Guðný Pálsdóttir (Húsadal)
Guðný Pálína Pálsdóttir húsfreyja fæddist 2. nóvember 1891 að Hlíðarenda í Fljótshlíð og lést 19. júlí 1959.
Foreldrar hennar voru Páll Jónsson, þá bóndi í Kumla á Rangárvöllum, f. 3. júlí 1833 í Koti þar og Þuríður Jónsdóttir vinnukona, f. 12. september 1854, d. 17. júní 1954.
Bróðir Guðnýjar, samfeðra, var Eiríkur Pálsson bóndi í Krókatúni á Rangárvöllum, síðar í Varmahlíð, f. 16. apríl 1866 í Koti á Rangárvöllum, d. 19. mars 1954 í Eyjum.
Börn Eiríks og konu hans Þuríðar Magnúsdóttur húsfreyju, í Eyjum:
1. Pálína húsfreyja í Varmahlíð, f. 10. apríl 1895, d.13. janúar 1983, Kona Ágústs Jónssonar.
2. Sólrún húsfreyja, kona Ármanns Jónssonar, f. 16. febr. 1899, d. 10. jan. 1989.
3. Magnús öryrki, f. 2. maí 1902, d. 26. sept. 1960.
Guðný var niðursetningur í Ormskoti 1901, kom að Arngeirsstöðum í Hlíðarendasókn 1910 og var þar vinnukona.
Þau Þorgrímur giftu sig 1916, eignuðust þrjú börn að Háamúla í Fljótshlíð, bjuggu á Ormsvelli í Hvolhreppi 1918, eignuðust þar þrjú börn.
Þau fluttust til Eyja 1922 með fimm börn, en tvö urðu eftir í fóstri.
Fyrsta árið bjuggu þau á Sólbrekku, en 1923 voru þau komin í Húsadal, eignuðust þar sjö börn, en tvö þeirra fæddust andvana.
Þau voru komin í Bræðraborg 1940 og voru þar enn 1949.
Síðustu ár sín voru þau með Alfreð syni sínum í Ártúni við Vesturveg.
Guðný Pálína lést 1959 og Ágúst Þorgrímur 1966.
I. Maður Guðnýjar Pálínu, (1916), var Ágúst Þorgrímur Guðmundsson sjómaður, verkamaður, f. 16. ágúst 1892 að Háamúla í Fljótshlíð, d. 6. febrúar 1966.
Börn þeirra:
1. Alfreð Bachmann Þorgrímsson vélstjóri, afgreiðslumaður, f. 23. nóvember 1914 að Háamúla í Fljótshlíð, d. 25. ágúst 1978.
2. Laufey Þorgrímsdóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 17. október 1915, d. 15. júlí 1981. Maður hennar var Sigurður Hermann Agnar Jónsson, f. 2. nóvember 1905, d. 31. maí 1975.
3. Sigurður Ágústsson bóndi í Borgarkoti á Skeiðum, f. 22. september 1916 að Háamúla í Fljótshlíð, d. 13. janúar 1988.
4. Margrét Ágústa Ágústsdóttir ráðskona í Reykjavík, f. 14. nóvember 1918 á Ormsvelli í Hvolhreppi, d. 11. júlí 2008.
5. Þuríður Ágústsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 12. nóvember 1920 á Ormsvelli, Hvolhreppi, d. 22. desember 1992.
6. Sigríður Þorgrímsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 29. október 1921 á Ormsvelli í Hvolhreppi, d. 3. maí 1993. Maður hennar var Sölvi Ólafsson.
7. Hulda Ágústsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 6. október 1922, d. 20. júlí 1984.
8. Valgerður Oddný Ágústsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 22. apríl 1924 í Húsadal, d. 7. júlí 2012.
9. Andvana drengur, f. 26. mars 1926 í Húsadal.
10. Einar Ágústsson bifreiðastjóri, f. 13. apríl 1927 í Húsadal, d. 18. september 1984.
11. Sveinbjörg Þorgrímsdóttir verkakona, f. 28. júní 1929 í Húsadal, d. 20. ágúst 1949.
12. Svanhvít Þorgrímsdóttir húsfreyja í Reykjavík, borgarstarfsmaður, f. 21. september 1930 í Húsadal, d. 1. október 1989.
13. Andvana stúlka, f. 7. nóvember 1933 í Húsadal.
14. Hallgrímur Þorgrímsson bifreiðastjóri, strætisvagnastjóri í Reykjavík, f. 26. desember 1936 í Húsadal, d. 3. maí 2011.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.