Eygló Jónsdóttir (Hólmi)
Emilía Eygló Jónsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, sjálfboðaliði fæddist 25. október 1925 á Hólmi og lést 5. júlí 2009 á heimili dóttur sinnar í Bandaríkjunum, jarðsett í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Jón Ólafsson formaður, útgerðarmaður á Hólmi, f. 7. mars 1892 í Skarðshlíð u. Eyjafjöllum, d. 21. desember 1946, og fyrri kona hans Stefanía Einarsdóttir húsfreyja frá Hrauntúni í Biskupstungum, f. 26. apríl 1892, d. 19. mars 1972.
Börn Stefaníu og Jóns:
1. Anna Ólafía Jónsdóttir húsfreyja á Blátindi við Heimagötu, f. 11. október 1917, d. 9. júlí 2007, gift Þorsteini Sigurðssyni frystihússeiganda, f. 14. nóvember 1913, d. 19. júní 1997.
2. Emilía Jónsdóttir, f. 4. maí 1919, d. 20. febrúar 1920.
3. Eygló Jónsdóttir, f. 20. september 1924, d. 29. janúar 1925.
4. Emilía Eygló Jónsdóttir húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 25. október 1925, d. 5. júlí 2009, gift Guðna Kristni Gunnarssyni Marels Jónssonar efnaverkfræðingi, verksmiðjustjóra hjá Coldwater Seafood Corporation í Bandaríkjunum. Hann var frá Brúarhúsi (Horninu), Vestmannabraut 1), f. 25. október 1925, d. 10. júlí 1984.
5. Magnús Jónsson var kjörsonur Jóns og Stefaníu, f. 11. september 1929, d. 16. ágúst 2006.
6. Hjá Stefaníu og Jóni ólst upp frá barnsaldri Guðrún Sigurðardóttir, Hólmi, síðar á Blátindi, f. 7. september 1912, d. 29. janúar 1998. Hún var dóttir Sigurðar Jónssonar formanns í Fagurhól, f. 17. september 1883, sem fórst með v.b. Geysi 2. febrúar 1914, og konu hans Þórönnu Ögmundsdóttur verkalýðsfrömuðar, f. 2. desember 1874, d. 16. maí 1959.
Barn Jóns og síðari konu hans Guðrúnar Ingibjargar Sigurjónsdóttur húsfreyju, hjúkrunarfræðings, f. 31. ágúst 1903, d. 21. apríl 1988:
7. Ólafur Jónsson rafvélavirki, slökkviliðsmaður á Keflavíkurflugvelli, f. 3. nóvember 1940 á Hólmi. Kona hans Guðlaug Adolphsdóttir.
Eygló var með foreldrum sínum, en þau skildu.
Hún nam við Verslunarskóla Íslands og lauk verslunarskólaprófi.
Eygló vann skrifstofustörf í Reykjavík og síðar í Kanada í nokkur ár, tók virkan þátt í sjálboðavinnu tengdri heilbrigðismálum í Salisbury í Maryland í Bandaríkjunu, er þau Guðni bjuggu þar.
Þau Guðni giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Kanada um skeið meðan Guðni var þar við nám og störf, í Halifax 1952-1954, í Maryland 1954-1956, í Halifax 1957-1959, í Maryland 1960-1961, á Íslandi 1962-1963, í Salisbury í Maryland frá 1963.
Guðni lést 1984, en Eygló bjó áfram í Salisbury. Hún lést 2009.
I. Maður Eyglóar, (24. maí 1947), var Guðni Kristinn Gunnarsson frá Horninu (Brúarhúsi) við Vestmannabraut 1, efnaverkfræðingur, verksmiðjustjóri, f. 25. október 1925, d. 10. júlí 1984.
Börn þeirra:
1. Anna Jóna Pfeiffer, 6. apríl 1955 í Reykjavík. Maður hennar Leonard Pfeiffer IV.
2. Gunnar Kristinn Gunnarsson, f. 8. apríl 1964 í New York. Kona hans Jennifer Jill Johnston.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 10. ágúst 2009. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.