónulegrar ábyrgðar þeirra manna, sem voru í stjórn Frams.<br>
Stjórn Kaupfélagsins Fram og Einar Sigurðsson undirrituðu kaupsamninginn 31. des. 1940. Þar með var Kaupfélagið Fram úr sögunni. Það hafði um visst árabil verið hin styrka fjárhagslega stoð útvegsbænda þeirra, sem að því stóðu.
''(Framh. í næsta hefti Bliks).''<br>
[[Blik 1974/Samvinnusamtökin í Vestmannaeyjum, III. hluti|Til baka]]
Þegar útséð var um það, að Kaupfélagið Herjólfur yrði að leggja upp laupana, stofnuðu nokkrir útgerðarmenn, sem þar höfðu notið hagkvæmra viðskipta, nýtt hlutafélag. Þetta félag kölluðu þeir Bjarma. Það var stofnað með hlutafé 25 stofnenda og þess vegna kallað hlutafélag fyrst um sinn. Stofndagur þess hinn fyrsti var 25. jan. 1914. Þá komu stofnendurnir á fund í Goodtemplarahúsinu á Mylluhól og afréðu að stofna félagið. Kristmann Þorkelsson, yfirfiskimatsmaður, stjórnaði fyrsta fundi. Þegar var rætt um það að verja meginhluta stofnfjárins til þess að byggja hús, þar sem starfsemi félagsins færi fram. Megin markmiðið skyldi vera pöntun á öllum neyzluvörum og svo útgerðarvörum handa félagsmönnum, enda allt útgerðarmenn, sem stóðu að stofnun hlutafélags þessa. Þá skyldi félagið annast sölu á afurðum félagsmanna.
Lögð höfðu verið drög að því að fá hentuga lóð undir húsbyggingu félagsins o. fl. Kaupa skyldi kálgarð norðan við húseignina Frydendal og byggja húsið þar. Ekkjan á Eystri-Vesturhúsum, frú Valgerður Eiríksdóttir átti afnotaréttinn að kálgarðinum þeim.
Kosin var þriggja manna nefnd til þess að hefja framkvæmdir: panta timbrið í húsið og sement, semja uppkast að lögum og festa félaginu byggingarlóð. Þessir menn hlutu sæti í nefndinni: Geir útgerðarmaður Guðmundsson á Geirlandi, Högni Sigurðsson í Baldurshaga og Gísli Lárusson, gullsmiður og útgerðarmaður í Stakkagerði. Til framtaks og ráða kusu stjórnarmenn með sér Magnús Guðmundsson, útvegsbónda á Vesturhúsum. Hann hafði verið stoðin sterka í K.f. Herjólfi, enda þótt hann fengi þar ekki reist rönd við gæfusnauðum rekstri, sem aðrir, og þó sérstaklega einn maður, átti sök á.
Loks 15. apríl (1914) var aðalstofnfundar Hf. Bjarma haldinn á sama stað og áður. Þá lá fyrir frumvarp að lögum félagsins. Fleira hafði verið gert til þess að félagið gæti þá þegar tekið til starfa og unnið að hag félagsmanna.
Hér skrái ég lög félagsins, sem fundarmenn samþykktu í einu hljóði, enda borin áður undir félagsmenn til athugunar og þeir gert sínar athugasemdir við þau. Höfðu þær verið teknar til greina.
Lög Hf. Bjarma:
1. Félagið heitir Bjarmi. Heimili þess og varnarþing er í Vestmannaeyjum.
2. Tilgangur félagsins er að útvega félagsmönnum sem beztar vörur við svo góðu verði sem unnt er og að koma innlendum afurðum í sem hæst verð.
3. Skyldur er hver félagsmaður, er pantar vörur hjá félaginu, að veita þeim móttöku, þegar hann hefur fengið tilkynningu frá félagsstjórninni um að varan sé komin til félagsins.
4. Félagsmaður er hver sá, sem skrifar undir lög félagsins og kaupir eitt hlutabréf, er hljóðar upp á 200 krónur. Skal fé því varið til húsbyggingar og kaupa á nauðsynlegum verzlunaráhöldum. Félagatala má ekki fara fram úr 25.
5. Stofnbréf skal hljóða upp á nafn eiganda, en vilji hann selja það eða flytja úr sýslunni, skal hann skyldur að selja það stjórninni, sem þá kaupir það fyrir félagsins hönd með ákvæðisverði, en vilji stjórnin ekki kaupa bréfið fullu verði, má handhafi selja það öðrum.
Glatist hlutabréf, skal eigandi tilkynna stjórn félagsins það, og hún á hans kostnað annast um, að bréfið verði innkallað með auglýsingu birtri á venjulegan hátt í Vestmannaeyjum. Gefi enginn sig fram með bréfið innan þriggja mánaða frá auglýsingardegi, skal eigandi hins glataða stofnbréfs fá annað í þess stað.
6. Aðalfundur félagsins skal haldinn fyrir lok janúarmánaðar ár
hvert, en aukafund má halda, ef 2 menn úr stjórninni eða þriðjungur
félagsmanna óska þess.
Fundir félagsmanna eru lögmætir, ef meiri hluti stjórnar og annarra félagsmanna eru mættir. Félagsmenn einir hafa atkvæðisrétt þannig, að hver félagi hefur eitt atkvæði.
