„Þorsteinn Hafliðason (skósmiður)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 34: | Lína 34: | ||
*Manntöl. | *Manntöl. | ||
*Prestþjónustubækur. | *Prestþjónustubækur. | ||
*Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973. | *Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.}} | ||
{{Æviskrár Víglundar Þórs}} | {{Æviskrár Víglundar Þórs}} | ||
[[Flokkur: Iðnaðarmenn]] | [[Flokkur: Iðnaðarmenn]] |
Útgáfa síðunnar 31. ágúst 2018 kl. 12:00
Þorsteinn Hafliðason skósmiður í Steinholti og víðar fæddist 22. nóvember 1879 í Fjósum í Mýrdal og lést 26. febrúar 1965 í Reykjavík.
Faðir hans var Hafliði bóndi í Fjósum í Mýrdal, f. 25. janúar 1838 í Dalssókn undir Eyjafjöllum, d. 10. september 1895 í Fjósum, Narfason bónda í Dalskoti undir Eyjafjöllum, f. 14. september 1792, drukknaði í prófastsál í Markarfljóti 27. desember 1839, Jónssonar bónda í Lunansholti á Landi, f. 1769, drukknaði í Þjórsá 22. júlí 1809, Þorsteinssonar, og konu Jóns í Lunansholti, Guðleifar húsfreyju, bónda eftir Jón í Lunansholti til 1810, en síðan bónda í Holtsmúla þar 1810-1827, f. 1765, d. 13. nóvember 1838 í Holtsmúla, Narfadóttur.
Móðir Hafliða í Fjósum og kona Narfa Jónssonar í Dalskoti var Guðlaug húsfreyja, f. 1. ágúst 1802, d. 6. júní 1870, Ásmundsdóttir bónda í Stóruvallahjáleigu á Landi, f. 1760, á lífi 1803, Bjarnasonar, og konu Ásmundar, Valgerðar húsfreyju, f. 1771, d. 2. júní 1834, Þorkelsdóttur.
Móðir Þorsteins og fyrri kona, (14. júní 1872), Hafliða Narfasonar var Guðrún húsfreyja í Fjósum, f. 25. júlí 1849, d. 28. nóvember 1881, Þorsteinsdóttir bónda í Fjósum, f. 3. júlí 1812, d. 3. mars 1855, Jakobssonar bónda á Brekkum í Mýrdal, f. 1777, d. 2. febrúar 1851 í Fjósum, Þorsteinssonar og konu Jakobs, Karítasar húsfreyju, f. 1788 á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, d. 4. apríl 1844 í Fjósum, Þorsteinsdóttur Eyjólfssonar og Karítasar Jónsdóttur klausturhaldara á Reynistað Vigfússonar og Þórunnar Hannesdóttur Scheving, síðar konu Jóns eldklerks Steingrímssonar.
Móðir Guðrúnar húsfreyju í Fjósum Þorsteinsdóttur og kona Þorsteins Jakobssonar var Helga húsfreyja í Fjósum, f. 1815 í Hvammi undir Eyjafjöllum, Þórðardóttir bónda og hreppstjóra á Teigi í Fljótshlíð, síðar í Hvammi, f. 1773, d. 25. júlí 1846, Þorlákssonar Thorlacius og konu Þórðar, Guðrúnar húsfreyju, f. 1778 í Götuhúsum á Seltjanarnesi, d. 7. febrúar 1868, Grímsdóttur.
Þorsteinn skósmiður var albróðir
1. Þórunnar Jakobínu húsfreyju að Eyjarhólum, móður Hafliða, Sigríðar Júlíönu, Jóhannesar Gunnars og Guðlaugs, og
Þorsteinn var albróðir
2. Guðrúnar á Kiðjabergi, móður Jóhanns Óskars Alexis Ágústssonar, (Alla rakara), Guðrúnar Ágústu á Kiðjabergi konu Willums Andersen og Jóhönnu konu Baldurs Ólafssonar bankastjóra.
Þorsteinn var hálfbróðir, samfeðra,
3. Guðjóns Hafliðasonar á Skaftafelli, föður Skaftafellssystkina,
4. Jóns Hafliðasonar á Bergstöðum föður Borgþórs H. Jónssonar veðurfræðings, og
5. Karólínu Margrétar húsfreyju, síðar í Hafnarfirði, móður Vilhjálms Skúlasonar prófessors.
Þorsteinn ólst upp hjá foreldrum sínum, var vinnumaðurí Suður-Vík 1896-1899.
Hann nam skósmíðar í Reykjavík, kvæntist Ingibjörgu 1905, eignaðist Þórunni Jakobínu þar 1906.
Þau fluttust til Eyja 1907, eignuðust þar þrjú börn. Þar stundaði Þorsteinn iðn sína auk sjómennsku.
Þau bjuggu í Steinholti 1910, á Þingvöllum við fæðingu Hafsteins 1918 og við fæðingu Guðrúnar 1920, á Skjaldbreið 1927 og 1930, í Franska spítalanum, (Kirkjuvegi 20) 1934 og enn 1940, en bjuggu að Ásavegi 5 í húsi Jakobínu dóttur sinnar og Marinós símritara 1945.
Þau fluttust til Reykjavíkur. Ingibjörg lést 1949 og Þorsteinn 1965.
Kona Þorsteins, (1905), var Ingibjörg Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 15. september 1883 á Reykhólum í A-Barð., d. 4. apríl 1949.
Börn þeirra voru:
1. Þórunn Jakobína Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 12. febrúar 1906 í Reykjavík, d. 8. júní 1948. Maður hennar var Guðmundur Marinó Jónsson símritari, f. 23. júlí 1906, d. 22. júlí 1983.
2. Bjarni Eyþór Þorsteinsson sjómaður, f. 10. september 1910 í Steinholti, d. 15. maí 1946.
3. Guðrún Þorsteinsdóttir Sívertsen húsfreyja, f. 4. febrúar 1920 á Þingvöllum, d. 3. mars 2008. Maður hennar var Michael Celius Sívertsen vélstjóri, f. í Noregi 29. september 1897, d. í Reykjavík 21. maí 1966.
4. Hafsteinn Þorsteinsson símvirki, símstjóri, f. 5. mars 1918 á Þingvöllum, d. 11. apríl 1985. Fyrri kona hans, (skildu), var Margrét Snorradóttir, f. 22. mars 1914, d. 25. desember 1977. Síðari kona hans var Nanna Þormóðs, f. 28. maí 1915, d. 27. janúar 2004.
Barn Ingibjargar og stjúpbarn Þorsteins var
5. Emilía Filippusdóttir Snorrason, f. 4. febrúar 1902, d. 25. nóvember 1996. Maður hennar var Sigurður Snorrason bankaritari, síðar skrifstofumaður í Keflavík.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.