Þuríður Ágústsdóttir (Húsadal)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Þuríður Ágústsdóttir frá Húsadal, húsfreyja í Keflavík og Reykjavík, fæddist 12. nóvember 1920 á Ormsvelli í Hvolhreppi og lést 22. desember 1992.
Foreldrar hennar voru Ágúst Þorgrímur Guðmundsson verkamaður, sjómaður í Húsadal, síðar í Bræðraborg, f. 16. ágúst 1892 að Háamúla í Fljótshlíð, d. 6. febrúar 1966, og kona hans Guðný Pálsdóttir húsfreyja, f. 2. nóvember 1891 að Hlíðarenda í Fljótshlíð, d. 19. júlí 1959.

Börn Guðnýjar og Þorgríms:
1. Alfreð Bachmann Þorgrímsson vélstjóri, afgreiðslumaður, f. 23. nóvember 1914 að Háamúla í Fljótshlíð, d. 25. ágúst 1978.
2. Laufey Þorgrímsdóttir í Kópavogi, f. 17. október 1915, d. 15. júlí 1981. Maður hennar var Sigurður Hermann Agnar Jónsson, f. 2. nóvember 1905, d. 31. maí 1975.
3. Sigurður Ágústsson bóndi í Borgarkoti á Skeiðum, f. 22. september 1916 að Háamúla í Fljótshlíð, d. 13. janúar 1988.
4. Margrét Ágústa Ágústsdóttir ráðskona í Reykjavík, f. 14. nóvember 1918 á Ormsvelli í Hvolhreppi, d. 11. júlí 2008.
5. Þuríður Ágústsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 12. nóvember 1920 á Ormsvelli, Hvolhreppi, d. 22. desember 1992.
6. Sigríður Þorgrímsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 29. október 1921 á Ormsvelli í Hvolhreppi, d. 3. maí 1993. Maður hennar var Sölvi Ólafsson.
7. Hulda Ágústsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 6. október 1922 á Sólbrekku, d. 20. júlí 1984.
8. Valgerður Oddný Ágústsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 22. apríl 1924 í Húsadal, d. 7. júlí 2012.
9. Andvana drengur, f. 26. mars 1926 í Húsadal.
10. Einar Ágústsson bifreiðastjóri, f. 13. apríl 1927 í Húsadal, d. 18. september 1984.
11. Sveinbjörg Þorgrímsdóttir verkakona, f. 28. júní 1929 í Húsadal, d. 20. ágúst 1949.
12. Svanhvít Þorgrímsdóttir húsfreyja í Reykjavík, borgarstarfsmaður, f. 21. september 1930 í Húsadal, d. 1. október 1989.
13. Andvana stúlka, f. 7. nóvember 1933 í Húsadal.
14. Hallgrímur Þorgrímsson bifreiðastjóri, strætisvagnastjóri í Reykjavík, f. 26. desember 1936 í Húsadal, d. 3. maí 2011.

Þuríður var með foreldrum sínum í æsku, með þeim á Ormsvelli, fluttist með þeim að Sólbrekku, Húsadal og Bræðraborg.
Hún fluttist til lands, giftist Gunnari Skapta, eignaðist fjögur börn. Þau bjuggu í Reykjavík í fyrstu, fluttist til Keflavíkur 1951 og bjuggu þar í 12 ár, en fluttist þá til Reykjavíkur og bjuggu þar síðan.
Gunnar Skapti lést 1991 og Þuríður 1992.

I. Maður Þuríðar, (4. september 1943), var Gunnar Skapti Kristjánsson frá Sigríðarstöðum í Fnjóskadal í S-Þing, áætlunarbifreiðastjóri, síðan leigubifreiðastjóri hjá Hreyfli, f. 10. desember 1912, d. 23. september 1991. Foreldrar hans voru Kristján Benedikt Skúlason bóndi, síðar á Akureyri, f. 24. ágúst 1868, d. 30. nóvember 1934, og kona hans Unnur Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 6. maí 1872, d. 20. september 1928.
Börn þeirra:
1. Jóhann Kristinn Skaptason, f. 24. nóvember 1943, lést af slysförum 18. nóvember 1947.
2. Guðný Ágústa Skaptadóttir Fisher, húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 30. maí 1945. Maður hennar er Frank Wesley Fisher.
3. Grétar Guðmar Skaptason hljóðfæraleikari, sjómaður, f. 30. maí 1945, fórst með vb. Ver 1. mars 1979.
4. Sveinbjörg Gunnarsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 19. september 1950. Fyrri maður hennar var Jón Sigurðsson, síðari maður er Heiðar Breiðfjörð.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Fjóla.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 1. október 1991. Minning Gunnars Skapta.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.