Hafsteinn Þorsteinsson (símstjóri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Hafsteinn Þorsteinsson.

Hafsteinn Þorsteinsson símstjóri fæddist 5. mars 1918 á Þingvöllum og lést 11. apríl 1985.
Foreldrar hans voru Ingibjörg Þorsteinsdóttir húsfreyja f. 15. september 1883 á Reykhólum í A-Barð., d. 4. apríl 1949 í Reykjavík, og Þorsteinn Hafliðason skósmiður, f. 22. nóvember 1879 í Fjósum í Mýrdal, d. 26. febrúar 1965 í Reykjavík.

Börn Ingibjargar og Þorsteins voru:
1. Þórunnar Jakobína Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 12. febrúar 1906 í Reykjavík, d. 8. júní 1948. Maður hennar var Guðmundur Marinó Jónsson símritari, f. 23. júlí 1906, d. 22. júlí 1983.
2. Bjarni Eyþór Þorsteinsson sjómaður, f. 10. september 1910 í Steinholti, d. 15. maí 1946.
3. Guðrún Þorsteinsdóttir Sívertsen húsfreyja, f. 4. febrúar 1920 á Þingvöllum, d. 3. mars 2008. Maður hennar var Michael Celius Sívertsen vélstjóri, f. í Noregi 29. september 1897, d. í Reykjavík 21. maí 1966.
4. Hafsteinn Þorsteinsson símvirki, símstjóri, f. 5. mars 1918 á Þingvöllum, d. 11. apríl 1985. Fyrri kona hans var Margrét Snorradóttir, f. 22. mars 1914, d. 25. desember 1977. Síðari kona hans var Nanna Þormóðs, f. 28. maí 1915, d. 27. janúar 2004.
Barn Ingibjargar og stjúpbarn Þorsteins var
5. Emilía Filippusdóttir Snorrason, f. 4. febrúar 1902, d. 25. nóvember 1996. Maður hennar var Sigurður Sívertsen Snorrason bankaritari, síðar í Keflavík, f. 31. maí 1895 á Bíldudal, d. 5. maí 1969.

Hafsteinn var með foreldrum sínum í æsku, lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum 1937.
Hann stundaði jafnframt ritsímanám 1936-1938, tók loftskeytapróf 1941, símvirkjapróf 1943.
Hafsteinn var símritari í Eyjum og á Siglufirði 1938-1940, símvirki hjá Landsímanum í Reykjavík 1941-1943.
Hann var skipaður stöðvarstjóri við símstöðina á Reyðarfirði 1943, skipaður verkstjóri í símatæknideild Lansímans í Reykjavík 1947, fulltrúi í sömu deild 1954.
Hafsteinn var fulltrúi bæjarsímstjórans í Reykjavík 1958, skrifstofustjóri bæjarsímans frá 1963, settur símstjóri í Reykjavík 1. janúar 1975, skipaður í stöðuna 1. apríl sama ár.
Hann var ritstjóri símaskrár frá 1952.

Þau Margrét giftu sig 1943, eignuðust ekki börn. Þau skildu.
Hann kvæntist Nönnu 1960.
Hafsteinn lést 1985 og Nanna 2004.

I. Kona Hafsteins, (5. júní 1943), var Margrét Snorradóttir frá Eskifirði, húsfreyja, verslunarmaður, f. 22. mars 1914, d. 25. desember 1977. Foreldrar hennar voru Snorri Jónsson verslunarmaður á Eskifirði og í Reykjavík, f. 2. júlí 1885, d. 8. janúar 1959, og kona hans Stefanía Guðríður Stefánsdóttir húsfreyja á Eskifirði og í Reykjavík, f. 14. september 1891, d. 4. febrúar 1981.
Þau voru barnlaus.

II. Síðari kona Hafsteins, (14. október 1960), var Nanna Þormóðs húsfreyja, íþróttakennari, danskennari, f. 28. maí 1915, d. 27. janúar 2004. Foreldrar hennar voru Páll Guðmundsson vélstjóri og járnsmiður á Siglufirði, f. 5. apríl 1874, d. 25. nóvember 1948, og kona hans Halldóra Stefánsdóttir húsfreyja, f. 5. mars 1882, d. 9. janúar 1964.
Kjörforeldrar Nönnu voru Þormóður Eyjólfsson kennari, söngstjóri, konsúll á Siglufirði, f. 15. apríl 1882, d. 27. janúar 1959, og kona hans Guðrún Anna Björnsdóttir húsfreyja, kennari, f. 28. júní 1884, d. 15. desember 1973.
Þau Nanna eignuðust ekki börn, en Hafsteinn annaðist tvö börn hennar frá fyrra hjónabandi hennar:
Börn hennar og stjúpbörn Hafsteins:
1. Sigfús Sveinsson skrifvélavirki, f. 19. maí 1941, d. 14. júní 2014.
2. Guðrún Ólöf Sveinsdóttir kennari, f. 21. apríl 1951.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.