Karólína Margrét Hafliðadóttir
Karólína Margrét Hafliðadóttir húsfreyja fæddist 21. júní 1894 í Fjósum í Mýrdal og lést 26. júlí 1985.
Faðir hennar var Hafliði bóndi í Fjósum í Mýrdal, f. 25. janúar 1838 í Dalssókn undir Eyjafjöllum, d. 10. september 1895 í Fjósum, Narfason bónda í Dalskoti undir Eyjafjöllum, f. 14. september 1792, drukknaði í prófastsál í Markarfljóti 27. desember 1839, Jónssonar bónda í Lunansholti á Landi, f. 1769, drukknaði í Þjórsá 22. júlí 1809, Þorsteinssonar, og konu Jóns í Lunansholti, Guðleifar húsfreyju, bónda eftir Jón í Lunansholti til 1810, en síðan bónda í Holtsmúla þar 1810-1827, f. 1765, d. 13. nóvember 1838 í Holtsmúla, Narfadóttur.
Móðir Hafliða í Fjósum og kona Narfa Jónssonar í Dalskoti var Guðlaug húsfreyja, f. 1. ágúst 1802, d. 6. júní 1870, Ásmundsdóttir bónda í Stóruvallahjáleigu á Landi, f. 1760, á lífi 1803, Bjarnasonar, og konu Ásmundar, Valgerðar húsfreyju, f. 1771, d. 2. júní 1834, Þorkelsdóttur.
Móðir Karólínu Margrétar og síðari kona Hafliða Narfasonar var Guðbjörg húsfreyja, f. 25. apríl 1855 í Breiðuhlíð í Mýrdal, d. 11. mars 1931 á Dyrhólum þar, Jónsdóttir bónda víða en síðast á Kaldrananesi í Mýrdal, f. 17. júlí 1819 í Stóra-Dal í Mýrdal, d. 29. mars 1871, Arnoddssonar bónda, lengst í Stóra-Dal, f. 8. mars 1789 í Vatnsdal í Fljótshlíð, d. 6. mars 1868 í Norður-Vík í Mýrdal, og konu Arnodds Guðbjargar Jónsdóttur húsfreyju, f. 5. apríl 1795 á Hvoli í Mýrdal, d. 27. maí 1860 í Stóra-Dal.
Móðir Guðbjargar húsfreyju var Katrín húsfreyja, f. 17. ágúst 1825 á Hunkubökkum á Síði, d. 28. júní 1892 í Fjósum, Einarsdóttir bónda í Fjósum, f. 30. mars 1802 á Hunkubökkum, d. 15. ágúst 1879 á Skagnesi í Mýrdal, Þorsteinssonar, og konu Einars Þorsteinssonar, Guðlaugar húsfreyju, f. 1803 í Gröf í Skaftártungu, d. um 1880, Jónsdóttur.
Karólína Margrét var alsystir
1. Guðjóns Hafliðasonar á Skaftafelli, föður Skaftafellssystkina,
2. Jóns Hafliðasonar á Bergstöðum föður Borgþórs H. Jónssonar veðurfræðings og
og hálfsystir, samfeðra
3. Þórunnar Jakobínu húsfreyju að Eyjarhólum, móður Hafliða, Sigríðar Júlíönu, Jóhannesar Gunnars og Guðlaugs, og
Þorsteinn var albróðir
4. Guðrúnar á Kiðjabergi, móður Jóhanns Óskars Alexis Ágústssonar, (Alla rakara), Guðrúnar Ágústu á Kiðjabergi konu Willums Andersen og Jóhönnu konu Baldurs Ólafssonar bankastjóra.
5. Þorsteins Hafliðasonar skósmiðs í Steinholti og víðar, föður Þórunnar Jakobínu húsfreyju á Ásavegi 5, Bjarna Eyþórs, Guðrúnar og Hafsteins.
Karólína Margrét var með foreldrum sínum til 1895, er faðir hennar lést. Hún var með móður sinni í Fjósum 1895-1896, í Breiðuhlíð 1896-1897, á Skagnesi 1897-1917.
Hún var vinnukona á Dyrhólum 1917-1924.
Karólína giftist Skúla 1925, og þau voru bændur í Nykhól í Mýrdal 1924-1926, en þá fluttust þau til Eyja.
Þau bjuggu á Skaftafelli 1927 með tvö börn sín, en fluttust til Hafnarfjarðar 1930 og bjuggu þar síðan.
Skúli lést 1964 og Karólína Margrét 1985.
I. Maður Karólínu Margrétar, (26. júní 1925), var Skúli Grímsson bóndi, síðan verkamaður og sjómaður í Eyjum og Hafnarfirði, f. 15. maí 1887, d. 28. nóvember 1964.
Börn þeirra:
1. Halldóra Skúladóttir húsfreyja í Hafnarfirði, f. 27. apríl 1925 í Nykhól í Mýrdal, d. 9. apríl 2004.
2. Vilhjálmur Grímur Skúlason lyfjafræðingur, prófessor, f. 30. maí 1927, d. 11. janúar 2018.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.