7. A fundum má ræða og taka ákvörðun um hvað eina, sem félagið
varðar. Á aðalfundi skal leggja fram til úrskurðar reikninga félagsins:
a) Rekstrarreikning.
b) Efnahagsreikning frá næstliðnu ári með fylgiskjölum ásamt athugasemdum endurskoðenda. Skal þá skipt ágóða eða halla félagsins frá næstliðnu ári jafnt milli allra félagsmanna, nema aðalfundur samþykki með löglegri atkvæðagreiðslu aðra ráðstöfun. Þá skal og kjósa stjórnarnefnd og endurskoðunarmenn til eins árs.
8. Stjórnin skal skipuð 5 mönnum, sem eru formaður, varaformaður, ritari og meðstjórnendur. Auk þess skal kjósa 2 menn til vara, er sæti taka í stjórninni, ef einhver úr henni er forfallaður.
9. Stjórnin hefur framkvæmdir allra félagsmála, reikningsfærslu félagsins og viðskipti þess utanlands og innan; hún boðar til allra funda í félaginu og stjórnar þeim, annast um að allar ályktanir fundarins séu bókaðar í fundarbók félagsins, heldur stjórnarfundi, þegar þurfa þykir, og er sá fundur lögmætur, þegar meiri hluti hennar mætir.
10. Allir samningar og skuldbindingar, er stjórnin gjörir eða undirskrifar fyrir félagsins hönd, eru bindandi fyrir félagið; þó skal stjórnin um öll stærri mál leita álits félagsmanna.
11. Með því að enginn félagsmaður má skulda í bókum félagsins fyrir pöntun eða vörukaup lengur en stjórnin ákveður í hvert skipti, getur stjórnin heimtað fyrirfram tryggingu af einstökum félagsmönnum, nema lögmætur fundur samþykki með atkvæðagreiðslu pöntun hans.
12. Á skuldum félagsins bera allir félagsmenn ábyrgð, einn fyrir alla og allir fyrir einn.
Félagið getur hætt að starfa og ráðstafað eignum sínum, ef það á almennum fundi félagsmanna, þar sem mættir eru 2/3% allra félagsmanna, samþykkir að svo skuli gjört með 2/3% atkvæða þeirra, sem fund sækja.
Þegar þannig hefur verið samþykkt á fundi, sem formaður hefur boðað til með viku fyrirvara, að félagið skuli leysast upp, skal stjórnin koma í peninga öllum munum félagsins svo fljótt og haganlega, sem við verður komið.
Þegar allar skuldir eru greiddar, sem félagið kann að eiga óborgaðar, skiptist afgangurinn jafnt upp á stofnbréf allra félagsmanna.
14. Lögum þessum má breyta og bæta við þau á lögmætum fund, ef það er samþykkt með 2/3% atkvæðanna, er á fundi eru.
Hér skrifa svo stofnendur Kf. Bjarma undir lög félagsins:
Eins og lög félagsins bera með sér, var Bjarmi sambland af pöntunarfélagi og hlutafélagi. Rekstrarfjár var aflað með sama hætti og um hlutafélag væri að ræða. Þess vegna var félagið kallað hlutafélag. En ábyrgð lélagsmanna nam meira en hlutafénu. Hún var ótakmörkuð, einn fyrir alla og allir fyrir einn, eins og venjan var í kaupfélögunum á þeim tímum, er Bjarmi var stofnaður. En svo var félag þetta lokað; félagsmenn gátu aðeins verið 25, og valdi stjórnin sjálf eða almennur fundur félagsmennina. Þannig var hin takmarkalausa ábyrgð hættuminni. Ofanskráðir félagar voru allir útgerðarmenn í kauptúninu.
Og nú var tekið til óspilltra málanna um rekstur félagsins undir stjórn þessara manna: Gísli Lárusson, formaður; Högni Sigurðsson, Baldurshaga, varaformaður; Magnús Guðmundsson á Vesturhúsum ritari; meðstjórnendur: Ólafur Auðunsson, Þinghól, og Geir Guðmundsson á Geirlandi. Varastjórnarmenn Jón Einarsson, Hrauni, og Sveinn P Scheving, bóndi að Steinsstöðum.
Stjórnin sjálf hafði á hendi allar framkvæmdir félagsins. Skiptu stjórnarmenn stundum með sér verkum. T.d. var Högna Sigurðssyni falið að annast framkvæmdir við byggingu félagshússins, sem byggja skyldi í kálgarði ekkjunnar á Eystri-Vesturhúsum. Félagsstjórnin greiddi henni kr. 150,00 fyrir réttindin á kálgarðinum. Það voru ódýr lóðakaup! Aðrir stjórnarmenn leituðu tilboða hjá kaupmönnunum hér og víðar um kaup á veiðarfærum handa félagsmönnum og svo vörum til heimilanna. Þá þurfti einnig að leita tilboða í fisk félagsmanna og annast kaup á salti handa þeim. Keppnin um viðskiptin hafði drjúg áhrif á verð allrar nauðsynjavöru til lækkunar, og svo til hækkunar á söluverði afurðanna. Eftir fyrstu fisksöluna gat félagið greitt félagsmönnum 82 krónur fyrir skippundið (160 kg) af fyrsta flokks fiski. Það þótti gott verð og hagstætt framleiðandanum.
