Ingibjörg Þorsteinsdóttir (Steinholti)
Ingibjörg Þorsteinsdóttir húsfreyja fæddist 15. september 1883 á Reykhólum í A-Barð. og lést 4. apríl 1949 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Jakobsson frá Miðjanesi í Reykhólahreppi í Barðastrandarsýslu, vinnumaður, f. 24. október 1852 og Agnes Hannesdóttir vinnukona, síðar húskona á Höllustöðum og Reykhólum í Reykhólahreppi.
Ingibjörg var með húskonunni móður sinni á Höllustöðum 1890 og á Reykhólum þar 1901.
Hún fluttist til Reykjavíkur, eignaðist Emilíu þar 1902, giftist Þorsteini 1905. Þau eignuðust Þórunni Jakobínu í Reykjavík 1906.
Hjónin fluttust til Eyja 1907 með barnið og Agnesi móður Ingibjargar, eignuðust þar þrjú börn.
Þau bjuggu í Steinholti 1910, á Þingvöllum við fæðingu Hafsteins 1918 og við fæðingu Guðrúnar 1920, á Skjaldbreið 1927 og 1930, í Franska spítalanum, (Kirkjuvegi 20) 1934 og enn 1940, en bjuggu að Ásavegi 5 í húsi Þórunnar Jakobínu dóttur sinnar og Marinós símritara 1945.
Þau fluttust til Reykjavíkur með fjölskyldunni 1946. Ingibjörg lést 1949 og Þorsteinn 1965.
I. Barnsfaðir Ingibjargar var sr. Filippus Magnússon, þá prestur á Stað á Reykjanesi, f. 16. júlí 1870, d. 26. september 1903.
Barn þeirra var
1. Emilía Filippusdóttir Snorrason, f. 4. febrúar 1902, d. 25. nóvember 1996. Maður hennar var Sigurður Sívertsen Snorrason bankaritari, síðar í Keflavík, f. 31. maí 1895 á Bíldudal, d. 5. maí 1969.
II. Maður Ingibjargar, (1905), var Þorsteinn Hafliðason skósmiður, f. 22. nóvember 1879 í Fjósum í Mýrdal, d. 26. febrúar 1965 í Reykjavík.
Börn þeirra voru:
2. Þórunnar Jakobína Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 12. febrúar 1906 í Reykjavík, d. 8. júní 1948. Maður hennar var Guðmundur Marinó Jónsson símritari, f. 23. júlí 1906, d. 22. júlí 1983.
3. Bjarni Eyþór Þorsteinsson sjómaður, f. 10. september 1910 í Steinholti, d. 15. maí 1946.
4. Guðrún Þorsteinsdóttir Sívertsen húsfreyja, f. 4. febrúar 1920 á Þingvöllum, d. 3. mars 2008. Maður hennar var Michael Celius Sívertsen vélstjóri, f. í Noregi 29. september 1897, d. í Reykjavík 21. maí 1966.
5. Hafsteinn Þorsteinsson símvirki, símstjóri, f. 5. mars 1918 á Þingvöllum, d. 11. apríl 1985. Fyrri kona hans, (skildu), var Margrét Snorradóttir, f. 22. mars 1914, d. 25. desember 1977. Síðari kona hans var Nanna Þormóðs, f. 28. maí 1915, d. 27. janúar 2004.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.