„Sigþór Sigurðsson“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 10: | Lína 10: | ||
Hann fékk skipstjórnarréttind að 200 tonnum 1958.<br> | Hann fékk skipstjórnarréttind að 200 tonnum 1958.<br> | ||
Sigþór fór í sveit að Hólakoti u. Austur-Eyjafjöllum níu ára gamall, var þó skráður til heimilis í Baldurshaga til ársins 1937. Í Hólakoti dvaldi hann til fjórtán ára aldurs, en þá flutti hann að Múlakoti í Fljótshlíð til Fannýjar systur sinnar og bjó þar til 1949. Á þessum árum vann hann m.a. hjá Vegagerðinni og Landssímanum, en fór á vetrarvertíðir til Vestmannaeyja. Hann var skráður í Múlakoti 1949 með Valgerði konu sinni og barninu Erlu Fanný, en er einnig skráður á [[Reynifell]]i á því ári með þessari áhöfn. <br> | Sigþór fór í sveit að Hólakoti u. Austur-Eyjafjöllum níu ára gamall, var þó skráður til heimilis í Baldurshaga til ársins 1937. Í Hólakoti dvaldi hann til fjórtán ára aldurs, en þá flutti hann að Múlakoti í Fljótshlíð til Fannýjar systur sinnar og bjó þar til 1949. Á þessum árum vann hann m.a. hjá Vegagerðinni og Landssímanum, en fór á vetrarvertíðir til Vestmannaeyja. Hann var skráður í Múlakoti 1949 með Valgerði konu sinni og barninu Erlu Fanný, en er einnig skráður á [[Reynifell]]i á því ári með þessari áhöfn. <br> | ||
Eftir 1950 stundaði Sigþór sjómennsku og í rúm fimmtíu ár. <br>Hann keypti [[Sævar VE 19]], ásamt þeim [[Sigfús Guðmundsson (skipstjóri)|Sigfúsi Guðmundssyni]] og [[Áskell Bjarnason|Áskeli Bjarnasyni]]. Sigþór seldi Sævar VE árið 1980 og hafði þá átt bátinn einn í nokkur ár. Eftir þetta var Sigþór stýrimaður hjá öðrum, lengst af á [[Baldur VE 24|Baldri VE 24]]. Sigþór vann til sjötíu og þriggja ára aldurs, síðustu ár starfsævi sinnar hjá [[Fiskiðjan|Fiskiðjunni hf.]].<br> | Eftir 1950 stundaði Sigþór sjómennsku og í rúm fimmtíu ár. <br>Hann keypti [[Sævar VE 19]], ásamt þeim [[Sigfús Guðmundsson (skipstjóri)|Sigfúsi Guðmundssyni]] og [[Áskell Torfi Bjarnason|Áskeli Bjarnasyni]]. Sigþór seldi Sævar VE árið 1980 og hafði þá átt bátinn einn í nokkur ár. Eftir þetta var Sigþór stýrimaður hjá öðrum, lengst af á [[Baldur VE 24|Baldri VE 24]]. Sigþór vann til sjötíu og þriggja ára aldurs, síðustu ár starfsævi sinnar hjá [[Fiskiðjan|Fiskiðjunni hf.]].<br> | ||
Þau Valgerður giftu sig 1949, fluttust til Eyja á því ári. Þau eignuðust sex börn, bjuggu í fyrstu á [[Reynifell|Reynifelli við Vesturvegi 15B]], síðan á [[Fjólugata|Fjólugötu 3]] til ársins 1998, en þá fluttu þau að [[Sólhlíð|Sólhlíð 19]]. | Þau Valgerður giftu sig 1949, fluttust til Eyja á því ári. Þau eignuðust sex börn, bjuggu í fyrstu á [[Reynifell|Reynifelli við Vesturvegi 15B]], síðan á [[Fjólugata|Fjólugötu 3]] til ársins 1998, en þá fluttu þau að [[Sólhlíð|Sólhlíð 19]]. | ||
Sigþór lést 2007. | Sigþór lést 2007. |
Útgáfa síðunnar 22. október 2024 kl. 16:32
Sigþór Sigurðsson frá Baldurshaga, sjómaður, stýrimaður, skipstjóri fæddist þar 8. nóvember 1924 og lést 19. desember 2007 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hans voru Sveinbjörg Sveinsdóttir frá Gíslakoti u. Eyjafjöllum, vinnukona, húsfreyja í Baldurshaga, f. 11. október 1882, d. 25. janúar 1976, og Sigurður Jónsson frá Steig í Mýrdal, sjómaður, f. þar 8. nóvember 1901, d. 25. apríl 1924.
