Sveinbjörg Sveinsdóttir (Baldurshaga)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sveinbjörg Sveinsdóttir frá Gíslakoti u. Eyjafjöllum, vinnukona, húsfreyja fæddist þar 11. október 1882 og lést 25. janúar 1976.
Foreldrar hennar voru Sveinn Sveinsson bóndi, f. 27. júlí 1828, d. 25. október 1905, og Þorbjörg Sæmundsdóttir húsfreyja, f. 1840, d. 30. júní 1893.
Stjúpmóðir hennar var Helga Nikulásdóttir frá Berjaneskoti, bústýra, síðar húsfreyja, f. 1845, d. 21. desember 1908.

Sveinbjörg var með foreldrum sínum í fyrstu, en móðir hennar lést, er Sveinbjörg var á ellefta árinu.
Hún var með föður sínum og Helgu Nikulásdóttur bústýru hans í Gíslakoti 1894, með föður sínum og Helgu stjúpu sinni þar 1901-1904, með ekkjunni stjúpu sinni þar 1905.
Sveinbjörg var vinnukona í Efri-Kvíhólma 1906-1908, í Rimhúsi 1909, í Ormskoti 1910.
Hún var vinnukona í Varmahlíð 1912, eignaðist Fannýju með Sigurði þar 1913, fluttist að Dyrhólum í Mýrdal með Fannýju 1914, var með hana á Skeiðflöt í Mýrdal 1920, fluttist með hana frá Ketilsstöðum þar til Eyja 1924.
Sveinbjörg var vinnukona í Baldurshaga 1924, eignaðist Sigþór þar á því ári, var þar þvottakona og húsfreyja með börnin 1930, lausakona 1934 og 1936, lausakona án barnanna 1938 og 1940, verkakona á Laugalandi 1945 og 1949, síðan í Höfðahúsi, uns hún fluttist til Sigþórs og Valgerðar á Fjólugötu 3.
Hún lést 1976.

I. Barnsfaðir Sveinbjargar var Sigurður Gunnarsson frá Hlöðu á Seyðisfirði, f. 6. júní 1891 á Búðareyri á Reyðarfirði, drukknaði í Stöðvarfirði 19. apríl 1924. Foreldrar hans voru Gunnar Sveinsson bóndi, f. 14. júlí 1850, d. 6. september 1929, og kona hans Kristbjörg Sesselja Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 22. október 1859, d. 11. október 1940.
Barn þeirra var
1. Fanný Sigurðardóttir húsfreyja, f. 24 janúar 1913 í Varmahlíð u. Eyjafjöllum, d. 17. mars 2014 á Selfossi.

II. Barnsfaðir Sveinbjargar var Sigurður Jónsson sjómaður, f. 18. nóvember 1901 í Steig í Mýrdal, d. 25. apríl 1924. Foreldrar hans voru Jón Þorsteinsson bóndi, f. 13. nóvember 1867 á Norður-Hvoli í Mýrdal, d. 28. júlí 1921 í Steig, og kona hans Sigríður Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 20. ágúst 1872 í Neðri-Dal í Mýrdal, d. 16. maí 1952 í Eyjum.
Barn þeirra var
2. Sigþór Sigurðsson sjómaður, stýrimaður, útgerðarmaður, f. 8. nóvember 1924, d. 19. desember 2007.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.