Einar Símonarson (Eyri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðmundur Einar Símonarson.

Guðmundur Einar Símonarson frá Eyri, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist 8. september 1920 í Reykjavík og lést 6. nóvember 1998.
Foreldrar hans voru Símon Guðmundsson útgerðarmaður, verkamaður á Eyri við Vesturveg 25, f. 21. maí 1884 á Borgareyrum u. V-Eyjafjöllum, d. 2. apríl 1955, og kona hans Pálína Jóhanna Pálsdóttir húsfreyja, f. 29. september 1890 á Eyri í Reykjarfirði við Ísafjarðardjúp, d. 23. nóvember 1980.

Börn Pálínu og Símonar:
1. Sigríður Símonardóttir húsfreyja í Eyjum, Reykjavík og Hafnarfirði, f. 10. febrúar 1914 í Reykjavík, d. 27. apríl 1994.
2. Fjóla Símonardóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 9. september 1918 í Reykjavík, d. 29. maí 2010.
3. Guðmundur Einar Símonarson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 8. september 1920 í Reykjavík, síðast í Grindavík, d. 6. nóvember 1998.
4. Unnur Björg Símonardóttir, f. 22. janúar 1922 á Eiðinu, d. 2. júlí 1922.
5. Margrét Símonardóttir húsfreyja, verslunarmaður í Reykjavík, f. 11. maí 1923 á Brimnesi, d. 23. september 2008.
6. Páll Símonarson, f. 3. maí 1924 á Eyri, d. 12. maí 1924.
7. Helga Símonardóttir húsfreyja, verkakona á Selfossi, f. 4. júlí 1925 á Eyri, d. 16. júní 2011.
8. Karl Símonarson skipstjóri í Reykjavík en lengst í Grindavík, f. 16. nóvember 1926 á Eyri, síðast í Grindavík, d. 12. apríl 1976.
9. Sigríður Svanborg Símonardóttir húsfreyja, bóndi í Ártúnum á Rangárvöllum, síðast á Selfossi, f. 6. desember 1927 á Eyri, d. 13. apríl 2016.
10. Magnús Jónsson, f. 11. september 1929 á Eyri, d. 16. ágúst 2006. Hann varð kjörbarn Jóns á Hólmi og Stefaníu Einarsdóttur.
11. Sverrir Símonarson verkamaður, sjómaður í Reykjavík og Kópavogi, f. 19. desember 1930 á Eyri, d. 16. nóvember 2016.
12. Unnur Símonardóttir, f. 16. mars 1932 á Eyri, d. 28. júní 1932.
13. Sveinbjörg Símonardóttir húsfreyja, einkaritari í Reykjavík, f. 18. janúar 1934 á Eyri.

Einar var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim til Eyja 1921, var hjá þeim á Eiðinu 1921 og 1922, á Brimnesi við Bakkastíg 1923, síðan á Eyri.
Þau Sólrún eignuðust fjögur börn í Eyjum og eitt á landi. Þau eignuðust Hjálmey á Sunnuhvoli 1942, en síðan þrjú börn í Djúpadal.
Þau fluttust til Grindavíkur 1950, eignuðust Erling þar 1951, bjuggu þar á Eyvindarstöðum í Þórkötlustaðarhverfi í fyrstu, en fluttu húsið að Ránargötu.
Einar stundaði sjómennsku frá 17 ára aldri.
Hann tók próf í Stýrimannaskólanum 1948, var skipstjóri, gerðist að auki útgerðarmaður 1963, rak fyrirtækið Hælsvík, var lengst með Stuðlaberg GK 350.
Hann hætti sjómennsku 1975, en rak áfram útgerð sína.
Guðmundur Einar lést 1998 og Sólrún 2001.

I. Kona Einars var Sólrún Guðmundsdóttir frá Grindavík, húsfreyja, f. 9. desember 1913, d. 16. október 2001.
Börn þeirra:
1. Hjálmey Einarsdóttir húsfreya í Keflavík, f. 7. maí 1942 á Sunnuhvoli. Maður hennar er Halldór L. Björnsson.
2. Sigurpáll Einarsson skipstjóri, síðar netagerðarrekandi í Ástralíu, f. 19. febrúar 1944, d. 14. janúar 2002. Kona hans er Valgerður Ragnarsdóttir.
3. Helgi Einarsson skipstjóri í Grindavík, f. 8. desember 1945 í Djúpadal. Kona hans er Bjarghildur Jónsdóttir.
4. Guðmundur Einarsson vélstjóri í Grindavík, f. 28. september 1947 í Djúpadal. Kona hans er Guðrún Halldóra Jóhannesdóttir.
5. Erling Einarsson vélvirki í Grindavík, f. 21. ágúst 1951. Kona hans er Guðbjörg Ásgeirsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 14. nóvember 1998. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.