„Guðni Pálsson (Þingholti)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 41: | Lína 41: | ||
{{Æviskrár Víglundar Þórs}} | {{Æviskrár Víglundar Þórs}} | ||
[[Flokkur: Matsveinar]] | [[Flokkur: Matsveinar]] | ||
[[Flokkur: Starfsmenn öldrunarheimila]] | |||
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]] | [[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]] | ||
[[Flokkur: Fólk dáið á 21. öld]] | [[Flokkur: Fólk dáið á 21. öld]] |
Útgáfa síðunnar 18. febrúar 2020 kl. 18:23
Guðni Friðþjófur Pálsson frá Þingholti fæddist þar 30. september 1929 og lést 18. febrúar 2005.
Foreldrar hans voru Páll Sigurgeir Jónasson frá Brekku í Eskifirði, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 8. október 1900, d. 31. janúar 1951 og kona hans Þórsteina Jóhannsdóttir frá Brekku, húsfreyja, f. 22. janúar 1904 á Brekku, d. 23. nóvember 1991.
Börn Þórsteinu og Páls:
1. Bjarni Emil Pálsson sjómaður í Eyjum og Reykjavík, f. 8. september 1923 í Þingholti, d. 28. október 1983.
2. Jóhann Jónas Pálsson, f. 12. október 1924 í Þingholti, d. 27. nóvember 1925.
3. Jóhann Kristinn Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 20. ágúst 1926 í Þingholti, d. 4. október 2000.
4. Þórunn Pálsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 27. september 1928 í Þingholti.
5. Guðni Friðþjófur Pálsson matsveinn, kjötiðnaðarmaður, f. 30. september 1929 í Þingholti, d. 18. febrúar 2005.
6. Jón Kristinn Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, síðast á Seyðisfirði, f. 21. október 1930 í Þingholti, d. 25. desember 2004.
7. Margrét Pálsdóttir húsfreyja, matráðskona, f. 24. janúar 1932 í Þingholti, d. 5. febrúar 2014.
8. Kristín Pálsdóttir húsfreyja, f. 5. maí 1933 í Þingholti, d. 2. maí 2014.
9. Hulda Pálsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 1. júlí 1934 í Þingholti, d. 9. júlí 2000.
10. Sævald Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 27. desember 1936 í Þingholti.
11. Hlöðver Pálsson byggingameistari í Garðabæ, f. 15. apríl 1938 í Þingholti.
12. Birgir Rútur Pálsson matreiðslumeistari í Garðabæ, f. 5. júlí 1939 í Þingholti.
13. Þórsteina Pálsdóttir húsfreyja, f. 22. desember 1942 í Þingholti.
14. Emma Pálsdóttir húsfreyja, útgerðarstjóri, f. 10. apríl 1944 í Þingholti.
15. Andvana drengur, f. 7. desember 1946 í Þingholti.
16. Andvana stúlka, f. 19. nóvember 1948 í Þingholti.<br
Guðni var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð snemma matsveinn á fiskibátum, svo og á Drangajökli og Tungufossi. Hann starfrækti kjötvinnslu í Eyjum um fimmtán ára skeið, var matsveinn í Vinnslustöðinni, á farþegaskipinu Herjólfi og fiskiskipum og að síðust hjá dvalarheimilinu að Hraunbúðum.
Þau Ágústa giftu sig 1959, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu við Hilmisgötu 15 1957, við Búastaðabraut 1 við Gos, og við Smárgötu 34 síðar.
I. Kona Guðna Friþjófs, (3. október 1959), er Ágústa Guðmundsdóttir húsfreyja, kaupmaður, f. 5. janúar 1937 í Garðshorni.
Börn þeirra:
1. Hlöðver Sigurgeir Guðnason, f. , f. 23. febrúar 1957.
2. Ólafur Óskar Guðnason, f. 21. maí 1959.
3. Sigríður Ágústa Guðnadóttir, f. 25. september 1960.
4. Viktor Friðþjófur Guðnason, f. 6. júní 1965.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 26. febrúar 2005. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.