Þegar leið á haustið 1914 gat stjórnin haldið félagsfundi í hinu nýbyggða „pakkhúsi“ félagsins, sem það hafði byggt um sumarið, - að mestu leyti í júlí og ágúst.
Á vertíð næsta vetur (1915) seldi Bjarmi smálestina af saltinu fyrir kr. 31,00 og þótti mjög hagstætt verð. Jafnframt bætti félagið upp fiskverðið með 3 krónum hvert skippund af 1. flokks fiski.
Hinn eiginlegi framkvæmdastjóri félagsins var formaður þess, Gísli Lárusson.
Um miðjan ágúst 1915 var haldinn almennur fundur í félaginu og þar tilkynnt, að félagsmenn skyldu afhenda framkvæmdastjóra daginn eftir lista yfir þær heimilisnauðsynjar, er þeir æsktu að panta hjá félaginu, svo sem rúgmjöl, rúg, hveiti, grænsápu, kex, strásykur, rúsínur, sveskjur, sætsaft, haframjöl og sagogrjón, svo að eitthvað sé nefnt svona til fróðleiks og gamans. Vörurnar voru síðan afhentar í hinu nýbyggða „pakkhúsi“ félagsins norðan við Frydendal. Nauðsynjarnar voru að mestu leyti pantaðar frá Nathan og Olsen, Reykjavík.
Í september um haustið gat stjórnin afráðið verð á sjávarafurðunum til félagsmanna. Til fróðleiks skal verðið greint hér:
1. fl. þorskur ... kr. 112,00 skipp.
2. fl. þorskur ... — 112,40 —
Langa ........... ....— 95,20 —
1. fl. ýsa ............ — 74,80 —
og greitt skyldi fyrir hvert pund af
verkuðum sundmaga kr. 0,66.
Þetta haust gerði Gísli J. Johnsen félaginu hagstæðasta tilboðið um kaup á olíu handa félagsmönnum kr. 35,00 hverja tunnu hér á staðnum. Jafnframt bauðst hann til að greiða kr. 4,00 fyrir hverja tóma olíutunnu, en öll olía var þá flutt til landsins á tunnum, eikartunnum, að miklu leyti a.m.k.
Í desember 1915 hreyfði formaður félagsins, G. L., markverðu máli á almennum félagsfundi. Hann bar upp á fundinum þá hugmynd sína, hvort ekki væru tök á að stofna til hlutafélags í byggðarlaginu, sem hefði það markmið að stofna til síldveiða með snurpinót og stórum vélbátum eða vélskipum. Taldi hann, að Eyjamenn væru að dragast aftur úr um þessar framkvæmdir og veiðar. Mál þetta fékk góðar undirtektir manna og skyldi það íhugað nánar.
Sveinn P. Scheving var ráðinn til þess að veita afurðum félagsmanna móttöku í húsi félagsins og skyldi hann hafa 60 aura í kaup fyrir hverja unna klukkustund. Framkvæmdastjórinn fékk greiddar kr. 1800,00 í árskaup 1916, en þau laun voru síðar hækkuð upp í kr. 3000,00 vegna aukinna starfa.
Rétt er að minna á það, að heimsstyrjöldin fyrri var nú í algleymingi, og allt verðlag fór hækkandi ár frá ári. Til samanburðar við fyrri tölur vil ég hér geta þess, að sumarið 1916 var verð á 1. fl. Spánarfiski orðið kr. 129,00 skippundið, og kr. 125,00 af löngu, og hvert kg. af verkuðum sundmaga á kr. 1,55. Allar neyzluvörur hækkuðu gífurlega í verði.
Árið 1916 afréð stjórnin með samþykki félagsmanna að kaupa stóra húsið, sem stóð á Eiðinu, fyrir kr. 9.550,00 og flytja það síðan á starfssvæði félagsins, lóðir þess, við Sjómannasund. Svo var gert og bættu þau húsakaup mjög úr húsrýmiseklu félagsins, sem þurfti mikið húsrými til geymslu á neyzluvörum, salti og ekki sízt afurðum félagsmanna.
Einnig kom Bjarmi á stofn sérstakri lifrarbræðslu til þess að vinna lýsi til útflutningsins úr lifur félagsmanna sinna. Það bræðsluhús stóð við Strandveginn, þar sem íbúðarhúsið og verzlunarhúsið Sandur stendur nú, húsið nr. 63 við Strandveg.
Vegna hinnar miklu grósku í félagsstarfinu, óskuðu fleiri útgerðarmenn að gerast félagar í Bjarma og njóta hagsmuna af starfi félagsins. Í ársbyrjun 1917 sóttu 10 útgerðarmenn um inngöngu í félagið. Til svars við þeirri beiðni var samþykkt á almennum fundi í félaginu að gefa 7 af þessum 10 umsækjendum kost á að kaupa hlutabréf í félaginu. Þrem mönnum var hafnað. Þessir fengu þá að gerast félagsmenn:
Heildarumsetning hf. Bjarma nam kr. 362.253,49 árið 1916, sem var þriðja starfsár félagsins. Af upphæð þessari nam andvirði seldra fiskafurða kr. 261.252,21. Þess er að gæta, að sumir stærstu útgerðarmennirnir og um leið aflasælustu formennirnir voru félagsmenn í Bjarma.
