Sævald Pálsson (Þingholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sævald Pálsson.

Sævald Pálsson frá Þingholti, skipstjóri fæddist þar 27. desember 1936 og lést 26. ágúst 2023.
Foreldrar hans voru Páll Sigurgeir Jónasson frá Brekku í Eskifirði, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 8. október 1900, d. 31. janúar 1951 og kona hans Þórsteina Jóhannsdóttir frá Brekku, húsfreyja, f. 22. janúar 1904 á Brekku, d. 23. nóvember 1991.

Börn Þórsteinu og Páls:
1. Bjarni Emil Pálsson sjómaður í Eyjum og Reykjavík, f. 8. september 1923 í Þingholti, d. 28. október 1983.
2. Jóhann Jónas Pálsson, f. 12. október 1924 í Þingholti, d. 27. nóvember 1925.
3. Jóhann Kristinn Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 20. ágúst 1926 í Þingholti, d. 4. október 2000.
4. Þórunn Pálsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 27. september 1928 í Þingholti.
5. Guðni Friðþjófur Pálsson matsveinn, kjötiðnaðarmaður, f. 30. september 1929 í Þingholti, d. 18. febrúar 2005.
6. Jón Kristinn Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, síðast á Seyðisfirði, f. 21. október 1930 í Þingholti, d. 25. desember 2004.
7. Margrét Pálsdóttir húsfreyja, matráðskona, f. 24. janúar 1932 í Þingholti, d. 5. febrúar 2014.
8. Kristín Pálsdóttir húsfreyja, f. 5. maí 1933 í Þingholti, d. 2. maí 2014.
9. Hulda Pálsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 1. júlí 1934 í Þingholti, d. 9. júlí 2000.
10. Sævald Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 27. desember 1936 í Þingholti.
11. Hlöðver Pálsson byggingameistari í Garðabæ, f. 15. apríl 1938 í Þingholti.
12. Birgir Rútur Pálsson matreiðslumeistari í Garðabæ, f. 5. júlí 1939 í Þingholti.
13. Þórsteina Pálsdóttir húsfreyja, f. 22. desember 1942 í Þingholti.
14. Emma Pálsdóttir húsfreyja, útgerðarstjóri, f. 10. apríl 1944 í Þingholti.
15. Andvana drengur, f. 7. desember 1946 í Þingholti.
16. Andvana stúlka, f. 19. nóvember 1948 í Þingholti.

Sævald var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam vélstjórn og tók stýrimannapróf í Eyjum. Hann stundaði sjómennsku frá 16 ára aldri, byrjaði á sumarsíldveiðum á Helga Helgasyni VE, hefur verið háseti, vélamaður og skipstjóri frá 1963, með Berg II VE 44, (skráður síðar Katrín VE 47) frá 1965.
Þau Svava bjuggu fyrst í Hvíld, Faxastíg 14, á Boðaslóð 26 við giftingu 1959, en fluttust þá á Hólagötu 30 og bjuggu þar við upphaf Gossins 1973. Þau byggðu Hrauntún 46 og bjuggu þar lengi, en í Baldurshaga frá 2009.
Svava lést 2017.

I. Kona Sævalds, (17. maí 1959), var Svava Guðríður Friðgeirsdóttir húsfreyja, f. 4. júlí 1940 á Efra-Hvoli, Brekastíg 7c, d. 9. janúar 2017.
Börn þeirra:
1. Elías Geir Sævaldsson sjómaður, f. 30. janúar 1958. Kona hans er Anna Gerða Bjarnadóttir.
2. Sigurgeir Sævaldsson sjómaður, f. 30. júlí 1959. Kona hans er Lóa Hrund Sigurbjörnsdóttir
3. Grétar Þór Sævaldsson sjómaður, f. 24. júlí 1960. Kona hans er Kristný S. Tryggvadóttir.
4. Ásdís Sævaldsdóttir húsfreyja, fjármálastjóri, f. 5. ágúst 1962. Maður hennar er Hallgrímur Tryggvason.
5. Erna Sævaldsdóttir húsfreyja, f. 8. apríl 1967. Maður hennar er Gylfi Sigurjónsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 21. janúar 2017. Minning Svövu.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.