Ágústa Guðmundsdóttir (Saltabergi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ágústa Guðmundsdóttir frá Garðshorni, húsfreyja fæddist þar 5. janúar 1937 og lést 3. nóvember 2016.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Óskar Ólafsson frá Arnardrangi, f. 14. júní 1914, d. 18. mars 1981, og barnsmóðir hans Sigríður Haraldsdóttir frá Garðshorni, síðar húsfreyja á Saltabergi, f. 29. júní 1916, d. 17. febrúar 1993.
Fósturfaðir Ágústu var Jón Hlöðver Johnsen bankaritari m.m., f. 11. febrúar 1919, d. 10. júlí 1997.

Börn Sigríðar og manns hennar, Jóns Hlöðvers Johnsens:
1. Margrét Hlöðversdóttir Johnsen, fædd 7. nóvember 1942.
2. Sigríður Hlöðversdóttir Johnsen, fædd 28. júlí 1948.
3. Anna Svala Hlöðversdóttir Johnsen, f. 3. janúar 1955.
4. Haraldur Geir Hlöðversson, f. 24. júlí 1956.
5. Svava Björk Hlöðversdóttir Johnsen, f. 7. ágúst 1959.

Ágústa var með móður sinni í Garðshorni í æsku.
Hún fluttist með henni að Hásteinsvegi 9, er þau Hlöðver fóru að búa þar og síðan að Saltabergi.
Þau Guðni giftu sig 1959, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu við Hilmisgötu 15 1957, við Búastaðabraut 1 við Gos, og við Smárgötu 34 síðar.
Þau ráku verslunina Miðbæ.
Guðni lést 2005 og Ágústa 2016.

I. Maður Ágústu, (3. október 1959), var Guðni Pálsson frá ÞingholtI, matsveinn, f. 30. september 1929, d. 18. febrúar 2005.
Börn þeirra:
1. Hlöðver Sigurgeir Guðnason, f. 23. febrúar 1957.
2. Ólafur Óskar Guðnason, f. 21. maí 1959.
3. Sigríður Ágústa Guðnadóttir, f. 25. september 1960.
4. Viktor Friðþjófur Guðnason, f. 6. júní 1965.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.