Vorið 1917 var allt í óvissu um framtíð alls atvinnureksturs í landinu sökum ófriðarbálsins. Þá bauðst Bjarma 280 smálestir af salti til kaups á kr. 200,00 hverja smálest. Stjórn félagsins hafnaði þessu boði sökum þess, að allt var í óvissu um það, hvort nokkur olía fengist handa bátaflotanum á næstu misserum. Þó útlitið um atvinnureksturinn væri ískyggilegt, sóttu útgerðarmenn í Eyjum um inngöngu í Bjarma og þá að njóta allra félagsréttinda þar. Þannig stóð á því, að stjórn félagsins mælti með því öðru hvoru á almennum félagsfundum, að fleiri mönnum yrði bætt við félagalistann og fengu að skrifa sig inn í félagið. Fátt sannar betur það traust, sem félagsskapur þessi naut með Eyjamönnum undir stjórn Gísla Lárussonar, Magnúsar Guðmundssonar, Geirs á Geirlandi, Þorsteins í Laufási, Högna í Baldurshaga og Ólafs Auðunssonar.
Sumarið 1917 afréð stjórnin að greiða félagsmönnum fyrir lifrina frá síðustu vertíð 54 aura fyrir hvern líter af nr. 1 og 40 aura fyrir lifur nr. 2. Það þótti býsna gott verð þá á framleiðsluvöru þessari, enda átti Bjarmi sjálfur lifrarbræðslu sína og naut þannig hæsta verðs fyrir lýsið.
Þetta sumar seldi Bjarmi saltfisk nr. 1 á kr. 170,00 skippundið og fyrir kr. 164,00 af nr. 2. Það þótti gott verð þá. Langan nr. 1 var seld þá á kr. 160,00 hvert skpd í húsi, þ.e. án umbúða.
Þegar leið á sumarið, greiddist furðanlega úr öllum vandræðunum með kaup á steinolíu og salti. Útgerðarmenn höfðu til tveggja aðila að leita um olíukaupin, Hins íslenzka steinolíufélags og Landsverzlunarinnar.
Sumarið 1918 kostaði smálestin af saltinu útgerðarmanninn kr. 265,00 og kr. 305,00 það salt, sem var flutt til Eyja frá Reykjavík.
Þegar útgerðarreikningar félagsmanna í Bjarma voru gerðir upp eftir vertíðina 1919, kom það berlega í ljós, að þeir höfðu grætt mikið á undanförnum vertíðum og höfðu því töluvert fjármagn undir höndum. Ekki var sú góða afkoma þeirra minnst að þakka félagssamtökunum, útrýmingu milliliðanna. Nú gerðust sumir félagsmenn Bjarma stórhuga og vöktu máls á því, að þeir vildu leggja fé í togaraútgerð. Þó var það ekki hugmyndin, að Bjarmi væri beint við það mál riðinn. Formaður félagsins vakti máls á þessari hugdettu á almennum félagsfundi Bjarma 17. maí 1919. Þorsteinn í Laufási var talinn vera sá fyrsti, sem vakti máls á þessu með félagsmönnum. Talið var eðlilegast, að 5 þúsund króna hlutabréf yrði hið minnsta, sem félagsmönnum yrði gefinn kostur á að kaupa í togarahlutafélaginu. Enginn mótmælti því, og gæti það gefið svolitla hugmynd um hina traustu efnahagsafkomu þessara manna, því að 5 þúsund krónur 1919 voru ekki þá litlir peningar.
Hinn 21. júní 1919 lá fyrir stjórnarfundi í Bjarma sérlegt bréf. Árni J. Johnsen, eigandi húseignarinnar Frydendal býðst til að selja félaginu þessa húseign ásamt lóðarréttindum fyrir kr. 40.000,00. Frydendalur var tveggja hæða hús með íbúð eða íbúðum á efri hæð og búð á 1. hæð. Þar rak eigandinn sjálfur verzlun, þegar hér er komið sögu.
Í júlí um sumarið (1919) samþykktu allir félagsmenn Bjarma, sem sátu þá almennan fund í félaginu, að kaupa Frydendal fyrir kr. 42.000,00, með því að „félaginu munaði í raun og veru lítið um 2000 kr. hækkun, ef það álitist nauðsynlegt“ að kaupa húseignina. Þetta orðalag sannar enn hina sterku fjárhagsaðstöðu hf. Bjarma. Eftir að eigandi Frydendals hafði boðið Bjarma húseignina til kaups, hafði honum verið boðið í húsið kr. 42.000,00.
Var nú ætlan forustumanna samtakanna að opna búð og stofna til smásölu á vegum Bjarma. Þá hafði Bjarmi starfað í 5 ár og vörukaup félagsins og sala verið einskonar pöntunarfélagsstarfsemi. Nú loks skyldi Bjarmi opna búð.
Sumarið 1919 var stofnað „Eimskipafélag Suðurlands“. Þannig skyldi bætt úr brýnni þörf um auknar samgöngur við Suðurströnd landsins. Eyjamönnum var að sjálfsögðu boðið að leggja fé í fyrirtæki þetta, kaupa hlutabréf í félaginu. Bjarmamenn vildu vissulega stuðla að auknum og bættum samgöngum og neyttu nú gróða síns undanfarin ár og afréðu að leggja í „Eimskipafélag Suðurlands“ kr. 20.000,00. Það voru miklir fjármunir árið 1919 og Eyjamönnum í heild til verðugs sóma. Um líkt leyti gaf Bjarmi kr. 1000,00 í Ekknasjóð Eyjamanna.
