„Ingólfur Guðjónsson (Skaftafelli)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 3: Lína 3:


----
----
'''Ingólfur Guðjónsson''' fæddist í Vestmannaeyjum 15. júlí 1913 og ólst upp á [[Skaftafell]]i. Hann andaðist á heimili sínu 23. janúar 1999. Foreldrar hans voru [[Guðjón Hafliðason]] og [[Halldóra Þórólfsdóttir]]. Ingólfur átti tíu systkini og var hann elstur í þeim systkinahópi. Hin eru: Trausti, Guðbjörg, Auður, Haraldur, Rebekka, Elísabet, Óskar, Anna, Ester og Hafliði. Hinn 20. nóvember 1943 kvæntist Ingólfur [[Jóhanna Hjartardóttir|Jóhönnu Hjartardóttur]] frá Saurum í Laxárdal, f. 24.8. 1911, d. 27.12. 1998. Ingólfur og Jóhanna eignuðust tvo syni, átta barnabörn og átta barnabarnabörn. Synir þeirra eru Hjörtur Ásgeir, f. 1945, og [[Jóhannes Esra Ingólfsson|Jóhannes Esra]], f. 1948.  
'''Ingólfur Guðjónsson''' fæddist í Vestmannaeyjum 15. júlí 1913 og ólst upp á [[Skaftafell]]i. Hann andaðist á heimili sínu 23. janúar 1999. Foreldrar hans voru [[Guðjón Hafliðason]] og [[Halldóra Þórólfsdóttir]]. Ingólfur átti tíu systkini og var hann elstur í þeim systkinahópi. Hin eru: Trausti, Guðbjörg, Auður, Haraldur, Rebekka, Elísabet, Óskar, Anna, Ester og Hafliði. Hinn 20. nóvember 1943 kvæntist Ingólfur [[Jóhanna Hjartardóttir (Lukku)|Jóhönnu Hjartardóttur]] frá Saurum í Laxárdal, f. 24.8. 1911, d. 27.12. 1998. Ingólfur og Jóhanna eignuðust tvo syni, átta barnabörn og átta barnabarnabörn. Synir þeirra eru Hjörtur Ásgeir, f. 1945, og [[Jóhannes Esra Ingólfsson|Jóhannes Esra]], f. 1948.  


Ingólfur og Jóhanna bjuggu lengst af í [[Lukka|Lukku]] í Vestmannaeyjum en fluttu til Reykjavíkur í [[Heimaeyjargosið|gosinu]] 1973. Í Vestmannaeyjum vann Ingólfur í [[Lifrarsamlagið|Lifrarsamlaginu]], síðan sneri hann sér að hænsnabúskap og garðrækt. Er til Reykjavíkur kom vann hann sem baðvörður í Laugarnesskóla þar til hann hætti störfum vegna aldurs.
Ingólfur og Jóhanna bjuggu lengst af í [[Lukka|Lukku]] í Vestmannaeyjum en fluttu til Reykjavíkur í [[Heimaeyjargosið|gosinu]] 1973. Í Vestmannaeyjum vann Ingólfur í [[Lifrarsamlag Vestmannaeyja|Lifrarsamlaginu]], síðan sneri hann sér að hænsnabúskap og garðrækt. Er til Reykjavíkur kom vann hann sem baðvörður í Laugarnesskóla þar til hann hætti störfum vegna aldurs.


=Frekari umfjöllun=
=Frekari umfjöllun=

Útgáfa síðunnar 30. október 2019 kl. 14:32

Ingólfur

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Ingólfur Guðjónsson


Ingólfur Guðjónsson fæddist í Vestmannaeyjum 15. júlí 1913 og ólst upp á Skaftafelli. Hann andaðist á heimili sínu 23. janúar 1999. Foreldrar hans voru Guðjón Hafliðason og Halldóra Þórólfsdóttir. Ingólfur átti tíu systkini og var hann elstur í þeim systkinahópi. Hin eru: Trausti, Guðbjörg, Auður, Haraldur, Rebekka, Elísabet, Óskar, Anna, Ester og Hafliði. Hinn 20. nóvember 1943 kvæntist Ingólfur Jóhönnu Hjartardóttur frá Saurum í Laxárdal, f. 24.8. 1911, d. 27.12. 1998. Ingólfur og Jóhanna eignuðust tvo syni, átta barnabörn og átta barnabarnabörn. Synir þeirra eru Hjörtur Ásgeir, f. 1945, og Jóhannes Esra, f. 1948.

