Margrét Símonardóttir (Eyri)
Margrét Símonardóttir Muccio frá Eyri, húsfreyja fæddist 11. maí 1923 á Brimnesi og lést 23. september 2008 á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Símon Guðmundsson útgerðarmaður, verkamaður á Eyri við Vesturveg 25, f. 21. maí 1884 á Borgareyrum u. V-Eyjafjöllum, d. 2. apríl 1955, og kona hans Pálína Jóhanna Pálsdóttir húsfreyja, f. 29. september 1890 á Eyri í Reykjarfirði við Ísafjarðardjúp, d. 23. nóvember 1980.
Börn Pálínu og Símonar:
1. Sigríður Símonardóttir húsfreyja í Eyjum, Reykjavík og Hafnarfirði, f. 10. febrúar 1914 í Reykjavík, d. 27. apríl 1994.
2. Fjóla Símonardóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 9. september 1918 í Reykjavík, d. 29. maí 2010.
3. Guðmundur Einar Símonarson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 8. september 1920 í Reykjavík, síðast í Grindavík, d. 6. nóvember 1998.
4. Unnur Björg Símonardóttir, f. 22. janúar 1922 á Eiðinu, d. 2. júlí 1922.
5. Margrét Símonardóttir húsfreyja, verslunarmaður í Reykjavík, f. 11. maí 1923 á Brimnesi, d. 23. september 2008.
6. Páll Símonarson, f. 3. maí 1924 á Eyri, d. 12. maí 1924.
7. Helga Símonardóttir húsfreyja, verkakona á Selfossi, f. 4. júlí 1925 á Eyri, d. 16. júní 2011.
8. Karl Símonarson skipstjóri í Reykjavík en lengst í Grindavík, f. 16. nóvember 1926 á Eyri, síðast í Grindavík, d. 12. apríl 1976.
9. Sigríður Svanborg Símonardóttir húsfreyja, bóndi í Ártúnum á Rangárvöllum, síðast á Selfossi, f. 6. desember 1927 á Eyri, d. 13. apríl 2016.
10. Magnús Jónsson, f. 11. september 1929 á Eyri, d. 16. ágúst 2006. Hann varð kjörbarn Jóns á Hólmi og Stefaníu Einarsdóttur.
11. Sverrir Símonarson verkamaður, sjómaður í Reykjavík og Kópavogi, f. 19. desember 1930 á Eyri, d. 16. nóvember 2016.
12. Unnur Símonardóttir, f. 16. mars 1932 á Eyri, d. 28. júní 1932.
13. Sveinbjörg Símonardóttir húsfreyja, einkaritari í Reykjavík, f. 18. janúar 1934 á Eyri.
Margrét var með foreldrum sínum í æsku, var á með þeim á Brimnesi og Eyri.
Hún giftist John 1948 og eignaðist með honum eitt barn. Þau fluttust til New York 1951 og bjuggu þar til 1955, en sneru þá til Íslands og bjuggu hér til 1963, er þau fluttu til Kúpu og dvöldu þar í tvö ár, en þá fluttu þau aftur til New York.
Margrét fluttist alkomin heim 1972 með son sinn. Hún vann verslunarstörf.
John lést 1988 og Margrét 2008.
I. Maður Margrétar, (1948), var John Muccio, d. 1988.
Barn þeirra:
1. Rúnar Gregory Muccio, f. 25. febrúar 1963.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 30. september 2008. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.