Ólafur Jónsson (Hólmi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ólafur Jónsson.

Ólafur Jónsson frá Hólmi, rafvélavirki, slökkviliðsmaður fæddist 3. nóvember 1940 á Hólmi.
Foreldrar hans voru Jón Ólafsson formaður , útgerðarmaður á Hólmi, f. 7. mars 1892 í Skarðshlíð u. Eyjafjöllum, d. 21. desember 1946, og síðari kona hans Guðrún Ingibjörg Sigurjónsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 31. ágúst 1903 í Garðbæ í landi Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd, d. 21. apríl 1988.

Börn Jóns föður hans og Stefaníu Einarsdóttur:
1. Anna Ólafía Jónsdóttir húsfreyja á Blátindi við Heimagötu, f. 11. október 1917, d. 9. júlí 2007, gift Þorsteini Sigurðssyni frystihússeiganda, f. 14. nóvember 1913, d. 19. júní 1997.
2. Emilía Jónsdóttir, f. 4. maí 1919, d. 20. febrúar 1920.
3. Eygló Jónsdóttir, f. 20. september 1924, d. 29. janúar 1925.
4. Emilía Eygló Jónsdóttir húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 25. október 1925, d. 5. júlí 2009, gift Guðna Kristni Gunnarssyni efnaverkfræðingi, verksmiðjustjóra hjá Coldwater Seafood Corporation í Bandaríkjunum. Hann var frá Brúarhúsi (Horninu, Vestmannabraut 1), f. 25. október 1925, d. 10. júlí 1984.
5. Magnús Jónsson var kjörsonur Jóns og Stefaníu. Hann var sonur Símonar Guðmundssonar og konu hans Pálínu Jóhönnu Pálsdóttur á Eyri.
6. Hjá Stefaníu og Jóni ólst upp frá barnsaldri Guðrún Sigurðardóttir, Hólmi, síðar á Blátindi, f. 7. september 1912, d. 29. janúar 1998. Hún var dóttir Sigurðar Jónssonar formanns í Fagurhól, f. 17. september 1883, sem fórst með v.b. Geysi 2. febrúar 1914, og konu hans Þórönnu Ögmundsdóttur verkalýðsfrömuðar, f. 2. desember 1874, d. 16. maí 1959.

Ólafur var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, en Jón faðir hans lést, er Ólafur var sex ára.
Hann fylgdi móður sinni til Reykjavíkur 1947.
Ólafur nam rafvélavirkjun við Iðnskólann í Reykjavík, lauk sveinsprófi 1962.
Hann var afvélavirki hjá Varnarliðinu frá 1962-1964, síðan brunavörður á Keflavíkurflugvelli til starfsloka árið 2000. Þau Guðlaug ráku ásamt Sigurði Sigurðssyni úr Keflavík hænsnabúið Nesbú frá 1971-1999.
Þau giftu sig 1965, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Rauðalæk 55, byggðu Ljárskóga 22 og búa þar.

I. Kona Ólafs, (3. október 1965), er Guðlaug Adolphsdóttir húsfreyja, innheimtustjóri, f. 4. maí 1945 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Adolph Rósinkranz Bergsson lögfræðingur í Reykjavík, f. 1. október 1900 á Flateyri við Önundarfjörð, d. 29. október 1948, og kona hans Ingveldur Guðrún Elísdóttir húsfreyja, f. 2. janúar 1905 í Reykjavík, d. 12. október 1988.
Börn þeirra:
1. Jón Ólafsson, öryrki, f. 18. apríl 1966.
2. Erla Ólafsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 15. október 1969. Fyrrum maður hennar Einar M. Moritzson. Maður hennar Björgvin Óskar Steingrímsson.
3. Ingibjörg Ólafsdóttir húsfreyja, líffræðingur, stundar kennaranám og er leiðbeinandi í skóla, f. 16. júní 1976. Maður hennar Ólafur Örn Bragason.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Ólafur og Guðlaug.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.