„Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum/Hannes lóðs (JGÓ)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Hannes lóðs (JGÓ)“ [edit=sysop:move=sysop])
Ekkert breytingarágrip
 
(4 millibreytingar ekki sýndar frá 2 notendum)
Lína 2: Lína 2:
<big><big><center>Hannes lóðs.</center></big></big>
<big><big><center>Hannes lóðs.</center></big></big>
<br>
<br>
[[Hannes Jónsson]] hafnsögumaður fæddist 21. nóvember 1852. Foreldrar hans voru [[Jón Hannesson tómthúsmaður]] í [[Nýi- Kastali|Nýjakastala]] og kona hans [[Margrét Jónsdóttir í Nýja-Kastala|Margrét Jónsdóttir]]. Var Jón ættaður frá Langholti í Meðallandi, en Margrét var frá Núpi undir Eyjafjöllum. Höfðu foreldrar hennar flutzt þangað undan Skaptáreldi. <br>
[[Hannes Jónsson]] hafnsögumaður fæddist 21. nóvember 1852. Foreldrar hans voru [[Jón Hannesson (Nýja-Kastala)|Jón Hannesson]] tómthúsmaður í  
[[Nýi Kastali|Nýjakastala]] og kona hans  
[[Margrét Jónsdóttir (Nýja-Kastala)|Margrét Jónsdóttir]]. Var Jón ættaður frá Langholti í Meðallandi, en Margrét var frá Núpi undir Eyjafjöllum. Höfðu foreldrar hennar flutzt þangað undan Skaptáreldi. <br>
Jón Hannesson drukknaði 21. okt. 1853, réttum mánuði áður en Hannes varð ársgamall. Jón hafði farið í hákarlalegu með [[Lars Tranberg]] á áttæringnum [[Najaden, áraskip|Najaden]]. Í legunni hrepptu þeir norðanstorm, og héldu þá heim undir fullum seglum. Voru þeir komnir upp undir Heimaey austanverða, þegar Jón hrökk útbyrðis. Heppnaðist ekki að bjarga honum. Hafði hann setið á skorbitanum á hléborða og hallað sér upp að skautinu. Slitnaði það eða losnaði, og tapaði Jón þá jafnvæginu og féll útbyrðis. <br>
Jón Hannesson drukknaði 21. okt. 1853, réttum mánuði áður en Hannes varð ársgamall. Jón hafði farið í hákarlalegu með [[Lars Tranberg]] á áttæringnum [[Najaden, áraskip|Najaden]]. Í legunni hrepptu þeir norðanstorm, og héldu þá heim undir fullum seglum. Voru þeir komnir upp undir Heimaey austanverða, þegar Jón hrökk útbyrðis. Heppnaðist ekki að bjarga honum. Hafði hann setið á skorbitanum á hléborða og hallað sér upp að skautinu. Slitnaði það eða losnaði, og tapaði Jón þá jafnvæginu og féll útbyrðis. <br>
Jón var seinni maður Margrétar. Áður hafði hún verið gefin [[Jón Gíslason í Túni|Jóni Gíslasyni]] bónda í [[Tún (hús)|Túni]]. Drukknaði hann einnig í hákarlalegu. Var hann á hákarlajagt með [[Morten Ericksen]] skipstjóra, og fórst hún með allri áhöfn annan hvítasunnudag árið 1847. Margrét hafði eignazt eitt barn með Jóni Gíslasyni, [[Sesselja Jónsdóttir í Gvendarhúsi|Sesselju]], konu [[Jón Jónsson í Gvendarhúsi|Jóns Jónssonar]] sýslunefndarmanns í [[Gvendarhús]]i. En með Jóni Hannessyni átti hún tvö börn, Hannes og [[Jóhanna Jónsdóttir á Fögruvöllum|Jóhönnu]], konu [[Guðmundur Guðmundsson á Fögruvöllum|Guðmundar Guðmundssonar]] á [[Fögruvellir|Fögruvöllum]], og síðar Péturs Valgarðssonar að Tabor í Alberta í Kanada.<br>
Jón var seinni maður Margrétar. Áður hafði hún verið gefin [[Jón Gíslason (Tómthúsi)|Jóni Gíslasyni]] bónda í [[Tún (hús)|Túni]]. Drukknaði hann einnig í hákarlalegu. Var hann á hákarlajagt með [[Morten Eriksen|Morten Ericksen]] skipstjóra, og fórst hún með allri áhöfn annan hvítasunnudag árið 1847. Margrét hafði eignazt eitt barn með Jóni Gíslasyni, [[Sesselja Jónsdóttir (Gvendarhúsi)|Sesselju]], konu [[Jón Jónsson í Gvendarhúsi|Jóns Jónssonar]] sýslunefndarmanns í [[Gvendarhús]]i. En með Jóni Hannessyni átti hún tvö börn, Hannes og [[Jóhanna Jónsdóttir (Fögruvöllum)|Jóhönnu]], konu [[Guðmundur Guðmundsson (Fögruvöllum)|Guðmundar Guðmundssonar]] á [[Fögruvellir|Fögruvöllum]], og síðar Péturs Valgarðssonar að Tabor í Alberta í Kanada.<br>
Börnin voru öll í ómegð, þegar Jón Hannesson drukknaði. Átti Margrét því erfitt uppdráttar. Sýslumaður hafði skipað henni meðráðamann. Varð [[Helgi Jónsson í Garðsfjósinu|Helgi Jónsson]] í [[Garðsfjós|Garðsfjósinu]] fyrir valinu. Í erfiðleikum sínum leitaði Margrét til hans, en hann gaf þessi svör: „Segðu börnin til sveitar og reyndu að vinna fyrir sjálfri þér.“ Var henni þetta fjarri skapi og leitaði hún nú til [[Eyjólfur Erasmusson|Eyjólfs Erasmussonar]] hreppstjóra á [[Vesturhús-eystri|Eystri-Vesturhúsum]]. Hafði Jón Hannesson verið hjá honum um langt skeið. Eyjólfur brást þegar hið bezta við, og reyndist henni jafnan hinn mesti öðlingur. Sendi hann henni þegar þrjú ílát full með söltuðum fugli, og hjálpaði henni með úttekt í búð. <br>
Börnin voru öll í ómegð, þegar Jón Hannesson drukknaði. Átti Margrét því erfitt uppdráttar. Sýslumaður hafði skipað henni meðráðamann. Varð [[Helgi Jónsson (Kornhól)|Helgi Jónsson]] í [[Garðsfjós|Garðsfjósinu]] fyrir valinu. Í erfiðleikum sínum leitaði Margrét til hans, en hann gaf þessi svör: „Segðu börnin til sveitar og reyndu að vinna fyrir sjálfri þér.“ Var henni þetta fjarri skapi og leitaði hún nú til [[Eyjólfur Erasmusson (Vesturhúsum)|Eyjólfs Erasmussonar]] hreppstjóra á [[Vesturhús-eystri|Eystri-Vesturhúsum]]. Hafði Jón Hannesson verið hjá honum um langt skeið. Eyjólfur brást þegar hið bezta við, og reyndist henni jafnan hinn mesti öðlingur. Sendi hann henni þegar þrjú ílát full með söltuðum fugli, og hjálpaði henni með úttekt í búð. <br>
