Jóhannes Esra Ingólfsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Esra, eins og hann er jafnan kallaður.

Jóhannes Esra Ingólfsson fæddist 17. október 1948 og lést 23. júlí 2009. Hann er sonur hjónanna Ingólfs Guðjónssonar frá Skaftafelli og Jóhönnu Hjartardóttur. Bróðir Esra er Hjörtur Ásgeir.

Esra kvæntist 14. apríl 1968 Báru Jóneyju Guðmundsdóttur, f. 1946. Esra og Bára slitu samvistum. Börn þeirra eru: Ása Svanhvít f. 1966, Guðmundur Ingi f. 1973, Ingólfur f. 1976, og Bryndís f. 1981.

Esra kvæntist 12. maí 2007 Guðnýju Önnu Tórshamar, f. 1953. Dóttir þeirra er Írena Dís, f. 1991,

Esra lauk iðnskólaprófi 1969 og vann við plötu- og ketilsmíði í Vélsmiðjunni Magna fram að gosi, 1973. Þá starfaði Esra í Álverinu í Straumsvík áður en hann flutti aftur til Eyja eftir gos og vann þar að lagningu fyrir Rafveitu Vestmannaeyja. Esra stundaði sjómennsku í mörg ár og starfaði einnig sem kjötiðnaðarmaður og á þeim tíma stofnaði hann og rak fyrirtækið Kofareyking. Eftir þetta fór hann aftur á sjó og vann þar eins lengi og heilsan leyfði. Esra var virkur meðlimur í veiðifélagi Elliðaeyinga, var í Kirkjukór Landakirkju og meðlimur Gídeon-félagsins. Einnig starfaði Esra í Slökkviliði Vestmannaeyja í mörg ár.

Sagan „Milljarðamæringar frá Texas“ fjallar um úteyjaævintýri Esra og félaga.