Sigurður Ágústsson (Borgarkoti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigurður Ágústsson.

Sigurður Ágústsson frá Húsadal, bóndi í Borgarkoti á Skeiðum, Árn. fæddist 22. september 1916 að Háamúla í Fljótshlíð og lést 18. janúar 1988.
Foreldrar hans voru Ágúst Þorgrímur Guðmundsson verkamaður, sjómaður í Húsadal, síðar í Bræðraborg, f. 16. ágúst 1892 að Háamúla í Fljótshlíð, d. 6. febrúar 1966, og kona hans Guðný Pálsdóttir húsfreyja, f. 2. nóvember 1891 að Hlíðarenda í Fljótshlíð, d. 19. júlí 1959.

Börn Guðnýjar og Þorgríms:
1. Alfreð Bachmann Þorgrímsson vélstjóri, afgreiðslumaður, f. 23. nóvember 1914 að Háamúla í Fljótshlíð, d. 25. ágúst 1978.
2. Laufey Þorgrímsdóttir í Kópavogi, f. 17. október 1915, d. 15. júlí 1981. Maður hennar var Sigurður Hermann Agnar Jónsson, f. 2. nóvember 1905, d. 31. maí 1975.
3. Sigurður Ágústsson bóndi í Borgarkoti á Skeiðum, f. 22. september 1916 að Háamúla í Fljótshlíð, d. 13. janúar 1988.
4. Margrét Ágústa Ágústsdóttir ráðskona í Reykjavík, f. 14. nóvember 1918 á Ormsvelli í Hvolhreppi, d. 11. júlí 2008.
5. Þuríður Ágústsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 12. nóvember 1920 á Ormsvelli, Hvolhreppi, d. 22. desember 1992.
6. Sigríður Þorgrímsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 29. október 1921 á Ormsvelli í Hvolhreppi, d. 3. maí 1993. Maður hennar var Sölvi Ólafsson.
7. Hulda Ágústsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 6. október 1922 á Sólbrekku, d. 20. júlí 1984.
8. Valgerður Oddný Ágústsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 22. apríl 1924 í Húsadal, d. 7. júlí 2012.
9. Andvana drengur, f. 26. mars 1926 í Húsadal.
10. Einar Ágústsson bifreiðastjóri, f. 13. apríl 1927 í Húsadal, d. 18. september 1984.
11. Sveinbjörg Þorgrímsdóttir verkakona, f. 28. júní 1929 í Húsadal, d. 20. ágúst 1949.
12. Svanhvít Þorgrímsdóttir húsfreyja í Reykjavík, borgarstarfsmaður, f. 21. september 1930 í Húsadal, d. 1. október 1989.
13. Andvana stúlka, f. 7. nóvember 1933 í Húsadal.
14. Hallgrímur Þorgrímsson strætisvagnastjóri í Reykjavík, f. 26. desember 1936 í Húsadal, d. 3. maí 2011.

Sigurður var með foreldrum sínum í Fljótshlíð og fluttist með þeim til Eyja 1922, var með þeim á Sólbrekku í lok ársins.
Hann fór til Fljótshlíðar á næsta ári, var þar í fóstri hjá föðurforeldrum sínum í Háamúla þeim Margréti Jónsdóttur og Guðmundi Jónssyni, síðar vinnumaður í Árkvörn, en stundaði vetrarvertíðar í Eyjum.
Þau Ingibjörg eignuðust jörðina Borgarkot á Skeiðum og bjuggu þar síðan.

I. Sambýliskona Sigurðar var Ingibjörg Pálsdóttir frá Kirkjulæk í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 14. október 1915, d. 5. maí 2008. Foreldrar hennar voru Páll Jónsson bóndi, f. 5. september 1889, d. 5. febrúar 1919, og kona hans Ingibjörg Þórðardóttir húsfreyja, f. 12. ágúst 1886, d. 12. júní 1972.
Barn Ingibjargar með Sveini Guðmundssyni:
1. Þórunn Ásta Sveinsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 29. september 1943.
Barn hjónanna:
2. Jón Sigurðsson bóndi í Borgarkoti, síðar á Efri-Úlfsstöðum í A-Landeyjum, f. þar 14. mars 1956. Barnsmóðir Jóns: Ragnhild Kelvik. Sambýliskonur: 1. Hafdís Skjóldal, 2. Jórunn Helena Jónsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Fjóla.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 23. janúar 1988 og 17. maí 2008. Minningar hjónanna.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.