Sagði Margrét, að Eyjólfur hefði alltaf reynzt mesta bjargvættur, þegar í nauðirnar rak. Sjálf vann hún myrkranna á milli, til þess að framfleyta sér og sínum. Að sumrinu reytti hún lunda fyrir kaupmennina. Um þessar mundir var gott verð á lundafiðri og höfðu kaupmenn þá margt manna við lundaveiði. Leigðu þeir veiðiréttinn af bændum og réðu til sín margt manna, jafnvel austan úr Mýrdal, til veiðinnar, og settust margir þeirra síðan að í Vestmannaeyjum. Fyrir reytinguna guldu kaupmenn helming fugls og fiðurs.<br>
Sagði Margrét, að Eyjólfur hefði alltaf reynzt mesta bjargvættur, þegar í nauðirnar rak. Sjálf vann hún myrkranna á milli, til þess að framfleyta sér og sínum. Að sumrinu reytti hún lunda fyrir kaupmennina. Um þessar mundir var gott verð á lundafiðri og höfðu kaupmenn þá margt manna við lundaveiði. Leigðu þeir veiðiréttinn af bændum og réðu til sín margt manna, jafnvel austan úr Mýrdal, til veiðinnar, og settust margir þeirra síðan að í Vestmannaeyjum. Fyrir reytinguna guldu kaupmenn helming fugls og fiðurs.<br>
Barst mikið að af fuglinum, því að veiðiaðferðir voru með þeim hætti, að heita mátti, að stefnt væri að gjöreyðingu fuglsins. Má af því sjá, hvílík kynstur hafa verið drepin af fuglinum, að útflutningur á fiðri nam árið 1858 26680 pundum af fiðri, og svipaður var útflutningurinn hin næstu ár. <br>
Barst mikið að af fuglinum, því að veiðiaðferðir voru með þeim hætti, að heita mátti, að stefnt væri að gjöreyðingu fuglsins. Má af því sjá, hvílík kynstur hafa verið drepin af fuglinum, að útflutningur á fiðri nam árið 1858 26680 pundum af fiðri, og svipaður var útflutningurinn hin næstu ár. <br>
Lína 14: Lína 16:
Með þessum veiðiaðferðum var fuglinn drepinn svo gengdarlaust, að þær voru bannaðar árið 1869. Lundaveiðin hófst með sumarmálum, þegar lundinn kom til sumardvalar, og var haldið áfram, þangað til hann fór aftur, er haustaði.<br>
Með þessum veiðiaðferðum var fuglinn drepinn svo gengdarlaust, að þær voru bannaðar árið 1869. Lundaveiðin hófst með sumarmálum, þegar lundinn kom til sumardvalar, og var haldið áfram, þangað til hann fór aftur, er haustaði.<br>
Margrét hafði því ærið að starfa þessi árin yfir sumarmánuðina, og mátti heita, að hún sæti í fuglinum dag og nótt. Sjálf bringureytti hún, því að það var vandasamara, en lét dætur sínar, er þær stálpuðust, bakreyta og reyta vængina. Var fiðrið flokkað þannig, að haldið var sér fiðri af bringu, baki og vængjum. Spýlurnar, bak, vængi og læri lundans, en hann var þá spýlaður á lærunum, þurrkaði Margrét og notaði til eldsneytis. Einnig vann Margrét mikið við fiskverkun hjá verzlununum, en þá var fiskur enn lagður inn við verzlanirnar blautur eða beint úr sjónum. Nokkurn styrk hafði hún snemma af Sesselju. Ung að aldri var hún farin að himnudraga fisk, og breiða til þurrks. Með sparsemi bjargaðist Margrét þannig með börnin, án þess að þiggja af sveit.<br>
Margrét hafði því ærið að starfa þessi árin yfir sumarmánuðina, og mátti heita, að hún sæti í fuglinum dag og nótt. Sjálf bringureytti hún, því að það var vandasamara, en lét dætur sínar, er þær stálpuðust, bakreyta og reyta vængina. Var fiðrið flokkað þannig, að haldið var sér fiðri af bringu, baki og vængjum. Spýlurnar, bak, vængi og læri lundans, en hann var þá spýlaður á lærunum, þurrkaði Margrét og notaði til eldsneytis. Einnig vann Margrét mikið við fiskverkun hjá verzlununum, en þá var fiskur enn lagður inn við verzlanirnar blautur eða beint úr sjónum. Nokkurn styrk hafði hún snemma af Sesselju. Ung að aldri var hún farin að himnudraga fisk, og breiða til þurrks. Með sparsemi bjargaðist Margrét þannig með börnin, án þess að þiggja af sveit.<br>
Hannes hafði varla slitið barnaskónum, þegar hann byrjaði að draga til heimilisins. Um 10 ára aldur byrjaði hann að róa með fullorðnum. Að sumrinu réri hann oft með [[Magnús Pálsson á Vilborgarstöðum|Magnúsi Pálssyni]] bónda á [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstöðum]]. Hafði Magnús með sér þrjá eða fjóra stráka og stundaði róðra á grunnmiðum og aflaði stundum vel. Kom fyrir, að þeir fengju drátt. Þótti mikið happ að stórum og feitum flyðrum, því að þær eru matarmiklar og lostæti. Magnús var mjög aðgætinn og réttur barnaformaður. Var hann umvöndunarsamur og lærðu þeir drengirnir margt af honum, sem að sjómennsku laut. Urðu margir þeirra, er með honum réru, miklir formenn og aflaklær. <br>
Hannes hafði varla slitið barnaskónum, þegar hann byrjaði að draga til heimilisins. Um 10 ára aldur byrjaði hann að róa með fullorðnum. Að sumrinu réri hann oft með [[Magnús Pálsson (Vilborgarstöðum)|Magnúsi Pálssyni]] bónda á [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstöðum]]. Hafði Magnús með sér þrjá eða fjóra stráka og stundaði róðra á grunnmiðum og aflaði stundum vel. Kom fyrir, að þeir fengju drátt. Þótti mikið happ að stórum og feitum flyðrum, því að þær eru matarmiklar og lostæti. Magnús var mjög aðgætinn og réttur barnaformaður. Var hann umvöndunarsamur og lærðu þeir drengirnir margt af honum, sem að sjómennsku laut. Urðu margir þeirra, er með honum réru, miklir formenn og aflaklær. <br>
