Hlöðver Pálsson (Þingholti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Hlöðver Pálsson.

Hlöðver Pálsson frá Þingholti, byggingameistari, húsasmiður fæddist þar 15. apríl 1938.
Foreldrar hans voru Páll Sigurgeir Jónasson frá Brekku í Eskifirði, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 8. október 1900, d. 31. janúar 1951 og kona hans Þórsteina Jóhannsdóttir frá Brekku, húsfreyja, f. 22. janúar 1904 á Brekku, d. 23. nóvember 1991.

Börn Þórsteinu og Páls:
1. Bjarni Emil Pálsson sjómaður í Eyjum og Reykjavík, f. 8. september 1923 í Þingholti, d. 28. október 1983.
2. Jóhann Jónas Pálsson, f. 12. október 1924 í Þingholti, d. 27. nóvember 1925.
3. Jóhann Kristinn Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 20. ágúst 1926 í Þingholti, d. 4. október 2000.
4. Þórunn Pálsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 27. september 1928 í Þingholti.
5. Guðni Friðþjófur Pálsson matsveinn, kjötiðnaðarmaður, f. 30. september 1929 í Þingholti, d. 18. febrúar 2005.
6. Jón Kristinn Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, síðast á Seyðisfirði, f. 21. október 1930 í Þingholti, d. 25. desember 2004.
7. Margrét Pálsdóttir húsfreyja, matráðskona, f. 24. janúar 1932 í Þingholti, d. 5. febrúar 2014.
8. Kristín Pálsdóttir húsfreyja, f. 5. maí 1933 í Þingholti, d. 2. maí 2014.
9. Hulda Pálsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 1. júlí 1934 í Þingholti, d. 9. júlí 2000.
10. Sævald Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 27. desember 1936 í Þingholti.
11. Hlöðver Pálsson byggingameistari í Garðabæ, f. 15. apríl 1938 í Þingholti.
12. Birgir Rútur Pálsson matreiðslumeistari í Garðabæ, f. 5. júlí 1939 í Þingholti.
13. Þórsteina Pálsdóttir húsfreyja, f. 22. desember 1942 í Þingholti.
14. Emma Pálsdóttir húsfreyja, útgerðarstjóri, f. 10. apríl 1944 í Þingholti.
15. Andvana drengur, f. 7. desember 1946 í Þingholti.
16. Andvana stúlka, f. 19. nóvember 1948 í Þingholti.

Hlöðver var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði húsgagnasmíði í Smið h.f., varð sveinn 1964 og síðar meistari.
Þeir mágar, Ólafur Gränz og hann stofnuðu verkstæði og unnu við það.
Hlöðver fór að Búrfelli í Þjórsárdal 1968 og vann við virkjunina. Síðar lærði hann húsasmíði og varð sveinn í greininni 1971, rak síðan verkstæði í Hafnarfirði og í Húsgagnahöllinni frá 1982.
Þau Sonja giftu sig 1960, eignuðust 7 börn. Sonja bjó í Jómsborg við giftingu 1960 og Hlöðver í Þingholti. Þau bjuggu í Skálholti- eldra, Landagötu 22 við fæðingu Geirs Sigurpáls 1964, Kirkjuvegi 26 við fæðingu Ástþórs 1966 og Vignis Þrastar 1967 og enn 1968.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1968, bjuggu á Hjarðarhaga 28 í tvö ár, en fluttu til Hafnarfjarðar, bjuggu þar á Sléttahrauni 29, en fluttust síðan að Grenilundi 5 í Garðabæ, í hús, sem þau höfðu byggt, og þar búa þau nú.

I. Kona Hlöðvers, (17. apríl 1960), er Sonja Margrét Ólafsdóttir Gränz frá Jómsborg, húsfreyja, f. 24. ágúst 1939 á Þingvöllum.
Börn þeirra:
1. Ólafur Ómar Hlöðversson trésmíðameistari, f. 28. nóvember 1959 í Eyjum. Barnsmóðir er María Sveinbjörg Viggósdóttir. Kona er Sigríður Thorsteinson.
2. Geir Sigurpáll Hlöðversson verkfræðingur, f. 3. janúar 1964 í Eyjum. Kona hans er Jóna Lind Sævarsdóttir.
3. Ástþór Hlöðversson matsveinn, f. 20. mars 1966 í Eyjum. Kona hans er Sigríður Helga Guðmundsdóttir.
4. Vignir Þröstur Hlöðversson matsveinn, f. 25. maí 1967 í Eyjum. Fyrri kona er Guðlaug Hrafnsdóttir. Síðari kona er Lilja Björk Hauksdóttir.
6. Hlöðver Hlöðversson verkfræðingur, f. 16. mars 1972 í Hafnarfirði. Kona hans er Margrét Perla Kolka Leifsdóttir.
7. Róbert Karl Hlöðversson vinnur við vörumerkingar hjá Samhentir, f. 12. október 1978 í Reykjavík. Kona hans er Erla María Árnadóttir.
8. Víóletta Ósk Hlöðversdóttir læknir, f. 18. nóvember 1979 í Reykjavík. Maður hennar er Sverrir Örn Gunnarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.