Kristín Pálsdóttir (Þingholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Kristín Pálsdóttir.

Kristín Pálsdóttir frá Þingholti, húsfreyja fæddist þar 5. maí 1933 og lést 2. maí 2014.
Foreldrar hennar voru Páll Sigurgeir Jónasson frá Brekku í Eskifirði, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 8. október 1900, d. 31. janúar 1951 og kona hans Þórsteina Jóhannsdóttir frá Brekku, húsfreyja, f. 22. janúar 1904 á Brekku, d. 23. nóvember 1991. Börn Þórsteinu og Páls:
1. Bjarni Emil Pálsson sjómaður í Eyjum og Reykjavík, f. 8. september 1923 í Þingholti, d. 28. október 1983.
2. Jóhann Jónas Pálsson, f. 12. október 1924 í Þingholti, d. 27. nóvember 1925.
3. Jóhann Kristinn Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 20. ágúst 1926 í Þingholti, d. 4. október 2000.
4. Þórunn Pálsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 27. september 1928 í Þingholti.
5. Guðni Friðþjófur Pálsson matsveinn, kjötiðnaðarmaður, f. 30. september 1929 í Þingholti, d. 18. febrúar 2005.
6. Jón Kristinn Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, síðast á Seyðisfirði, f. 21. október 1930 í Þingholti, d. 25. desember 2004.
7. Margrét Pálsdóttir húsfreyja, matráðskona, f. 24. janúar 1932 í Þingholti, d. 5. febrúar 2014.
8. Kristín Pálsdóttir húsfreyja, f. 5. maí 1933 í Þingholti, d. 2. maí 2014.
9. Hulda Pálsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 1. júlí 1934 í Þingholti, d. 9. júlí 2000.
10. Sævald Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 27. desember 1936 í Þingholti.
11. Hlöðver Pálsson byggingameistari í Garðabæ, f. 15. apríl 1938 í Þingholti.
12. Birgir Rútur Pálsson matreiðslumeistari í Garðabæ, f. 5. júlí 1939 í Þingholti.
13. Þorsteina Pálsdóttir húsfreyja, f. 22. desember 1942 í Þingholti.
14. Emma Pálsdóttir húsfreyja, útgerðarstjóri, f. 10. apríl 1944 í Þingholti.
15. Andvana drengur, f. 7. desember 1946 í Þingholti.
16. Andvana stúlka, f. 19. nóvember 1948 í Þingholti.<br

Kristín var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Guðmundur Ingi giftu sig 1959, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Grímsstöðum, Skólavegi 27 við fæðingu Guðmundar Hugins, Bryndísar Önnu og Páls Þórs, bjuggu á Kirkjubæjarbraut 10 við fæðingu Gylfa Viðars 1964 og við Gosið í janúar 1973. Þau bjuggu síðar við Hrauntún 48 og við Bessahraun 11b.
Kristín lést 2014.

I. Maður Kristínar, (17. maí 1959), var Guðmundur Ingi Guðmundsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 28. október 1932, d. 14. júní 2006.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Huginn Guðmundsson skipstjóri, f. 29. maí 1960. Kona hans Þórunn Gísladóttir.
2. Bryndís Anna Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 26. maí 1961 á Grímsstöðum. Maður hennar Grímur Gíslason.
3. Páll Þór Guðmundsson útgerðarstjóri, f. 29. janúar 1963. Kona hans Rut Haraldsdóttir.
4. Gylfi Viðar Guðmundsson skipstjóri, f. 31. ágúst 1964. Sambúðarkona Sólrún Erla Gunnarsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1979.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.