Magnús var smáskrítinn. Einhverju sinni voru þeir á sjó á smáferju 5 í skotturóðri, Magnús og [[Magnús Magnússon í Háagarði]]. Með þeim var [[Sigurður Magnússon frá Vilborgarstöðum|Sigurður]] sonur Magnúsar Pálssonar. Magnús Magnússon sagði þá í gamni við Sigurð: „Það vildi ég, að þú værir orðinn að flakandi lúðu, Siggi.“ Þá varð Magnúsi Pálssyni að orði: „Segðu nú það.“<br>
Magnús var smáskrítinn. Einhverju sinni voru þeir á sjó á smáferju 5 í skotturóðri, Magnús og [[Magnús Magnússon (Vilborgarstöðum)|Magnús Magnússon]] í [[Háigarður|Háagarði]]. Með þeim var [[Sigurður Magnússon (Vanangri)|Sigurður]] sonur Magnúsar Pálssonar. Magnús Magnússon sagði þá í gamni við Sigurð: „Það vildi ég, að þú værir orðinn að flakandi lúðu, Siggi.“ Þá varð Magnúsi Pálssyni að orði: „Segðu nú það.“<br>
Hannes var aðeins ellefu ára gamall, þegar hann réri fyrst á vetrarvertíð. Var hann alltaf að suða í því við móður sína, að hann fengi að róa, en hún var treg til að veita leyfi til þess. Magnús var frá [[Austasti-Skáli|Austasta-Skála]], maður [[Guðrún Jónsdóttir í Austasta-Skála|Guðrúnar]] systur Margrétar, var þá viðliggjari hjá henni. Réri hann með Jóni Guðmundssyni frá Hól undir Eyjafjöllum á landskipi. Mælti Magnús eindregið með því, að Hannes fengi að skreppa með þeim og varð það úr. Réri hann með þeim tvo róðra þessa vertíð. Ekki varð Hannes sjóveikur, og vissi aldrei hvað það var. Næstu vertíð réri hann upp á hálfdrætti hjá [[Jón Pétursson fyrri í Elínarhúsi|Jóni Péturssyni]] hinum fyrra í [[Elínarhús]]i. Var hann formaður fyrir [[Haffrúin, áraskip|Haffrúnni]]. Árið eftir fór hann á [[Gideon]] til [[Árni Diðriksson|Árna Diðrikssonar]] í [[Stakkagerði]]. Eftir það réri hann á Gideon meðan hann flaut, utan eina vertíð, sem hann réri með [[Ólafur Magnússon í Nýborg|Ólafi Magnússyni]] í [[Nýborg]]. Var hann þá að byrja formennsku, og gekk mjög illa að fá háseta, eins og þá tíðkaðist með alla byrjendur.<br>
Hannes var aðeins ellefu ára gamall, þegar hann réri fyrst á vetrarvertíð. Var hann alltaf að suða í því við móður sína, að hann fengi að róa, en hún var treg til að veita leyfi til þess. Magnús var frá Austasta-Skála, maður [[Guðrún Jónsdóttir (Austasta-Skála)|Guðrúnar]] systur Margrétar, var þá viðliggjari hjá henni. Réri hann með Jóni Guðmundssyni frá Hól undir Eyjafjöllum á landskipi. Mælti Magnús eindregið með því, að Hannes fengi að skreppa með þeim og varð það úr. Réri hann með þeim tvo róðra þessa vertíð. Ekki varð Hannes sjóveikur, og vissi aldrei hvað það var. Næstu vertíð réri hann upp á hálfdrætti hjá [[Jón Pétursson (Elínarhúsi)|Jóni Péturssyni]] hinum fyrra í [[Elínarhús]]i. Var hann formaður fyrir [[Haffrúin, áraskip|Haffrúnni]]. Árið eftir fór hann á [[Gideon]] til [[Árni Diðriksson|Árna Diðrikssonar]] í [[Stakkagerði]]. Eftir það réri hann á Gideon meðan hann flaut, utan eina vertíð, sem hann réri með [[Ólafur Magnússon í Nýborg|Ólafi Magnússyni]] í [[Nýborg]]. Var hann þá að byrja formennsku, og gekk mjög illa að fá háseta, eins og þá tíðkaðist með alla byrjendur.<br>
Fyrstu vertíðina, sem Hannes var til heils hlutar á Gideon, fékk Árni Diðriksson vont fingurmein, svo að hann treysti sér ekki til að róa. Þegar kallað var til fyrsta róðursins, sem Árni réri ekki, sendi hann Hannesi þau skilaboð með [[Ögmundur Ögmundsson|Ögmundi Ögmundssyni]] í [[Landakot]]i, að hann treysti því, að Hannes réri skipinu fyrir sig. Hannes var seytján ára þessa vertíð. Á skipinu voru margir þrautreyndir sjómenn og gamlir formenn, og var Hannes yngstur allra. Fór Hannes nú til skips, og lét færi sitt á venjulegan stað í skipinu. Þegar allir voru komnir til skips og Hannes sá, að enginn bar sig að formannssætinu, spurði hann, hvort enginn ætlaði að láta færi sitt í formanns sætið. Sögðu hásetar þá, að enginn þeirra hefði verið beðinn að taka við skipinu. Tók Hannes þá færi sitt og gekk aftur með skipinu, lagði það í formannssætið og sagði hásetunum að standa að í Jesú nafni, eins og formanna var siður. Settu þeir síðan árflot og fiskuðu vel um daginn. Bar ekki á neinni óánægju. Næstu vertíð tók Hannes alveg við formennsku á Gideon og var síðan formaður fyrir honum í 37 vertíðir.<br>
Fyrstu vertíðina, sem Hannes var til heils hlutar á Gideon, fékk Árni Diðriksson vont fingurmein, svo að hann treysti sér ekki til að róa. Þegar kallað var til fyrsta róðursins, sem Árni réri ekki, sendi hann Hannesi þau skilaboð með [[Ögmundur Ögmundsson|Ögmundi Ögmundssyni]] í [[Landakot]]i, að hann treysti því, að Hannes réri skipinu fyrir sig. Hannes var seytján ára þessa vertíð. Á skipinu voru margir þrautreyndir sjómenn og gamlir formenn, og var Hannes yngstur allra. Fór Hannes nú til skips, og lét færi sitt á venjulegan stað í skipinu. Þegar allir voru komnir til skips og Hannes sá, að enginn bar sig að formannssætinu, spurði hann, hvort enginn ætlaði að láta færi sitt í formanns sætið. Sögðu hásetar þá, að enginn þeirra hefði verið beðinn að taka við skipinu. Tók Hannes þá færi sitt og gekk aftur með skipinu, lagði það í formannssætið og sagði hásetunum að standa að í Jesú nafni, eins og formanna var siður. Settu þeir síðan árflot og fiskuðu vel um daginn. Bar ekki á neinni óánægju. Næstu vertíð tók Hannes alveg við formennsku á Gideon og var síðan formaður fyrir honum í 37 vertíðir.<br>