Börn Sveinbjargar:
1. Fanný Sigurðardóttir húsfreyja á Selfossi, f. 24. janúar 1913 í Varmahlíð u. Eyjafjöllum, d. 17. mars 2014. Faðir hennar var Sigurður Gunnarsson, f. 6. júní 1891, drukknaði í Stöðvarfirði 19. apríl 1924.
2. Sigþór Sigurðsson, sem hér er fjallað um.
Sigþór var með móður sinni í Baldurshaga til níu ára aldurs.
Hann fékk skipstjórnarréttind að 200 tonnum 1958.
Sigþór fór í sveit að Hólakoti u. Austur-Eyjafjöllum níu ára gamall, var þó skráður til heimilis í Baldurshaga til ársins 1937. Í Hólakoti dvaldi hann til fjórtán ára aldurs, en þá flutti hann að Múlakoti í Fljótshlíð til Fannýjar systur sinnar og bjó þar til 1949. Á þessum árum vann hann m.a. hjá Vegagerðinni og Landssímanum, en fór á vetrarvertíðir til Vestmannaeyja. Hann var skráður í Múlakoti 1949 með Valgerði konu sinni og barninu Erlu Fanný, en er einnig skráður á Reynifelli á því ári með þessari áhöfn.
Eftir 1950 stundaði Sigþór sjómennsku og í rúm fimmtíu ár.
Hann keypti Sævar VE 19, ásamt þeim Sigfúsi Guðmundssyni og Áskeli Bjarnasyni. Sigþór seldi Sævar VE árið 1980 og hafði þá átt bátinn einn í nokkur ár. Eftir þetta var Sigþór stýrimaður hjá öðrum, lengst af á Baldri VE 24. Sigþór vann til sjötíu og þriggja ára aldurs, síðustu ár starfsævi sinnar hjá Fiskiðjunni hf..
Þau Valgerður giftu sig 1949, fluttust til Eyja á því ári. Þau eignuðust sex börn, bjuggu í fyrstu á Reynifelli við Vesturvegi 15B, síðan á Fjólugötu 3 til ársins 1998, en þá fluttu þau að Sólhlíð 19.
Sigþór lést 2007.
I. Kona Sigþórs, (6. nóvember 1949), var Valgerður Kristín Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 9. júní 1930.
Börn þeirra:
1. Erla Fanný Sigþórsdóttir húsfreyja, verkakona, starfsmaður Pósts & síma, f. 13. júní 1949 í Reykjavík. Maður hennar Yngvi Geir Skarphéðinsson.
2. Anna Kristín Sigþórsdóttir stúdent, húsfreyja í Garðabæ, bókhaldari, f. 30. maí 1950 á Reynifelli. Maður hennar Einar Sigfússon.
3. Sigurbjörg Sigþórsdóttir húsfreyja, móttökuritari á Borgarspítalanum, f. 6. janúar 1953 á Reynifelli. Fyrrum maður hennar Guðjón Örn Vopnfjörð Aðalsteinsson.
4. Sveinn Valþór Sigþórsson húsamiður í Hafnarfirði, f. 3. mars 1956. Kona hans Baldvina Sverrisdóttir.
5. Einar Sigþórsson sjómaður, stýrimaður í Eyjum, f. 22. mars 1962. Fyrrum kona hans Lóa Ósk Sigurðardóttir.
6. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir húsfreyja, viðskiptafræðingur í Reykjavík, f. 26. október 1966. Maður hennar Tryggvi Ársælsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 29. desember 2007. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.