Jón Gíslason (Tómthúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jón Gíslason sjómaður og tómthúsmaður í Tómthúsi í Eyjum¹), fæddist 1818 og fórst í maí 1847.
Faðir hans var Gísli bóndi víða, en lengst í Búlandsseli í Skaftártungu, f. 1753 í Kerlingardal í Mýrdal, d. 11. nóvember 1841 á Flögu í Skaftártungu, Jónsson, f. (1725), Gíslasonar bónda á Hellum í Mýrdal, f. 1687, Andréssonar, og konu Gísla á Hellum, Solveigar húsfreyju, f. 1695, Jónsdóttur.
Móðir Gísla í Búlandsseli er ókunn.

Móðir Jóns sjómanns í Tómthúsi og fjórða kona Gísla í Búlandsseli var Guðrún húsfreyja, f. 1781, d. 4. júlí 1853, Jónsdóttir bónda á Snæbýli og í Hemru í Skaftártungu, f. 1729, d. 17. júlí 1812, Valdasonar bónda í Ytri-Dal, f. 1691, d. fyrir 1748, Vigfússonar, og konu Valda, Margrétar húsfreyju, f. 1696, Jónsdóttur og konu Jóns, Guðnýjar Arnbjarnardóttur.
Móðir Guðrúnar í Búlandsseli og kona Jóns Valdasonar á Snæbýli var Margrét húsfreyja, f. 1743 á Keldunúpi á Síðu, d. 5. ágúst 1829 í Hemru, Árnadóttir.

Jón var búandi sjómaður með Margréti Jónsdóttur unnustu sinni í Tómthúsi í Eyjum 1845. Þau giftust 22. nóvember 1845.
Hann fórst í maí 1847 með Morten Eriksen í hákarlaveiðiferð.
Margrét var systurdóttir Jóns. Móðir hennar var Ragnhildur Gísladóttir hálfsystir Jóns.
Hún varð síðar kona Jóns Hannessonar sjómanns í Nýja-Kastala og voru þau foreldrar Hannesar lóðs.

Börn þeirra Jóns Gíslasonar og Margrétar voru:
1. Sesselja Jónsdóttir húsfreyja í Gvendarhúsi, f. 31. desember 1844, d. 9. júní 1923, kona Jóns í Gvendarhúsi.
Hún var hálfsystir Hannesar lóðs á Miðhúsum.
2. Jóhanna Karólína Jónsdóttir, f. 5. ágúst 1846, d. 11. ágúst 1846 „af Barnaveikin“.
3. Jón Jónsson, f. 19. september 1847, d. 21. september úr ginklofa.
¹) Húsnafn á mt. 1845.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.