Margrét móðir Hannesar átti tómthúsið [[Nýi Kastali|Nýjakastala]] og bjó þar. Fylgdi því engin grasnyt fremur en öðrum tómthúsum í Vestmannaeyjum. Höfðu tómthúsmennirnir lífsviðurværi sitt af sjónum, fuglaveiði á vegum jarðabændanna og lausavinnu við verzlanirnar. Samhliða sjómennskunni lagði Hannes stund á öll þessi störf. Milli sumarróðranna fékkst hann mikið við fuglaveiði, enda þótt sú veiði væri honum ekki að skapi. Var hann enn á barnsaldri, þegar hann byrjaði að leggja stund á fuglaveiði, og henti hann þá áfall, sem hann beið aldrei bætur af meðan hann lifði. <br>
Margrét móðir Hannesar átti tómthúsið [[Nýi Kastali|Nýjakastala]] og bjó þar. Fylgdi því engin grasnyt fremur en öðrum tómthúsum í Vestmannaeyjum. Höfðu tómthúsmennirnir lífsviðurværi sitt af sjónum, fuglaveiði á vegum jarðabændanna og lausavinnu við verzlanirnar. Samhliða sjómennskunni lagði Hannes stund á öll þessi störf. Milli sumarróðranna fékkst hann mikið við fuglaveiði, enda þótt sú veiði væri honum ekki að skapi. Var hann enn á barnsaldri, þegar hann byrjaði að leggja stund á fuglaveiði, og henti hann þá áfall, sem hann beið aldrei bætur af meðan hann lifði. <br>
Sumar eitt fór hann til lundaveiða í [[Bjarnarey]] með fleiri mönnum. Það mun hafa verið árið 1865, og var Hannes þá 13 ára gamall. Dag nokkurn fór hann einsamall með 15 faðma langt lagnet suður á eyjuna og ætlaði að leggja það þar í lundabyggð eina. Upp af [[Hrútaskorunef]]inu varð honum fótaskortur í brekkunni, og hrapaði hann fram af hamarsbrúninni. Vissi hann það næst af sér, að hann hékk í lausu lofti með höfuðið niður og annan fótinn flæktan í netinu, sem í fallinu hafði fest á snös, og var hann úr öklaliðnum á þeim fæti, sem hann hékk á. Með erfiðismunum tókst Hannesi að ná með höndunum í netið og rétta sig við. Í þeim svifum hrökk öklinn aftur í liðinn.<br>
Sumar eitt fór hann til lundaveiða í [[Bjarnarey]] með fleiri mönnum. Það mun hafa verið árið 1865, og var Hannes þá 13 ára gamall. Dag nokkurn fór hann einsamall með 15 faðma langt lagnet suður á eyjuna og ætlaði að leggja það þar í lundabyggð eina. Upp af [[Hrútaskorunef]]inu varð honum fótaskortur í brekkunni, og hrapaði hann fram af hamarsbrúninni. Vissi hann það næst af sér, að hann hékk í lausu lofti með höfuðið niður og annan fótinn flæktan í netinu, sem í fallinu hafði fest á snös, og var hann úr öklaliðnum á þeim fæti, sem hann hékk á. Með erfiðismunum tókst Hannesi að ná með höndunum í netið og rétta sig við. Í þeim svifum hrökk öklinn aftur í liðinn.<br>
Spölkorn fyrir ofan Hannes, þar sem hann hékk í netinu, var silla í berginu. Þangað tókst honum að lesa sig upp netið, en af sillunni sýndist honum ókleift standberg á alla vegu, og slútti það fram yfir sig víðast hvar. Syðst á hillunni var krókur inn í bergið, og virtist honum líklegast þar til uppgöngu. Hann vissi, að árangurslaust var að kalla á hjálp, því að félagar hans væri allir fjærri. Mjakaði hann sér suður hilluna, með því að hoppa á öðrum fæti og styðja sig við bergið með hendinni. En þegar hann kom í krókinn syðst á hillunni, sá hann að bergið var einnig ókleift. Varð honum nú ekki um sel, og sagðist muna það síðast eftir sér þarna á hillunni, að hann hefði haft það eitt í huganum: „Hér verð ég að komast upp.“ Hugur hans hefði verið fullur af þessu einu, og þá missti hann meðvitundina. Vissi hann síðan ekki af sér fyrri en uppi í grösum á eynni, langt frá brúninni, og var hann þá lamaður og ósjálfbjarga. Þar fundu félagar hans hann nokkru síðar. <br>
Spölkorn fyrir ofan Hannes, þar sem hann hékk í netinu, var silla í berginu. Þangað tókst honum að lesa sig upp netið, en af sillunni sýndist honum ókleift standberg á alla vegu, og slútti það fram yfir sig víðast hvar. Syðst á hillunni var krókur inn í bergið, og virtist honum líklegast þar til uppgöngu. Hann vissi, að árangurslaust var að kalla á hjálp, því að félagar hans væri allir fjærri. Mjakaði hann sér suður hilluna, með því að hoppa á öðrum fæti og styðja sig við bergið með hendinni. En þegar hann kom í krókinn syðst á hillunni, sá hann að bergið var einnig ókleift. Varð honum nú ekki um sel, og sagðist muna það síðast eftir sér þarna á hillunni, að hann hefði haft það eitt í huganum: „Hér verð ég að komast upp.“ Hugur hans hefði verið fullur af þessu einu, og þá missti hann meðvitundina. Vissi hann síðan ekki af sér fyrri en uppi í grösum á eynni, langt frá brúninni, og var hann þá lamaður og ósjálfbjarga. Þar fundu félagar hans hann nokkru síðar. <br>
Hann vissi aldrei með hverjum hætti hann hafði farið upp, og eru menn í engum vafa um, að björgun hans hefir farið fram með aðstoð einhverra dularafla eða verndarvætta. [[Magnús Guðmundsson]] bóndi á [[Vesturhús]]um, tengdasonur Hannesar, athugaði nákvæmlega staðhætti þarna, og fullyrðir hann, að uppganga af sillunni sé algjörlega óhugsandi og ómöguleg á venjulegan hátt, enda þótt fimasti fjallamaður ætti í hlut, hvað þá lamaður 13 vetra drengur. Í sömu átt hnígur álit annarra, sem staðháttum eru kunnugir. Þar sem hann hrapaði heita síðan [[Hannesarstaðir]].<br>