Um haustið (1919) samþykkti almennur félagsfundur í Bjarma að gefa kr. 10.000,00 til Björgunarfélags Vestmannaeyja vegna kaupa þess á björgunarskipinu Þór.
Þannig má með sanni segja, að félagsmenn Bjarma hafi haft góðan vilja til að byggðarlagið nyti velgengni í félagsmálum þessum og hversu þeir höfðu notið mikils hagnaðar og hagræðis af samtökum sínum, eins og jafnan tekst, þegar vel og drengilega er á málum þeim haldið og hyggilega og heiðarlega.
Árið 1919 greiddi Bjarmi 80 aura fyrir lítirinn af lifur nr. 1 og 60 aura fyrir lifur nr. 2.
Íslandsbankaútibúið í Vestmannaeyjum var þess vissulega vitandi, að ábyrgðir í Bjarma voru einn fyrir alla og allir fyrir einn. Þetta notfærði bankastofnunin sér til öryggis í viðskiptunum við Bjarma, og félagsmönnum var það traust til mikils hagræðis. Þannig lánaði bankinn félagsstjórninni kr. 120.000,00 vorið 1920. Þetta fé lánaði hún síðan félagsmönnum í Bjarma til þess að létta þeim uppgjörið við vertíðarmenn sínan við vertíðarlokin. Þessa hjálp hafði stjórn Bjarma veitt félagsmönnum oftar undanfarin vor. Þannig höfðu þeir máttarminni í félagsskapnum stuðning og mikið hagræði af þeim, sem betur máttu sín fjárhagslega. Jafnframt þessu láni veitti bankinn félaginu 100 þúsund króna rekstrarlán, þar sem það hugðist nú opna smásöluverzlun.
Almennur félagsfundur var haldinn 2. ágúst 1921. Kom þar fyrst fram nokkur óánægja með reksturinn á Bjarma, og beindu félagsmenn óþægilegum spurningum til framkvæmdastjórans; t. d.:
1. Hver var ástæðan fyrir því, að Bjarmi var einasta fisksölufélagið í bænum, sem enn lá með óseldan fisk frá fyrra ári. Kváðu ýmsir, að það mundi stafa af slóðaskap og skeytingarleysi.
2. Ýmsir félagsmenn höfðu orð á því, að starfsmenn félagsins, hinir föstu, mundu óþarflega margir og ekki vel valdir, - sumir. (Vitað var, að þar voru drykkjumenn með í bland.)
3. Kvartað var undan því, hversu sjaldan voru haldnir fundir í félaginu. T.d. höfðu þarna liðið 11-12 vikur milli funda. Svo strjálir fundir mundu leiða af sér hirðuleysi félagsmanna um hag félagsins og skeytingarleysi, töldu félagsmenn.
Þessi aðfinnsla vakti miklar umræður á fundinum og heitar á köflum. Þó virtust allir sáttir að kalla, þegar slitið var fundi, og þótti ýmsum betur hefði úr rætzt en á horfðist um tíma á umræðu- og hitafundi þessum, því að þar voru sumir félagsmenn ómyrkir í máli. Grun hef ég um það, að sleifarlag það, er ýmsum þótti vera komið á rekstur Bjarma, hafi valdið því, að Ólafur Auðunsson gaf ekki kost á sér í stjórnina á síðasta aðalfundi. Hefur líklega heldur kosið að draga sig í hlé en vera bendlaður við óstjórn og standa í ófriði við gamla samstarfsmenn til að fá bót ráðna á henni.
Nú tók verulega að halla undan fæti í starfi og rekstri hf. Bjarma. Mest háði félaginu skorturinn á rekstrarfé, sem stafaði af því, að bæði félagsmönnum og ekki síður utanfélagsmönnum hafði verið lánað bæði veiðarfæri, salt , olía og neyzluvörur. Svo þegar innheimta átti eða fá skuldirnar greiddar, fékkst ekkert greitt. Þannig skapaðist viðskiptaöngþveiti, sem sligaði félagið.
Þessi vandræði leiddu til óánægju félagsmanna og tortryggni um rekstur og hag félagsins. Afleiðingarnar urðu þær, að félagsmenn sneru bakinu við félagsskapnum og beindu viðskiptum sínum annað.
Þessari erfiðu innheimtu olli m.a. verðfall á sjávarafurðum á þessum tímum og ógætileg lánastarfsemi, of mikil bjartsýni í öllu þessu viðskipta- og fjármálalífi. Hjá þeim, sem kynnist heimildunum, vaknar sá grunur, að linkind hafi nokkru valdið um slælega innheimtu, sem átti að einhverju leyti rætur að rekja til þess, að allir þekktu alla og lifðu í „landi kunningsskaparins.“
Haustið 1922 varð Bjarmi að selja 1. flokks saltfisk fyrir kr. 152,50 hvert skpd; 2. fl. fisk fyrir kr. 140,00; 1. fl. netafisk fyrir kr. 135,00; 2. fl. netafisk fyrir kr. 120,00 og 3. fl. fisk fyrir kr. 100,00 hvert skpd. Áður var fiskverðið miðað við fiskinn ópakkaðan eða stafla í húsi, en þetta verð, er ég nú greindi, var gefið fyrir fiskinn pakkaðan og kominn um borð í flutningaskipið. Hér var því um stórkostlegt verðfall að ræða miðað við það, sem áður var, þegar bezt lét.
