Símon Guðmundsson (Eyri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Símon Guðmundsson á Eyri, útgerðarmaður, verkamaður fæddist 21. maí 1884 á Borgareyrum u. V-Eyjafjöllum og lést 2. apríl 1955.
Foreldrar hans voru Guðmundur Símonarson vinnumaður, f. 14. apríl 1858, d. 22. júní 1895, og Vilborg Vigfúsdóttir vinnukona, f. 22. janúar 1853, d. 10. júlí 1936.

Hálfsystir Símonar, sammædd, var
1. Margrét Jóhanna Halldórsdóttir húsfreyja í Haga, f. 6. júlí 1892, d. 7. október 1973. Maður hennar í Eyjum, (skildu), var Guðfinnur Þórðarson.

Símon var með föður sínum og konu hans í Svartahúsi á Seyðisfirði 1890, með föður sínum og bústýru hans í Melshúsi í Útskálasókn 1901, háseti á Ísafirði 1910.
Þau Pálína giftu sig 1914, bjuggu í Reykjavík við fæðingu þriggja elstu barna sinna, á Seljalandi þar 1920.
Þau fluttust frá Reykjavík til Eyja 1921, bjuggu á Eiðinu 1921 og 1922, á Brimnesi, Bakkastíg 19 við fæðingu Margrétar í maí 1923, fluttu húsið á Eiðinu að Vesturvegi 25 1923 og nefndu það Eyri, og þar bjuggu þau 1940 með fjórum börnum sínum, Guðmundi Einari, Karli, Sverri og Sveinbjörgu.
Símon og Pálína misstu útgerð sína í Kreppunni 1929.
Símon var fyrsti formaður Sjálfstæðisfélagsins í Eyjum 5. desember 1932.
Þau Pálína fluttust til Reykjavíkur 1943 og bjuggu þar og í Hafnarfirði, - á Hvaleyrarbraut 5. Þar bjuggu þau við andlát Símonar 1955.
Pálína bjó síðast á Hringbraut 75 þar. Hún lést 1980.

I. Kona Símonar, (4. júlí 1914), var Pálína Jóhanna Pálsdóttir húsfreyja á Eyri og víðar í Eyjum, f. 29. september 1890 á Eyri í Reykjarfirði við Ísafjarðardjúp, d. 23. nóvember 1980.
Börn þeirra voru:
1. Sigríður Símonardóttir húsfreyja í Eyjum, Reykjavík og Hafnarfirði, f. 10. febrúar 1914 í Reykjavík, d. 27. apríl 1994.
2. Fjóla Símonardóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 9. september 1918 í Reykjavík, d. 29. maí 2010.
3. Guðmundur Einar Símonarson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 8. september 1920 í Reykjavík, síðast í Grindavík, d. 6. nóvember 1998.
4. Unnur Björg Símonardóttir, f. 22. janúar 1922 á Eiðinu, d. 2. júlí 1922.
5. Margrét Símonardóttir húsfreyja, verslunarmaður í Reykjavík, f. 11. maí 1923 á Brimnesi, d. 23. september 2008.
6. Páll Símonarson, f. 3. maí 1924 á Eyri, d. 12. maí 1924.
7. Helga Símonardóttir húsfreyja, verkakona á Selfossi, f. 4. júlí 1925 á Eyri, d. 16. júní 2011.
8. Karl Símonarson verkamaður í Reykjavík, f. 16. nóvember 1926 á Eyri, síðast í Grindavík, d. 12. apríl 1976.
9. Sigríður Svanborg Símonardóttir húsfreyja, bóndi í Ártúnum á Rangárvöllum, síðast á Selfossi, f. 6. desember 1927 á Eyri, d. 13. apríl 2016.
10. Magnús Jónsson, f. 11. september 1929 á Eyri, d. 16. ágúst 2006. Hann varð kjörbarn Jóns á Hólmi og Stefaníu Einarsdóttur.
11. Sverrir Símonarson verkamaður, sjómaður í Reykjavík og Kópavogi, f. 19. desember 1930 á Eyri, d. 16. nóvember 2016.
12. Unnur Símonardóttir, f. 16. mars 1932 á Eyri, d. 28. júní 1932.
13. Sveinbjörg Símonardóttir húsfreyja, einkaritari í Reykjavík, f. 18. janúar 1934 á Eyri.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.