Hann vissi aldrei með hverjum hætti hann hafði farið upp, og eru menn í engum vafa um, að björgun hans hefir farið fram með aðstoð einhverra dularafla eða verndarvætta. [[Magnús Guðmundsson]] bóndi á [[Vesturhús]]um, tengdasonur Hannesar, athugaði nákvæmlega staðhætti þarna, og fullyrðir hann, að uppganga af sillunni sé algjörlega óhugsandi og ómöguleg á venjulegan hátt, enda þótt fimasti fjallamaður ætti í hlut, hvað þá lamaður 13 vetra drengur. Í sömu átt hnígur álit annarra, sem staðháttum eru kunnugir. Þar sem hann hrapaði heita síðan [[Hannes Jónsson|Hannesarstaðir]].<br>
Eftir áfall þetta lá Hannes rúmfastur nálega eitt ár og var búizt við, að hann yrði örkumlaður alla æfi. Reyndin varð önnur. Náði hann fullri heilsu, en varð upp frá þessu svo skjálfhendur, að hann átti erfitt með að drekka úr kaffibolla. Og nafn sitt skrifaði hann þannig, að hann lá ofan á hendinni, meðan hann skrifaði. Þrátt fyrir skjálftann var Hannes góð skytta og skaut fugl á flugi, og hæfði vel. Lék hann þetta fram á gamals aldur, en skjót handtök hafði hann við, því að ekki tjáði að tefja lengi við miðanir.<br>
Eftir áfall þetta lá Hannes rúmfastur nálega eitt ár og var búizt við, að hann yrði örkumlaður alla æfi. Reyndin varð önnur. Náði hann fullri heilsu, en varð upp frá þessu svo skjálfhendur, að hann átti erfitt með að drekka úr kaffibolla. Og nafn sitt skrifaði hann þannig, að hann lá ofan á hendinni, meðan hann skrifaði. Þrátt fyrir skjálftann var Hannes góð skytta og skaut fugl á flugi, og hæfði vel. Lék hann þetta fram á gamals aldur, en skjót handtök hafði hann við, því að ekki tjáði að tefja lengi við miðanir.<br>
Fram af [[Hrófin|Hrófunum]] í [[Skipasandur|Skipasandi]] var lón, sem kallað var [[Stokkalón]], og stóð sjór í því um fjörur. Einhverju sinni fjaraði sel uppi í lóninu. Var þar fjöldi manns saman kominn í kringum lónið, og margir með byssu til þess að bana selnum. Þorði enginn að skjóta vegna mannfjöldans, þegar selurinn skaut upp hausnum til þess að anda. Hannes stóð á klöpp, sem gnæfði yfir lónið. Leiddist honum þóf þetta, þreif byssu af manni einum, er nærri honum stóð, og skaut selinn umsvifalaust. <br>
Fram af [[Hrófin|Hrófunum]] í [[Skipasandur|Skipasandi]] var lón, sem kallað var [[Stokkalón]], og stóð sjór í því um fjörur. Einhverju sinni fjaraði sel uppi í lóninu. Var þar fjöldi manns saman kominn í kringum lónið, og margir með byssu til þess að bana selnum. Þorði enginn að skjóta vegna mannfjöldans, þegar selurinn skaut upp hausnum til þess að anda. Hannes stóð á klöpp, sem gnæfði yfir lónið. Leiddist honum þóf þetta, þreif byssu af manni einum, er nærri honum stóð, og skaut selinn umsvifalaust. <br>
Lína 28: Lína 30:
Klukkan var orðin sjö um kvöldið, þegar þeir komu upp undir Eiðið á Gideon. Var brim orðið mikið, er þeir voru á siglingunni, og var það eina skiptið, sem Hannes mundi til, að hann hefði hlíft fyrir sjó, meðan hann var á Gideon. Þegar þeir lentu á Eiðinu, var þar kominn fjöldi manns til þess að hjálpa við setninginn, og þóttust menn hafa heimt þá úr helju.<br>
Klukkan var orðin sjö um kvöldið, þegar þeir komu upp undir Eiðið á Gideon. Var brim orðið mikið, er þeir voru á siglingunni, og var það eina skiptið, sem Hannes mundi til, að hann hefði hlíft fyrir sjó, meðan hann var á Gideon. Þegar þeir lentu á Eiðinu, var þar kominn fjöldi manns til þess að hjálpa við setninginn, og þóttust menn hafa heimt þá úr helju.<br>
Jafnframt þorskveiðunum stundaði Hannes hákarlaveiðar á Gideon. Fór hann mest í níu hákarlalegur frá veturnóttum til vertíðar, en að jafnaði var sjaldnar farið.<br>
Jafnframt þorskveiðunum stundaði Hannes hákarlaveiðar á Gideon. Fór hann mest í níu hákarlalegur frá veturnóttum til vertíðar, en að jafnaði var sjaldnar farið.<br>
Yfirhafnsögumaður var Hannes skipaður af [[Jón Magnússon (sýslumaður)|Jóni Magnússyni]] sýslumanni 19. apríl 1896, og var [[Guðjón Jónsson í Sjólyst|Guðjón Jónsson]] sýslunefndarmaður í [[Sjólyst]] samtímis skipaður annar hafnsögumaður. [[Magnús Jónsson (sýslumaður)|Magnús Jónsson]] skipaði Hannes síðan 12. desember 1896 til að vera „einasta hafnsögumann hér í sýslu.“ Þessu starfi gegndi Hannes þangað til í aprílmánuði 1937, að hann sagði því af sér vegna veikinda. Í æsku sinni hafði Hannes lært dönsku og kom honum það í góðar þarfir, er hann var orðinn hafnsögumaður. Hann andaðist 31. júlí 1937.<br>
Yfirhafnsögumaður var Hannes skipaður af [[Jón Magnússon (sýslumaður)|Jóni Magnússyni]] sýslumanni 19. apríl 1896, og var [[Guðjón Jónsson (Sjólyst)|Guðjón Jónsson]] sýslunefndarmaður í [[Sjólyst]] samtímis skipaður annar hafnsögumaður. [[Magnús Jónsson (sýslumaður)|Magnús Jónsson]] skipaði Hannes síðan 12. desember 1896 til að vera „einasta hafnsögumann hér í sýslu.“ Þessu starfi gegndi Hannes þangað til í aprílmánuði 1937, að hann sagði því af sér vegna veikinda. Í æsku sinni hafði Hannes lært dönsku og kom honum það í góðar þarfir, er hann var orðinn hafnsögumaður. Hann andaðist 31. júlí 1937.<br>
<small>(Sögn Hannesar sjálfs, Ægir okt.—nóv. 1921, bls. 137—139 og Heimir febr. 1935, ritstj. [[Kristján Linnet|Kr. Linnet]], bæjarfógeti).</small>
<small>(Sögn Hannesar sjálfs, Ægir okt.—nóv. 1921, bls. 137—139 og Heimir febr. 1935, ritstj. [[Kristján Linnet|Kr. Linnet]], bæjarfógeti).</small>
{{Sögur og sagnir}}
{{Sögur og sagnir}}

Núverandi breyting frá og með 24. janúar 2016 kl. 11:06


Hannes lóðs.


