Viktor Friðþjófur Guðnason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Viktor Friðþjófur Guðnason, sjómaður, stýrimaður fæddist 6. júní 1965 og lést 6. september 2018.
Foreldrar hans voru Guðni Friðþjófur Pálsson, frá Þingholti, matsveinn, kjötiðnaðarmaður, f. 30. september 1929, d. 18. febrúar 2005, og kona hans Ágústa Guðmundsdóttir, frá Garðshorni við Heimagötu 40, húsfreyja, f. 5. janúar 1937, d. 3. nóvember 2016.

Börn Ágústu og Guðna:
1. Hlöðver Sigurgeir Guðnason, f. 23. febrúar 1957.
2. Ólafur Óskar Guðnason, f. 21. maí 1959.
3. Sigríður Ágústa Guðnadóttir, f. 25. september 1960.
4. Viktor Friðþjófur Guðnason, f. 6. júní 1965.

Viktor lauk námi í Stýrimannaskólanum í Eyjum.
Hann var sjómaður, stýrimaður á Bergi VE.
Þau Hulda giftu sig 2009, eignuðust fjögur börn, bjuggu við Búastaðabraut 8. Þau skildu.
Viktor lést 2018.

I. Kona Viktors, (3. október 2009, skildu 2011), er Hulda Sumarliðadóttir, húsfreyja, verslunarmaður, f. 10. janúar 1971.
Börn þeirra:
1. Guðni Friðþjófur Viktorsson, f. 3. mars 2003.
2. Halldór Páll Viktorsson, f. 8. maí 2005.
3. Kristinn Freyr Viktorsson, f. 4. júní 2007.
4. Tómas Ingi Viktorsson, f. 24. júlí 2009.
Fósturbarn Viktors, barn Huldu:
5. Róbert Emil Aronsson, f. 7. september 1996.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.