Áskell Torfi Bjarnason

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Áskell Torfi Bjarnason.

Áskell Torfi Bjarnason sjómaður fæddist 14. september 1926 í Lágadal í Nauteyrarsókn í N.-Ísafj.s. og lést 24. febrúar 2017 á hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu.
Foreldrar hans voru Bjarni Bjarnason, f. 23. apríl 1889, d. 29. ágúst 1952, og kona hans Anna Guðrún Áskelsdóttir húsfreyja, f. 7. mars 1896, d. 24. febrúar 1977.

Áskell stundaði ýmis störf á sjó og landi. Hann fór til Borgarfjarðar eystra árið 1952 með bróður sínum til að stunda sjómennsku.
Þau Anna giftu sig 1953, fluttu til Eyja 1955, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Oddsstöðum.
Þau fluttu til Þorlákshafnar eftir 10 ára dvöl í Eyjum og bjuggu þar í nær 50 ár. Þau dvöldu síðustu ár sín í Lundi á Hellu.
Áskell lést 2017 og Anna 2018.

I. Kona Áskels, (25. maí 1953), var Anna Guðný Jóhannsdóttir frá Hrauni á Borgarfirði eystra, f. 31. júlí 1928, d. 23. maí 2018.
Börn þeirra:
1. Árni Áskelsson, f. 6. febrúar 1953. Kona hans Jóhanna Marín Jónsdóttir.
2. Bjarni Áskelsson, f. 25. október 1954. Fyrri kona hans var Margrét Bárðardóttir, látin. Kona hans Ingibjörg H. Sigurðardóttir.
3. Guðmundur Sveinn Áskelsson, f. 13. október 1956 á Oddsstöðum. Kona hans Þóra Bjarnadóttir.
4. Guðni Torfi Áskelsson, f. 6. apríl 1959. Sambúðarkona hans Júlíana Hilmisdóttir.
5. Gestur Áskelsson, f. 6. júní 1961. Kona hans Sigríður Kjartansdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.