Hannes Jónsson hafnsögumaður fæddist 21. nóvember 1852. Foreldrar hans voru Jón Hannesson tómthúsmaður í Nýjakastala og kona hans Margrét Jónsdóttir. Var Jón ættaður frá Langholti í Meðallandi, en Margrét var frá Núpi undir Eyjafjöllum. Höfðu foreldrar hennar flutzt þangað undan Skaptáreldi.
Jón Hannesson drukknaði 21. okt. 1853, réttum mánuði áður en Hannes varð ársgamall. Jón hafði farið í hákarlalegu með Lars Tranberg á áttæringnum Najaden. Í legunni hrepptu þeir norðanstorm, og héldu þá heim undir fullum seglum. Voru þeir komnir upp undir Heimaey austanverða, þegar Jón hrökk útbyrðis. Heppnaðist ekki að bjarga honum. Hafði hann setið á skorbitanum á hléborða og hallað sér upp að skautinu. Slitnaði það eða losnaði, og tapaði Jón þá jafnvæginu og féll útbyrðis.
Jón var seinni maður Margrétar. Áður hafði hún verið gefin Jóni Gíslasyni bónda í Túni. Drukknaði hann einnig í hákarlalegu. Var hann á hákarlajagt með Morten Ericksen skipstjóra, og fórst hún með allri áhöfn annan hvítasunnudag árið 1847. Margrét hafði eignazt eitt barn með Jóni Gíslasyni, Sesselju, konu Jóns Jónssonar sýslunefndarmanns í Gvendarhúsi. En með Jóni Hannessyni átti hún tvö börn, Hannes og Jóhönnu, konu Guðmundar Guðmundssonar á Fögruvöllum, og síðar Péturs Valgarðssonar að Tabor í Alberta í Kanada.
Börnin voru öll í ómegð, þegar Jón Hannesson drukknaði. Átti Margrét því erfitt uppdráttar. Sýslumaður hafði skipað henni meðráðamann. Varð Helgi Jónsson í Garðsfjósinu fyrir valinu. Í erfiðleikum sínum leitaði Margrét til hans, en hann gaf þessi svör: „Segðu börnin til sveitar og reyndu að vinna fyrir sjálfri þér.“ Var henni þetta fjarri skapi og leitaði hún nú til Eyjólfs Erasmussonar hreppstjóra á Eystri-Vesturhúsum. Hafði Jón Hannesson verið hjá honum um langt skeið. Eyjólfur brást þegar hið bezta við, og reyndist henni jafnan hinn mesti öðlingur. Sendi hann henni þegar þrjú ílát full með söltuðum fugli, og hjálpaði henni með úttekt í búð.
Sagði Margrét, að Eyjólfur hefði alltaf reynzt mesta bjargvættur, þegar í nauðirnar rak. Sjálf vann hún myrkranna á milli, til þess að framfleyta sér og sínum. Að sumrinu reytti hún lunda fyrir kaupmennina. Um þessar mundir var gott verð á lundafiðri og höfðu kaupmenn þá margt manna við lundaveiði. Leigðu þeir veiðiréttinn af bændum og réðu til sín margt manna, jafnvel austan úr Mýrdal, til veiðinnar, og settust margir þeirra síðan að í Vestmannaeyjum. Fyrir reytinguna guldu kaupmenn helming fugls og fiðurs.
Barst mikið að af fuglinum, því að veiðiaðferðir voru með þeim hætti, að heita mátti, að stefnt væri að gjöreyðingu fuglsins. Má af því sjá, hvílík kynstur hafa verið drepin af fuglinum, að útflutningur á fiðri nam árið 1858 26680 pundum af fiðri, og svipaður var útflutningurinn hin næstu ár.
Um þetta leyti þekktust háfar ekki í Vestmannaeyjum. Voru notuð net af ýmsri gerð til veiðinnar. Voru þau ýmist nefnd lagnet, fyrirsláttarnet eða uppistöðunet, eftir því hvaða aðferð var notuð.
Lagnetin voru 12—14 faðma löng og voru þau fest yfir holurnar í lundabyggðunum með 6—8 hælum. Með þessari aðferð var nálega allur vaxinn fugl drepinn í þeirri byggð, sem þau voru lögð yfir.
Fyrirsláttarnetin voru hengd í fjallabrúnirnir, þar sem lundinn átti vanda til að setjast. Voru netin látin hanga í snæristaumum niður fyrir brúnina. Veiðimennirnir voru tveir og fóru þeir frá á meðan fuglinn settist í brúnina ofan við netið. Þegar þeim fannst nægilega margt setzt af fugli, læddust þeir að sinn hvorum enda netsins, og drógu það upp á snæristaumunum, fyrir fuglinn, sem sat í brúninni. Styggðu þeir síðan fuglinn, svo að hann flaug upp og lenti hann þá í netinu.
Uppistöðunetunum var komið fyrir með öðrum hætti. Í hlíðar, þar sem lundi sat mikið, helzt í lundabyggð, var komið fyrir tveim trjám á hæð við siglutré, og var haft hæfilegt bil á milli þeirra. Í toppinn á uppistöðutrjánum var komið fyrir hjóli, sem snæri eða mjór kaðall var dreginn í. Var sín taug fest í hvort horn efra teins í netinu, en neðri teinn netsins var festur niður með hælum. Var taugin höfð svo löng, að veiðimennirnir, sem voru tveir, gæti verið í svo mikilli fjarlægð, að þeir styggði ekki fuglinn. Þegar netinu hafði verið komið fyrir milli uppistöðutrjánna, var það látið liggja niðri og biðu fuglamennirnir þess, að fuglinn settist milli uppistöðutrjánna og í hlíðina fyrir ofan. Drógu þeir síðan netið upp, þegar nokkuð hafði setzt af fugli, og gjörðu óp að honum, svo að hann flygi upp og lenti í netinu.