Á stjórnarfundi 28. des. 1922 lýsti framkvæmdastjórinn og formaður félagsins, Gísli gullsmiður Lárusson, yfir því, að hann hætti störfum við félagið, er hann hefði lokið uppgjöri reikninga þess fyrir árið það ár. Jafnframt minnti hann á þá staðreynd, að hann hefði fyrir mörgum mánuðum sagt upp starfinu. Ekki gátu aðrir stjórnarmenn neitað því. Ekki hafði þá verið haldinn aðalfundur félagsins fyrir árið 1921. Hann var fyrst haldinn 4. jan. 1923. Áður hafði komið til tals á stjórnarfundi, að Bjarmi hætti störfum bæði sökum ofmikilla útistandandi skulda og svo hins, að töluverður hluti félagsmanna var hættur framleiðslu, hættur allri útgerð. Þeir töldust vera 9 eða nálægt 1/4 félagsmanna. Aðrir 8 félagsmenn voru svo skuldum hlaðnir, að lítill slægur var í þeim í félagsskapnum. Mikill hiti var í sumum stofnendum Bjarma á fundi þessum sökum þess, hvernig komið var fyrir félagsskapnum. Þeir vildu sumir sækja stjórnina til saka um hinar miklu lánveitingar,sem nú ollu mestu erfiðleikunum í rekstri félagsins. Þá gátu þessir menn óttazt, að þeir yrðu að blæða fyrir hina, þar sem ábyrgðin var sameiginleg að baki félaginu.
Á þessum aðalfundi voru einnig lesnir upp reikningar félagsins síðustu 5 mánuðina eða frá 1. jan. til 1. júní 1922. Vottuðu þeir, að félagið hefði tapað kr. 20.000,00 í eignum á þessum 5 mánuðum.
Vorið 1923, er stjórnin skyldi skila framtalsskýrslum félagsins, varð hún sammála um, að sanngjarnt og rétt væri að afskrifa útistandandi skuldir félagsins um kr. 17.018,72. Það voru miklir fjármunir á þeim tímum.
Um sumarið (í júní 1923) var svo Árni Gíslason, sonur hins fráfarandi framkvæmdastjóra, ráðinn framkvæmdastjóri félagsins með því skilyrði, að hann hætti víndrykkju, er hann hét stjórninni.
Þegar hér er komið sögu, leggjast bæði stjórnarfundir og félagsfundir í Bjarma á hilluna í 15 mánuði, svo að fátt verður vitað um athafnir félagsins þann tíma eða gjörðir stjórnarinnar til viðreisnar félaginu.
Síðari hluta janúar 1925 hélt félagið aðalfund ársins 1923 og svo að nokkru leyti fyrir árið 1922. Skiptar voru þar skoðanir um framtíð félagsins. Nú var svo komið, að maðurinn, sem jafnan hafði haft minnst fylgi félagsmanna í stjórn félagsins, meðan allt lék í lyndi fyrir því, hlaut nú við kosningu í stjórn félagsins meira traust en nokkru sinni fyrr.
Það var Ólafur Auðunsson í Þinghól. Nú höfðu loks opnazt augu félagsmanna fyrir hyggindum hans og gætni um öll lánaviðskiptin. Nú loks var þeim það ljóst, að betur væri komið hag félagsins, ef hann hefði ekki verið borinn ráðum í stjórn þess og á almennum fundum þess, þegar Bjarmi hóf hin víðtæku lánaviðskipti sín. Sumir þeir félagsmenn, sem hæst höfðu haft áður og mest áhrifin í félagsskapnum, höfðu nú loks misst álit og fylgi félagsmanna. Sumir félagsmenn töldu það helzt til seint.
Í ágústmánuði 1925 var fenginn verzlunarmaður utan af landi til þess að gera upp reikninga Bjarma fyrir árið 1924, þegar sýnt þótti, að það uppgjör yrði ekki af hendi innt það ár. Sá maður var Hjálmur Konráðsson, verzlunarmaður.
Nú dundu yfir stjórn K.f. Bjarma víxlakröfur og stefnur vegna skulda félagsins við bankastofnanir og einstaklinga — kröfur, sem það hafði ekki getað fullnægt sökum fjárskorts vegna hinna miklu útistandandi verzlunarskulda, sem ekki fengust greiddar. Persónulega voru stjórnarmenn kaupfélagsins ábyrgir fyrir töluverðum hluta af víxlunum.
Í sambandi við öll þessi viðskiptavandræði afréð stjórnin að skipta um framkvæmdastjóra í félaginu. — Hjálmur Konráðsson var ráðinn framkvæmdastjóri K/f Bjarma í október 1925. - Þá taldist félagið tæpast eiga fyrir skuldum eða vera eignalaust. Þó gat Hjálmur ekki tekið við framkvæmdunum eða beitt sér að þeim fyrr en hann hafði lokið við að gera upp reikninga félagsins, og var þá Magnúsi bónda Guðmundssyni á Vesturhúsum, ritara félagsins frá stofnun þess, falið að ráða fram úr skuldakröggunum og hindra, að gengið yrði að félaginu. Á aðalfundi félagsins í október 1925 sýndi það sig, að Ólafur Auðunsson og Magnús Guðmundsson nutu mests trausts félagsmanna til að bjarga Bjarma frá gjaldþroti eða dauða. Varð nú Ólafur formaður félagsins og Magnús ritari stjórnarinnar eins og alltaf áður.