Ingólfur og Jóhanna bjuggu lengst af í Lukku í Vestmannaeyjum en fluttu til Reykjavíkur í gosinu 1973. Í Vestmannaeyjum vann Ingólfur í Lifrarsamlaginu, síðan sneri hann sér að hænsnabúskap og garðrækt. Er til Reykjavíkur kom vann hann sem baðvörður í Laugarnesskóla þar til hann hætti störfum vegna aldurs.

Frekari umfjöllun

Ingólfur Guðjónsson frá Skaftafelli, verkamaður, garðyrkju- og hænsnabóndi, baðvörður fæddist 25. júlí 1913 á Brekku og lést 23. janúar 1999.
Foreldrar hans voru Guðjón Hafliðason frá Fjósum í Mýrdal, bátsformaður, útgerðarmaður á Skaftafelli, f. 8. júní 1889, d. 13. júlí 1963, og kona hans Halldóra Kristín Þórólfsdóttir frá Hólmaseli í Flóa, Árn., húsfreyja, f. 10. júlí 1893, d. 10. janúar 1985.

ctr


Börnin á Skaftafelli.

Börn Halldóru Kristínar og Guðjóns:
1. Ingólfur Guðjónsson í Lukku, verkamaður, hænsna- og garðyrkjubóndi, baðvörður, f. 15. júlí 1913 á Brekku, d. 23. janúar 1999. Kona hans Jóhanna Hjartardóttir.
2. Trausti Guðjónsson húsasmíðameistari, 13. ágúst 1915 á Eyjarhólum, d. 2. desember 2008. Kona hans var Ragnheiður Jónsdóttir.
3. Guðbjörg Guðjónsdóttir húsfreyja, trúboði, f. 26. des. 1916, d. 14. sept. 2007. Maður hennar var Jónas Skarphéðinn Jakobsson.
4. Auður Guðjónsdóttir húsfreyja á Ísafirði, f. 7. apríl 1918, d. 30. maí 2001. Maður hennar var Höskuldur Árnason.
5. Haraldur Guðjónsson verslunarmaður, verkstjóri, forstöðumaður, f. 12. des. 1920, d. 23. nóv. 1993. Fyrri kona hans var Pálína Pálsdóttir. Síðari kona Hertha Haag, sænskrar ættar.
6. Rebekka Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 23. mars 1923, d. 21. jan. 1944. Maður hennar Gunnar Davíðsson.
7. Elísabet Guðjónsdóttir Cortes, f. 5. mars 1926, d. 1. september 2015. Maður hennar var Thor Emanuel Cortes.
8. Óskar Guðjónsson verkamaður, f. 25. desember 1927. Kona hans Anna Jónsdóttir.
9. Anna Guðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 10. nóv. 1929, d. 23. ágúst 2011. Maður hennar Garðar Ragnarsson.
10. Ester Guðjónsdóttir, f. 4. apríl 1934, d. 2. desember 2012. Maður hennar Benedikt Frímannsson.
11. Hafliði Guðjónsson, f. 21. apríl 1936. Kona hans Gyða Þórarinsdóttir.

Ingólfur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann stundaði verkamannastörf, varð starfsmaður Lifrarsamlagsins.
Eftir flutning að Lukku 1950, stunduðu hjónin garð- og hænsnarækt.
Þau Jóhanna giftu sig 1943 í Dómkirkjunni í Reykjavík, eignuðust tvö börn.
Þau bjuggu á Vestmannabraut 76 í fyrstu, síðan á Eyjarhólum, sem þau eignuðust. Þau fluttu að Lukku á Strembu 1950 og bjuggu þar til Goss.
Þá fluttust þau til Reykjavíkur, keyptu íbúð í Ljósheimum. Síðar keyptu þau litla íbúð á Dalsbraut 20 þar sem þau bjuggu síðast. Ingólfur var baðvörður við Laugarnesskóla til starfsloka.
Jóhanna lést 1998 og Ingólfur 1999.

I. Kona Ingólfs, (20. nóvember 1943), var Jóhanna Hjartardóttir frá Saurum í Laxárdal í Dalasýslu, húsfreyja, f. 24. ágúst 1911, d. 27. desember 1998.
Börn þeirra:
1. Hjörtur Ásgeir Ingólfsson vélvirki í Hafnarfirði, f. 29. maí 1945. Kona hans var Margrét Jónfríður Helgadóttir, látin.
2. Jóhannes Esra Ingólfsson plötu- og ketilsmiður, f. 7. október 1948, d. 23. júlí 2009. Fyrri kona hans er Bára Guðmundsdóttir. Síðari kona hans er Guðný Anna Tórshamar.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.


Myndir