„Alfreð Þorgrímsson“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 37: | Lína 37: | ||
Börn þeirra:<br> | Börn þeirra:<br> | ||
1. [[Guðni Alfreðsson (prófessor)|Guðni Ágúst Alfreðsson]] örverufræðingur, prófessor við H.Í, f. 6. mars 1942 í Bræðraborg. Kona hans er Guðrún Sigríður Þórarinsdóttir.<br> | 1. [[Guðni Alfreðsson (prófessor)|Guðni Ágúst Alfreðsson]] örverufræðingur, prófessor við H.Í, f. 6. mars 1942 í Bræðraborg. Kona hans er Guðrún Sigríður Þórarinsdóttir.<br> | ||
2. [[Alda Alfreðsdóttir (Ártúni)|Alda Alfreðsdóttir]] fulltrúi og gjaldkeri hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, f. 12. apríl 1956 í Ártúni. Maður hennar er Ragnar Ólafsson. | 2. [[Alda Alfreðsdóttir (Ártúni)|Alda Alfreðsdóttir]] húsfreyja, nam við Póst- og símaskólann, fulltrúi og gjaldkeri hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, f. 12. apríl 1956 í Ártúni. Maður hennar er Ragnar Ólafsson. | ||
{{Heimildir| | {{Heimildir| | ||
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]]. | *Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]]. |
Núverandi breyting frá og með 20. apríl 2019 kl. 19:24
Alfreð Bachmann Þorgrímsson fæddist 23. nóvember 1914 og lést 25. ágúst 1978.
Hann var vélstjóri á Rafstöðinni. Hann bjó í Ártúni við Vesturveg 20.
Eiginkona Alfreðs var Sigríður Jósafatsdóttir.
Frekari umfjöllun
Alfreð Bachmann Þorgrímsson frá Húsadal, vélstjóri, afgreiðslumaður fæddist 23. nóvember 1914 að Háamúla í Fljótshlíð og lést 25. ágúst 1978.
Foreldrar hans voru Ágúst Þorgrímur Guðmundsson verkamaður, sjómaður í Húsadal, síðar í Bræðraborg, f. 16. ágúst 1892 að Háamúla í Fljótshlíð, d. 6. febrúar 1966, og kona hans Guðný Pálsdóttir húsfreyja, f. 2. nóvember 1891 að Hlíðarenda í Fljótshlíð, d. 19. júlí 1959.
Börn Guðnýjar og Þorgríms:
1. Alfreð Bachmann Þorgrímsson vélstjóri, afgreiðslumaður, f. 23. nóvember 1914 að Háamúla í Fljótshlíð, d. 25. ágúst 1978.
2. Laufey Þorgrímsdóttir í Kópavogi, f. 17. október 1915, d. 15. júlí 1981. Maður hennar var Sigurður Hermann Agnar Jónsson, f. 2. nóvember 1905, d. 31. maí 1975.
3. Sigurður Ágústsson bóndi í Borgarkoti á Skeiðum, f. 22. september 1916 að Háamúla í Fljótshlíð, d. 13. janúar 1988.
4. Margrét Ágústa Ágústsdóttir ráðskona í Reykjavík, f. 14. nóvember 1918 á Ormsvelli í Hvolhreppi, d. 11. júlí 2008.
5. Þuríður Ágústsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 12. nóvember 1920 á Ormsvelli, Hvolhreppi, d. 22. desember 1992.
6. Sigríður Þorgrímsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 29. október 1921 á Ormsvelli í Hvolhreppi, d. 3. maí 1993. Maður hennar var Sölvi Ólafsson.
7. Hulda Ágústsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 6. október 1922 á Sólbrekku, d. 20. júlí 1984.
8. Valgerður Oddný Ágústsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 22. apríl 1924 í Húsadal, d. 7. júlí 2012.
9. Andvana drengur, f. 26. mars 1926 í Húsadal.
10. Einar Ágústsson bifreiðastjóri, f. 13. apríl 1927 í Húsadal, d. 18. september 1984.
11. Sveinbjörg Þorgrímsdóttir verkakona, f. 28. júní 1929 í Húsadal, d. 20. ágúst 1949.
12. Svanhvít Þorgrímsdóttir
húsfreyja í Reykjavík, borgarstarfsmaður, f. 21. september 1930 í Húsadal, d. 1. október 1989.
13. Andvana stúlka, f. 7. nóvember 1933 í Húsadal.
14. Hallgrímur Þorgrímsson strætisvagnastjóri í Reykjavík, f. 26. desember 1936 í Húsadal, d. 3. maí 2011.
Alfreð var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim í Hvolhrepp og til Eyja 1922, bjó hjá þeim í Húsadal og síðan í Bræðraborg.
Hann hóf sjómennsku á unglingsaldri, tók ungur vélstjórapróf, og stundaði vélstjórn til sjós meðan heilsa hans leyfði, en varð síðan starfsmaður Rafstöðvarinnar í 20 ár. Síðustu starfsár sín var hann afgreiðslumaður í Áfengisversluninni í Eyjum.
Hann var virkur í félagsmálum vélstjóra, sat í stjórn félagsins og vann m.a. að aukinni menntun vélstjóra.
Alfreð stundaði tómstundabúskap með sauðfé.
Þau Sigríður Björg bjuggu í Bræðraborg við fæðingu Guðna 1942. Þau bjuggu á Sólheimum 1945 og enn 1949, en voru komin í Ártún, Vesturveg 20 1953 og bjuggu þar til dánardægurs.
Sigríður Björg lést 1977 og Alfreð 1978.
I. Kona Alfreðs var Sigríður Björg Jósafatsdóttir frá Þistilfirði, húsfreyja, f. 18. október 1912, d. 6. janúar 1977.
Börn þeirra:
1. Guðni Ágúst Alfreðsson örverufræðingur, prófessor við H.Í, f. 6. mars 1942 í Bræðraborg. Kona hans er Guðrún Sigríður Þórarinsdóttir.
2. Alda Alfreðsdóttir húsfreyja, nam við Póst- og símaskólann, fulltrúi og gjaldkeri hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, f. 12. apríl 1956 í Ártúni. Maður hennar er Ragnar Ólafsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.