Á aðalfundi félagsins, sem haldinn var í Goodtemplarahúsinu á Mylluhól, eins og flestir eða allir aðalfundir þess, var afráðið og samþykkt, að afskrifa af töpuðum skuldum nálega 20 þúsundir króna. Jafnframt var samþykkt, að hlutabréfin gömlu, sem um tíma, meðan reksturinn stóð í blóma, höfðu margfaldazt í verði, hengju enn í nafnverði, sem var kr. 200,00.
Á aðalfundi Bjarma 1925 hafði verið samþykkt að breyta lögum félagsins og móta það samvinnufélag samkvæmt gildandi landslögum um þau. Þessu var komið í framkvæmd á aðalfundinum 1926. Þá lagði stjórnin fram frumvarp til nýrra félagslaga, sem var samþykkt. Þar með var Hf. Bjarma breytt í K/f Bjarma og hlutafjáreign hvers félagsmanns breytt í stofnfjáreign. Stjórnina skipuðu í hinu nýja kaupfélagi þeir Ólafur Auðunsson, Þorsteinn Jónsson, Kristján Egilsson, Stað, Stefán Guðlaugsson, Gerði, og Magnús Guðmundsson.
Eftir því sem fiskverð hafði verið og virtist ætla að verða, afréð stjórn Kaupfélagsins Bjarma að greiða fyrir fisk á vertíð 1927 sem hér segir: Fyrir þorsk nr. 1 kr. 97,00 hvert skippund; fyrir þorsk nr. 2 kr. 88,00; fyrir netafisk nr. 1 kr.; 91,00 og fyrir allan þorsk nr. 3 kr. 79,00 hvert skpd. Lifrarverðið var þetta: Fyrir lifrarlítir nr. 1 kr. 0,40 og nr. 2 kr. 0,30.
Ef þetta verð er borið saman við afurðaverðið á styrjaldarárunum, kemur í ljós geysilegt verðfall á öllum sjávarafurðunum frá þeim árum.
Veldur hver á heldur, stendur þar. Eftir að Hjálmur Konráðsson hafði veitt Hf. Bjarma forstöðu í 1 ár, tók fjárhagur þess að rétta við, svo að um munaði. Félagsmenn fengu 7% ágóðahlut af öllum keyptum vörum. Þá var afgangurinn af hagnaðinum kr. 16.979,23, sem samþykkt var að leggja í húsbyggingarsjóð félagsins. En alls reyndist hagnaðurinn af rekstri kaupfélagsins árið 1927 kr. 36.839,43.
Frá því að Hf. Bjarma var breytt í kaupfélag, hafði verið á döfinni undirbúningur að búðarbyggingu við Miðstræti. En þegar til kom, vildi byggingarnefnd kaupstaðarins ekki leyfa lægra hús þar en tvær hæðir. Þetta verzlunarhús Hf. Bjarma átti að standa svo að segja rétt suður af Frydendal. Tveggja hæða hús svo nálægt Frydendal var talið spilla því húsi, skyggja á sól og fl.
Stjórn kaupfélagsins afréð því að flytja verzlunarhús sitt Frydendal um rúma breidd sína suður að Miðstrætinu. Þetta verk tóku tveir iðnaðarmenn í kaupstaðnum að sér að framkvæma, þeir Magnús Ísleifsson trésmíðameistari í London og Einar Magnússon járnsmíðameistari í Stóra-Hvammi við Kirkjuveg.
Þetta stórvirki var framkvæmt haustið 1928. Þegar svo lokið var við að flytja þetta tveggja hæða hús, hófst bygging búðar vestan við það og áfast því. Sú búð var mótuð einnar hæðar hús og jafnbreið sjálfu húsinu eða 7 metrar og 8 metra löng. Húsameistararnir Magnús Ísleifsson og Jóhann Jónsson á Brekku við Faxastíg áætluðu, að viðbygging þessi kostaði fullgerð 7-8 þúsundir króna.
Árið 1928 nam verzlunarhagnaður kaupfélagsins samtals kr. 52.947,50. Nú gerðist stjórn félagsins stórhuga, er svo vel gekk reksturinn, og ræddi um að reisa félaginu nýtt salt- og fiskgeymsluhús.
En útlit viðskipta- og atvinnulífsins breyttist mjög til hins verra, þegar leið á árið 1929. Heimskreppan mikla var í aðsigi.
Það voru ekki aðeins félagsmenn Kf. Bjarma, sem fundu á sér gróskuna í félagsskapnum. Bæjarbúar í heild fundu hana og margir sóttust eftir að verða félagsmenn með öllum óskertum félagsréttindum í Kf. Bjarma. Auðvitað var það fyrst og fremst kaupfélagsstjórinn og störf hans, sem áunnu félaginu allt þetta álit og traust og svo styrk og heiðarleg forustu Ólafs Auðunssonar og félaga hans. Fast var í taumana haldið og hvergi rasað um ráð fram.
