Morten Eriksen

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Morten Eriksen hákarlaskipstjóri í Frydendal fæddist 1813 í þorpinu Allinge á norðurströnd Borgundarhólms og fórst í maí 1847.
Hann er fyrst skráður í Eyjum 1837, ,,skipper“ í Godthaab, eftir giftingu þeirra Ane Johanne (Madama Roed).
Þau bjuggu í húsi verslunarstjórans þar 1837, í tómthúsinu Frydendahl 1838 með Morten Frederik á 1. ári, í Frydendahl 1839-1840. Barnið Johanne Caroline finnst ekki hjá þeim né annarsstaðar í Eyjum 1836-1839, en er skráð hjá móður sinni og Morten 1840.
Fjölskyldan er skráð í Sjólyst á manntalinu 1845, en var sem fyrr í Frydendal við húsvitjun prestsins 1845.
Skip Mortens lagði út 13. maí 1847 og hvarf sporlaust.

Kona Mortens Eriksens, (29. september 1837), var Ane Johanne Frederiksdatter, fædd Grüner í Kaupmannahöfn 1810, d. 23. nóvember 1878.
Barn þeirra var
1. Morten Frederik Eriksen, f. 23. júlí 1838, d. 22. nóvember 1850.

Barn Ane Johanne og stjúpbarn Mortens var
2. Johanne Caroline Rasmussen, síðar kona Jóhanns Péturs Benedikts Bjarnasen verslunarstjóra og síðast kona Jes Nicolai Thomsen verslunarstjóra. Hún var fædd 2. september 1835 og lést 25. febrúar 1920.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.