„Magnús Jónsson (Hólmi)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|150px|''Magnús Jónsson frá Hólmi. '''Magnús Jónsson''' frá Eyri, sjómaður fæddist 11. september 1929 á Eyri og lést 16. á...)
 
m (Verndaði „Magnús Jónsson (Hólmi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 17. mars 2019 kl. 15:46

Magnús Jónsson frá Hólmi.

Magnús Jónsson frá Eyri, sjómaður fæddist 11. september 1929 á Eyri og lést 16. ágúst 2006 á Hrafnistu í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Símon Guðmundsson útgerðarmaður, verkamaður á Eyri við Vesturveg 25, f. 21. maí 1884 á Borgareyrum u. V-Eyjafjöllum, d. 2. apríl 1955, og kona hans Pálína Jóhanna Pálsdóttir húsfreyja, f. 29. september 1890 á Eyri í Reykjarfirði við Ísafjarðardjúp, d. 23. nóvember 1980.
Kjörforeldrar hans voru Jón Ólafsson útgerðarmaður á Hólmi, f. 7. mars 1892 í Skarðshlíð u. Eyjafjöllum, d. 21. desember 1946, og fyrri kona hans Stefanía Einarsdóttir húsfreyja, f. 26. apríl 1892 á Bólu í Biskupstungum, d. 19. mars 1972.

Börn Jóns og fyrri konu hans Stefaníu:
1. Anna Ólafía Jónsdóttir húsfreyja á Blátindi við Heimagötu, f. 11. október 1917, d. 9. júlí 2007, gift Þorsteini Sigurðssyni frystihússeiganda, f. 14. nóvember 1913, d. 19. júní 1997.
2. Emilía Jónsdóttir, f. 4. maí 1919, d. 20. febrúar 1920.
3. Eygló Jónsdóttir, f. 20. september 1924, d. 29. janúar 1925.
4. Emilía Eygló Jónsdóttir húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 25. október 1925, d. 5. júlí 2009, gift Guðna Kristni Gunnarssyni efnaverkfræðingi, verksmiðjustjóra hjá Coldwater Seafood Corporation í Bandaríkjunum. Hann var frá Brúarhúsi (Horninu, Vestmannabraut 1), f. 25. október 1925, d. 10. júlí 1984.
5. Magnús Jónsson var kjörsonur Jóns og Stefaníu. Hann var sonur Símonar Guðmundssonar og konu hans Pálínu Jóhönnu Pálsdóttur á Eyri.
Hjá Stefaníu og Jóni ólst upp frá barnsaldri
6. Guðrún Sigurðardóttir, Hólmi, síðar á Blátindi, f. 7. september 1912, d. 29. janúar 1998. Hún var dóttir Sigurðar Jónssonar formanns í Fagurhól, f. 17. september 1883, sem fórst með v.b. Geysi 2. febrúar 1914, og konu hans Þórönnu Ögmundsdóttur verkalýðsfrömuðar, f. 2. desember 1874, d. 16. maí 1959.
Barn Jóns og síðari konu hans Guðrúnar Ingibjargar Sigurjónsdóttur húsfreyju, f. 31. ágúst 1903, d. 21. apríl 1988.
7. Ólafur Jónsson, f. 3. nóvember 1940 á Hólmi.

Börn kynforeldra Magnúsar þeirra Pálínu og Símonar:
1. Sigríður Símonardóttir húsfreyja í Eyjum, Reykjavík og Hafnarfirði, f. 10. febrúar 1914 í Reykjavík, d. 27. apríl 1994.
2. Fjóla Símonardóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 9. september 1918 í Reykjavík, d. 29. maí 2010.
3. Guðmundur Einar Símonarson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 8. september 1920 í Reykjavík, síðast í Grindavík, d. 6. nóvember 1998.
4. Unnur Björg Símonardóttir, f. 22. janúar 1922 á Eiðinu, d. 2. júlí 1922.
5. Margrét Símonardóttir húsfreyja, verslunarmaður í Reykjavík, f. 11. maí 1923 á Brimnesi, d. 23. september 2008.
6. Páll Símonarson, f. 3. maí 1924 á Eyri, d. 12. maí 1924.
7. Helga Símonardóttir húsfreyja, verkakona á Selfossi, f. 4. júlí 1925 á Eyri, d. 16. júní 2011.
8. Karl Símonarson verkamaður í Reykjavík, f. 16. nóvember 1926 á Eyri, síðast í Grindavík, d. 12. apríl 1976.
9. Sigríður Svanborg Símonardóttir húsfreyja, bóndi í Ártúnum á Rangárvöllum, síðast á Selfossi, f. 6. desember 1927 á Eyri, d. 13. apríl 2016.
10. Magnús Jónsson, f. 11. september 1929 á Eyri, d. 16. ágúst 2006. Hann varð kjörbarn Jóns á Hólmi og Stefaníu Einarsdóttur.
11. Sverrir Símonarson verkamaður, sjómaður í Reykjavík og Kópavogi, f. 19. desember 1930 á Eyri, d. 16. nóvember 2016.
12. Unnur Símonardóttir, f. 16. mars 1932 á Eyri, d. 28. júní 1932.
13. Sveinbjörg Símonardóttir húsfreyja, einkaritari í Reykjavík, f. 18. janúar 1934 á Eyri.

Magnús var með foreldrum sínum í frumbernsku, á Eyri 1930, en fór skömmu síðar að Hólmi, þá Vesturvegi 16. Þar var hann barn hjónanna 1934 og með Jóni kjörföður sínum og síðari konu hans 1940, var verkamaður á Blátindi, Heimagötu 14 1949.
Þau Soffía giftu sig 1952, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Bakkastíg 7. Þau skildu.
Magnús flutti úr bænum. Hann var sjómaður á bátum og togurum. Að síðustu vann hann hjá Húsdýragarðinum í Reykjavík.
Þau Katrín giftu sig, eignuðust ekki börn saman. Þau bjuggu í Stórholti.
Katrín lést 2004. Eftir lát Katrínar fluttist Magnús að Jökulgrunni við Hrafnistu. Hann lést 2006.

Magnús var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona Magnúsar, (17. júní 1952), var Soffía Alfreðsdóttir frá Fáskrúðsfirði, húsfreyja, f. 16. júlí 1931, d. 7. júlí 1991. Foreldrar hennar voru Kristinn Alfreð Magnússon sjómaður, f. 8. apríl 1911, d. 22. maí 1949, og Petra Jóhanna Þórðardóttir, f. 9. desember 1911, d. 30. maí 1993.
Barn þeirra:
1. Hrefna Magnúsdóttir húsfreyja í Akurey í V-Landeyjum, f. 7. maí 1952 á Bakkastíg 7. Maður hennar er Jón Ágústsson.

II. Síðari kona Magnúsar var Katrín Héðinsdóttir húsfreyja, f. 1. apríl 1927, d. 1. apríl 2004. Foreldrar hennar voru Héðinn Valdimarsson verkalýðsleiðtogi, alþingismaður, forstjóri, f. 26. maí 1892, d. 12. september 1948, og Gyða Eggertsdóttir Briem, f. 12. maí 1908, d. 28. apríl 1983.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.