Á aðalfundi 5. maí 1930 varð félagsmönnum það ljóst, að Kf. Bjarmi hafði ágóða eftir reksturinn 1929, sem nam hvorki meira né minna en kr. 52.822,59. Það voru miklir fjármunir á þeim tímum.
En á árinu 1930 tók fiskur mjög að lækka í verði á heimsmarkaðnum. Heimskreppan mikla var að færast í aukana. Þess vegna urðu öll viðskipti viðsjárverð, ekki sízt hjá fyrirtækjum, sem lánuðu stórfé í vörum út á hinn óskotna ref, afurðir, sem áttu verðgildi sitt undir duttlungum og veðrabrigðum í viðskiptalífinu á heimsmarkaðnum.
Kreppan sagði fljótt til sín í öllum rekstri Bjarma. Verðfall fisksins olli því, að útgerðarmenn náðu hvergi nærri saman endum í framleiðslustarfi sínu, afurðirnar hrukku ekki fyrir kostnaði. Þannig hlóðust skuldirnar upp hjá þeim bæði í Bjarma og annars staðar. Þó sýndu reikningar félagsins töluverðan hagnað af rekstrinum 1930 eða kr. 36.572,24. Þess er að gæta, að í veikri von sumra stjórnarmanna er gert ráð fyrir því, að útistandandi skuldir greiðist að mestu leyti, en svo kom fljótt skarð í allan þennan pappírsgróða, ef ég mætti nefna hann svo, þegar stjórnin neyddist til að afskrifa svo og svo mikið af útistandandi skuldum árlega, þar til gefizt var upp við reksturinn, lauparnir lagðir upp, með því að hagnaðurinn af rekstrinum fór minnkandi ár frá ári og á sama tíma uxu afskriftir hinna útistandandi skulda eða eigna, sem hurfu í kreppuna.
Í nóvember fór Hjálmur kaupfélagsstjóri til Reykjavíkur vegna vanheilsu, er hann hafði átt við að búa um nokkurt skeið. Hann var lagður þar inn á sjúkrahús til uppskurðar. Hann andaðist aðfaranótt 17. desember 1933.
Að Hjálmi Konráðssyni þótti mikill mannskaði hér í bæ. Kolka læknir skrifaði um hann. Þar standa þessi orð: „Hjálmur heitinn var einn þeirra manna, sem maður fékk því meiri mætur á, sem maður kynntist honum betur. Vinir hans geta því einir skilið til fulls, hvert tjón er í fráfalli hans.“
Hafi félagsmönnum Kf. Bjarma ekki skilizt til þessa, hvert traust og hald kaupfélagsstjóri eins og Hjálmur heitinn var því, þá hafa vissulega opnast augu þeirra fyrir því, er hann var allur. Hjálmur Konráðsson var Skagfirðingur, fæddur að Syðravatni þar í sýslu 23. nóvember 1895 og því 38 ára, er hann lézt.
Eftir fráfall kaupfélagsstjórans réð stjórnin Sigurð Ólason framkvæmdastjóra Kf. Bjarma.
Félagið hafði ætlað að stofna til útgerðar, til þess að auka rekstur sinn í þeirri von, að tök yrðu á að standa undir skuldabyrðunum og standa af sér áföll kreppunnar. Í þessu skyni lét það byggja sér bát úti í Danmörku.
Í janúarmánuði (1934) lagði bátur þessi af stað til Íslands. Báturinn fórst á leiðinni nálægt Mandal í Noregi að talið var. Þar með hætti stjórn Bjarma að hugsa til útgerðar á vegum þess. Hún venti nú kvæði sínu í kross: Á almennum fundi í félaginu 7. febrúar 1934 hreyfði formaður félagsins, Ólafur Auðunsson, þeirri hugmynd að kjósa þá þegar skilanefnd, sem ynni að því að gera félagið upp, með því að skortur á veltufé stæði því gjörsamlega fyrir allri starfrækslu. Um þessa hugmynd urðu skiptar skoðanir á fundinum. Þó varð hún til þess, að félagsmenn tóku að hugleiða málið.
Hinn 15. febrúar var aftur haldinn almennur félagsfundur um framtíð Bjarma. Á þeim fundi var samþykkt tillaga formanns um að slíta félaginu. Voru 16 félagsmenn með tillögunni en 1 á móti. Enn var kallað á almennan félagsfund 19. febrúar. Voru þá enn tekin til meðferðar félagsslitin. Þá skrifuðu 27 félagsmenn undir þá ósk að slíta félaginu en 5 mótmæltu því.
Í skilanefnd Bjarma sátu þessir menn: Jón Hallvarðsson, fulltrúi bæjarfógeta sem lögfræðilegur ráðunautur nefndarinnar, Ólafur Auðunsson, Magnús Guðmundsson, Sigurður Ólason og Sigfús Scheving.
Þannig luku þessi merku félagssamtök starfsferli sínum. Með sanni verður sagt, að þau um eitt skeið sáu fagran fífil á ferli sínum. Jafnframt sannaðist á samtökum þessum máltækið kunna og sanna, að vandi er að gæta fengins fjár og sterk bein þarf til að þola góða daga. Ekki þurfa þeir þeirra sízt við, sem stjórna eiga og starfrækja fjárrík fyrirtæki.