Erla Fanný Sigþórsdóttir
Erla Fanný Sigþórsdóttir húsfreyja, fiskvinnslukona, starfsmaður Bæjarins og Pósts & síma fæddist 13. júní 1949 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Sigþór Sigurðsson sjómaður, stýrimaður, f. 8. nóvember 1924 í Baldurshaga, d. 19. desember 2007, og kona hans Valgerður Kristín Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 9. júní 1930.
Börn Valgerðar Kristínar og Sigþórs:
1. Erla Fanný Sigþórsdóttir, f. 13. júní 1949 í Reykjavík. Maður hennar Yngvi Geir Skarphéðinsson.
2. Anna Kristín Sigþórsdóttir, f. 30. maí 1950 á Reynifelli. Maður hennar Einar Sigfússon.
3. Sigurbjörg Sigþórsdóttir, f. 6. janúar 1953 á Reynifelli. Fyrrum maður hennar Guðjón Örn Vopnfjörð Aðalsteinsson.
4. Sveinn Valþór Sigþórsson, f. 3. mars 1956. Kona
hans Baldvina Sverrisdóttir.
5. Einar Sigþórsson, f. 22. mars 1962. Fyrrum kona hans Ólafía Ósk Sigurðardóttir.
6. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, f. 26. október 1966. Maður hennar Tryggvi Ársælsson.
Erla var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim frá Reykjavík til Eyja hálfs árs gömul, bjó með þeim á Reynifelli við Vesturvegi 15b.
Hún varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum.
Erla vann með heimilinu við fiskiðnað, á launadeild Bæjarins, á Pósthúsinu í Eyjum og í Ólafsvík .
Þau Yngvi Geir giftu sig 1969, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Bröttugötu 13 til Goss, síðar á Hrauntúni, í Ólafsvík 1987-1990, og búa nú á Hásteinsvegi 27.
I. Maður Erlu Fannýjar, (27. desember 1969), er Yngvi Geir Skarphéðinsson frá Hamri við Skólaveg 33, skipstjóri, f. 18. október 1948.
Börn þeirra:
1. Svanhvít Yngvadóttir kennari, hárgreiðslumeistari, f. 15. ágúst 1967. Maður hennar Agnar Guðnason.
2. Valgerður Yngvadóttir rafmagnstæknifræðingur frá Danmörku, vinnur hjá Álverinu í Reyðarfirði, f. 23. nóvember 1968. Sambýlismaður hennar Kári Elvar Arnórsson.
3. Skarphéðinn Yngvason brunavörður á Keflavíkurflugvelli, f. 24. apríl 1971. Kona hans Anna Sedorowicz, pólskrar ættar.
4. Fanný Yngvadóttir grunnskólakennari, leikskólakennari í Hafnarfirði, f. 18. maí 1978. Maður hennar Kristján Þórarinsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Erla og Yngvi.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
- Vestfirzkar ættir. Arnardalsætt – Eyrardalsætt. Ari Gíslason og V.B. Valdimarsson. V.B. Valdimarsson 1959-1968.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.