Með þessum veiðiaðferðum var fuglinn drepinn svo gengdarlaust, að þær voru bannaðar árið 1869. Lundaveiðin hófst með sumarmálum, þegar lundinn kom til sumardvalar, og var haldið áfram, þangað til hann fór aftur, er haustaði.
Margrét hafði því ærið að starfa þessi árin yfir sumarmánuðina, og mátti heita, að hún sæti í fuglinum dag og nótt. Sjálf bringureytti hún, því að það var vandasamara, en lét dætur sínar, er þær stálpuðust, bakreyta og reyta vængina. Var fiðrið flokkað þannig, að haldið var sér fiðri af bringu, baki og vængjum. Spýlurnar, bak, vængi og læri lundans, en hann var þá spýlaður á lærunum, þurrkaði Margrét og notaði til eldsneytis. Einnig vann Margrét mikið við fiskverkun hjá verzlununum, en þá var fiskur enn lagður inn við verzlanirnar blautur eða beint úr sjónum. Nokkurn styrk hafði hún snemma af Sesselju. Ung að aldri var hún farin að himnudraga fisk, og breiða til þurrks. Með sparsemi bjargaðist Margrét þannig með börnin, án þess að þiggja af sveit.
Hannes hafði varla slitið barnaskónum, þegar hann byrjaði að draga til heimilisins. Um 10 ára aldur byrjaði hann að róa með fullorðnum. Að sumrinu réri hann oft með Magnúsi Pálssyni bónda á Vilborgarstöðum. Hafði Magnús með sér þrjá eða fjóra stráka og stundaði róðra á grunnmiðum og aflaði stundum vel. Kom fyrir, að þeir fengju drátt. Þótti mikið happ að stórum og feitum flyðrum, því að þær eru matarmiklar og lostæti. Magnús var mjög aðgætinn og réttur barnaformaður. Var hann umvöndunarsamur og lærðu þeir drengirnir margt af honum, sem að sjómennsku laut. Urðu margir þeirra, er með honum réru, miklir formenn og aflaklær.
Magnús var smáskrítinn. Einhverju sinni voru þeir á sjó á smáferju 5 í skotturóðri, Magnús og Magnús Magnússon í Háagarði. Með þeim var Sigurður sonur Magnúsar Pálssonar. Magnús Magnússon sagði þá í gamni við Sigurð: „Það vildi ég, að þú værir orðinn að flakandi lúðu, Siggi.“ Þá varð Magnúsi Pálssyni að orði: „Segðu nú það.“
Hannes var aðeins ellefu ára gamall, þegar hann réri fyrst á vetrarvertíð. Var hann alltaf að suða í því við móður sína, að hann fengi að róa, en hún var treg til að veita leyfi til þess. Magnús var frá Austasta-Skála, maður Guðrúnar systur Margrétar, var þá viðliggjari hjá henni. Réri hann með Jóni Guðmundssyni frá Hól undir Eyjafjöllum á landskipi. Mælti Magnús eindregið með því, að Hannes fengi að skreppa með þeim og varð það úr. Réri hann með þeim tvo róðra þessa vertíð. Ekki varð Hannes sjóveikur, og vissi aldrei hvað það var. Næstu vertíð réri hann upp á hálfdrætti hjá Jóni Péturssyni hinum fyrra í Elínarhúsi. Var hann formaður fyrir Haffrúnni. Árið eftir fór hann á Gideon til Árna Diðrikssonar í Stakkagerði. Eftir það réri hann á Gideon meðan hann flaut, utan eina vertíð, sem hann réri með Ólafi Magnússyni í Nýborg. Var hann þá að byrja formennsku, og gekk mjög illa að fá háseta, eins og þá tíðkaðist með alla byrjendur.
Fyrstu vertíðina, sem Hannes var til heils hlutar á Gideon, fékk Árni Diðriksson vont fingurmein, svo að hann treysti sér ekki til að róa. Þegar kallað var til fyrsta róðursins, sem Árni réri ekki, sendi hann Hannesi þau skilaboð með Ögmundi Ögmundssyni í Landakoti, að hann treysti því, að Hannes réri skipinu fyrir sig. Hannes var seytján ára þessa vertíð. Á skipinu voru margir þrautreyndir sjómenn og gamlir formenn, og var Hannes yngstur allra. Fór Hannes nú til skips, og lét færi sitt á venjulegan stað í skipinu. Þegar allir voru komnir til skips og Hannes sá, að enginn bar sig að formannssætinu, spurði hann, hvort enginn ætlaði að láta færi sitt í formanns sætið. Sögðu hásetar þá, að enginn þeirra hefði verið beðinn að taka við skipinu. Tók Hannes þá færi sitt og gekk aftur með skipinu, lagði það í formannssætið og sagði hásetunum að standa að í Jesú nafni, eins og formanna var siður. Settu þeir síðan árflot og fiskuðu vel um daginn. Bar ekki á neinni óánægju. Næstu vertíð tók Hannes alveg við formennsku á Gideon og var síðan formaður fyrir honum í 37 vertíðir.
Margrét móðir Hannesar átti tómthúsið Nýjakastala og bjó þar. Fylgdi því engin grasnyt fremur en öðrum tómthúsum í Vestmannaeyjum. Höfðu tómthúsmennirnir lífsviðurværi sitt af sjónum, fuglaveiði á vegum jarðabændanna og lausavinnu við verzlanirnar. Samhliða sjómennskunni lagði Hannes stund á öll þessi störf. Milli sumarróðranna fékkst hann mikið við fuglaveiði, enda þótt sú veiði væri honum ekki að skapi. Var hann enn á barnsaldri, þegar hann byrjaði að leggja stund á fuglaveiði, og henti hann þá áfall, sem hann beið aldrei bætur af meðan hann lifði.
Sumar eitt fór hann til lundaveiða í Bjarnarey með fleiri mönnum. Það mun hafa verið árið 1865, og var Hannes þá 13 ára gamall. Dag nokkurn fór hann einsamall með 15 faðma langt lagnet suður á eyjuna og ætlaði að leggja það þar í lundabyggð eina. Upp af Hrútaskorunefinu varð honum fótaskortur í brekkunni, og hrapaði hann fram af hamarsbrúninni. Vissi hann það næst af sér, að hann hékk í lausu lofti með höfuðið niður og annan fótinn flæktan í netinu, sem í fallinu hafði fest á snös, og var hann úr öklaliðnum á þeim fæti, sem hann hékk á. Með erfiðismunum tókst Hannesi að ná með höndunum í netið og rétta sig við. Í þeim svifum hrökk öklinn aftur í liðinn.
