Alda Alfreðsdóttir (Ártúni)
Alda Alfreðsdóttir, húsfreyja, nam við Póst- og símaskólann, var fulltrúi og gjaldkeri hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, fæddist 12. apríl 1956 í Ártúni við Vesturveg 20.
Foreldrar hennar voru Alfreð Bachmann Þorgrímsson vélstjóri, afgreiðslumaður, f. 23. nóvember 1914 að Háamúla í Fljótshlíð, d. 25 ágúst 1978, og kona hans Sigríður Björg Jósafatsdóttir húsfreyja, f. 18. október 1912 í Þistilfirði, d. 6. janúar 1977.
Börn Sigríðar og Alfreðs:
1. Guðni Ágúst Alfreðsson örverufræðingur, prófessor við H.Í, f. 6. mars 1942 í Bræðraborg. Kona hans er Guðrún Sigríður Þórarinsdóttir.
2. Alda Alfreðsdóttir húsfreyja á Selfossi, fulltrúi og gjaldkeri hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, f. 12. apríl 1956 í Ártúni. Maður hennar er Ragnar Ólafsson.
Alda eignaðist barn með Ragnari Ragnarssyni 1973.
Þau Ragnar Ólafsson giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau búa á Selfossi.
I. Barnsfaðir Öldu er Ragnar Gunnsteinn Ragnarsson, f. 12. janúar 1954, d. 8. janúar 2009.
Barn þeirra:
1. Alfreð Ragnar Ragnarsson, f. 27. janúar 1973.
II. Maður Öldu er Ragnar Ólafsson, frá Ísafirði, skrifstofustjóri hjá sýslumanninum á Selfossi, f. 3. nóvember 1946. Foreldrar hans Ólafur Guðmundur Elís Sigurðsson, f. 14. nóvember 1907, d. 6. júní 1974, og Guðrún Ólína Sumarliðadóttir, f. 20. nóvember 1911, d. 27. febrúar 1986.
Börn þeirra:
1. Ólafur Grétar Ragnarsson, f. 24. febrúar 1979.
2. Sandra Silfá Ragnarsdóttir, f. 23. febrúar 1992.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.