Jón Hannesson (Nýja-Kastala)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jón Hannesson sjómaður í Nýja-Kastala fæddist 1820 og drukknaði 21. október 1853.
Foreldrar hans voru Hannes Gottsveinsson bóndi og póstur á Brekkum í Mýrdal, f. 1796 í Eyjum, fórst á Skeiðarárjökli 19. september 1838, og kona hans Margrét húsfreyja, f. 4. apríl 1796, d. 27. janúar 1883, Jónsdóttir.

Jón var með foreldrum sínum í Hraunkoti í Landbroti 1835, hann var kominn til Eyja 1845 og var vinnumaður í Kastala þar.
Hann var tómthúsmaður í Ensomhed í Eyjum 1850 með Margréti Jónsdóttur konu sinni og barni hennar Sesselju Jónsdóttur 6 ára.
Jón drukknaði af hákarlaskipinu Najaden 21. október 1853.

Kona Jóns Hannessonar, (18. október 1849), var Margrét Jónsdóttir húsfreyja í Nýja-Kastala, f. 1818.
Börn Jóns og Margrétar:
1. Jóhanna Jónsdóttir, f. 2. maí 1849. Hún fór til Vesturheims frá Fögruvöllum 1891, þá orðin ekkja eftir Guðmund Guðmundsson á Fögruvöllum, f. 1848. Með henni fór dóttir hennar Margrét Jónína Guðmundsdóttir, f. 1874.
2. Margrét Jónsdóttir, f. 25. mars 1851, d. 31. mars 1851 úr ginklofa.
3. Hannes Jónsson, (Hannes lóðs), f. 21. nóvember 1852, d. 31. júlí 1937.
4. Jón Jónsson, f. 20. febrúar 1854, d. 25. febrúar 1854 „af barnaveiki“.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Árni Árnason.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.