Guðni Alfreðsson (prófessor)

Guðni Ágúst Alfreðsson örverufræðingur, prófessor fæddist 6. mars 1942 í Bræðraborg við Njarðarstíg 3.
Foreldrar hans voru Alfreð Bachmann Þorgrímsson vélstjóri, afgreiðslumaður, f. 23. nóvember 1914 að Háamúla í Fljótshlíð, d. 25 ágúst 1978, og kona hans Sigríður Björg Jósafatsdóttir húsfreyja, f. 18. október 1912 í Þistilfirði, d. 6. janúar 1977.
Börn Sigríðar og Alfreðs:
1. Guðni Ágúst Alfreðsson örverufræðingur, prófessor við H.Í, f. 6. mars 1942 í Bræðraborg. Kona hans er Guðrún Sigríður Þórarinsdóttir.
2. Alda Alfreðsdóttir húsfreyja á Selfossi, fulltrúi og gjaldkeri hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, f. 12. apríl 1956 í Ártúni. Maður hennar er Ragnar Ólafsson.
Guðni var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum 1958, varð stúdent í M.R. 1962. Hann lauk B.Sc. námi í líffræði, mastersnámi og að lokum doktorsnámi.
Guðni var stundakennari í verkfræði- og raunvísindadeild H.Í. 1972-1973, dósent frá 1973, síðan prófessor.
I. Kona Guðna, (27. október 1962), er Guðrún Sigríður Þórarinsdóttir úr Reykjavík, húsfreyja, kennari, f. 29. nóvember 1941. Foreldrar hennar voru Einbergur Þórarinn Sigmundsson úr Reykjavík, mjólkurfræðingur, f. 25. júlí 1917, d. 25. febrúar 1956, og kona hans Ingibjörg Björnsdóttir frá Auðkúlu í Svínavatnshreppi, Hún., f. 20. september 1914, d. 13. maí 1977.
Börn þeirra:
1. Þórarinn Guðnason, f. 14. september 1964.
2. Hrafnkell Guðnason, 25. júní 1967.
3. Ingi Björn Guðnason, f. 29. nóvember 1978.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Guðni.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.