Spölkorn fyrir ofan Hannes, þar sem hann hékk í netinu, var silla í berginu. Þangað tókst honum að lesa sig upp netið, en af sillunni sýndist honum ókleift standberg á alla vegu, og slútti það fram yfir sig víðast hvar. Syðst á hillunni var krókur inn í bergið, og virtist honum líklegast þar til uppgöngu. Hann vissi, að árangurslaust var að kalla á hjálp, því að félagar hans væri allir fjærri. Mjakaði hann sér suður hilluna, með því að hoppa á öðrum fæti og styðja sig við bergið með hendinni. En þegar hann kom í krókinn syðst á hillunni, sá hann að bergið var einnig ókleift. Varð honum nú ekki um sel, og sagðist muna það síðast eftir sér þarna á hillunni, að hann hefði haft það eitt í huganum: „Hér verð ég að komast upp.“ Hugur hans hefði verið fullur af þessu einu, og þá missti hann meðvitundina. Vissi hann síðan ekki af sér fyrri en uppi í grösum á eynni, langt frá brúninni, og var hann þá lamaður og ósjálfbjarga. Þar fundu félagar hans hann nokkru síðar.
Hann vissi aldrei með hverjum hætti hann hafði farið upp, og eru menn í engum vafa um, að björgun hans hefir farið fram með aðstoð einhverra dularafla eða verndarvætta. Magnús Guðmundsson bóndi á Vesturhúsum, tengdasonur Hannesar, athugaði nákvæmlega staðhætti þarna, og fullyrðir hann, að uppganga af sillunni sé algjörlega óhugsandi og ómöguleg á venjulegan hátt, enda þótt fimasti fjallamaður ætti í hlut, hvað þá lamaður 13 vetra drengur. Í sömu átt hnígur álit annarra, sem staðháttum eru kunnugir. Þar sem hann hrapaði heita síðan Hannesarstaðir.
Eftir áfall þetta lá Hannes rúmfastur nálega eitt ár og var búizt við, að hann yrði örkumlaður alla æfi. Reyndin varð önnur. Náði hann fullri heilsu, en varð upp frá þessu svo skjálfhendur, að hann átti erfitt með að drekka úr kaffibolla. Og nafn sitt skrifaði hann þannig, að hann lá ofan á hendinni, meðan hann skrifaði. Þrátt fyrir skjálftann var Hannes góð skytta og skaut fugl á flugi, og hæfði vel. Lék hann þetta fram á gamals aldur, en skjót handtök hafði hann við, því að ekki tjáði að tefja lengi við miðanir.
Fram af Hrófunum í Skipasandi var lón, sem kallað var Stokkalón, og stóð sjór í því um fjörur. Einhverju sinni fjaraði sel uppi í lóninu. Var þar fjöldi manns saman kominn í kringum lónið, og margir með byssu til þess að bana selnum. Þorði enginn að skjóta vegna mannfjöldans, þegar selurinn skaut upp hausnum til þess að anda. Hannes stóð á klöpp, sem gnæfði yfir lónið. Leiddist honum þóf þetta, þreif byssu af manni einum, er nærri honum stóð, og skaut selinn umsvifalaust.
Hannes var jafnan skjótráður og öruggur. Komu þau einkenni greinilega fram í formennsku hans. En hann var fjörtíu vertíðir formaður fyrir opnu skipi, og hætti þá sjómennsku. Eftir að hann hætti við Gideon var hann þrjár vertíðir með sexæringinn Halkion. Aldrei hlekktist Hannesi á, og aflaði með ágætum. Gideon var bezta sjóskip undir farmi, og sigldi skipa bezt.
Einhverju sinni var Hannes á sjó fyrir sunnan Geirfuglasker, í landsuður af skerinu. Fiskur var nógur. Fengu þeir sex í hlut á einum kipp. Rauk þá upp með ofsastorm á austan. Réru þeir þá í skjól af skerinu og settu þar upp segl og sigldu með tvírifuðu, svo var rokið mikið. Í fyrsta slag sigldu þeir norður á móts við Þrídranga og snéru þar við og náðu undir Geldung. Þaðan héldu þeir allar götur norður undir Landeyjasand, fram af Krossi. Var vindur þar sem næst á norðan og sigldu þeir nú austur með sandinum gegnt Bryggjum, en þar varð vindur austlægari. Tóku þeir nú suðurslag og náðu undir Upsaberg, en fóru ekki í landvar. Snéru þar nú enn við þar og sigldu inn undir Flúðir, og þaðan náðu þeir upp undir Eiðið. Þar lá Doodman skipstjóri á línuveiðaskipi sínu. Bauð hann Hannesi og allri skipshöfn hans um borð og gaf þeim kaffi. Og að skilnaði gaf hann þeim níu í hlut af löngu, sem hann hafði geymt handa þeim.
Þegar þeir Hannes fóru frá Geirfuglaskerinu nálega klukkan tíu um morguninn, hafði Doodman verið þar að draga línu sína. Var hann hræddur um, að þeir mundu ekki ná landi, og leitaði þeirra við Geirfuglasker og Þrídranga, þegar hann hafði dregið línuna. Fann hann þá loks, er þeir voru komnir heim undir Flúðir, og voru þeir ekki hjálpar þurfi.
Klukkan var orðin sjö um kvöldið, þegar þeir komu upp undir Eiðið á Gideon. Var brim orðið mikið, er þeir voru á siglingunni, og var það eina skiptið, sem Hannes mundi til, að hann hefði hlíft fyrir sjó, meðan hann var á Gideon. Þegar þeir lentu á Eiðinu, var þar kominn fjöldi manns til þess að hjálpa við setninginn, og þóttust menn hafa heimt þá úr helju.
Jafnframt þorskveiðunum stundaði Hannes hákarlaveiðar á Gideon. Fór hann mest í níu hákarlalegur frá veturnóttum til vertíðar, en að jafnaði var sjaldnar farið.
Yfirhafnsögumaður var Hannes skipaður af Jóni Magnússyni sýslumanni 19. apríl 1896, og var Guðjón Jónsson sýslunefndarmaður í Sjólyst samtímis skipaður annar hafnsögumaður. Magnús Jónsson skipaði Hannes síðan 12. desember 1896 til að vera „einasta hafnsögumann hér í sýslu.“ Þessu starfi gegndi Hannes þangað til í aprílmánuði 1937, að hann sagði því af sér vegna veikinda. Í æsku sinni hafði Hannes lært dönsku og kom honum það í góðar þarfir, er hann var orðinn hafnsögumaður. Hann andaðist 31. júlí 1937.
(Sögn Hannesar sjálfs, Ægir okt.—nóv. 1921, bls. 137—139 og Heimir febr. 1935, ritstj. Kr. Linnet, bæjarfógeti).