„Jón Sighvatsson (Ási)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 16: | Lína 16: | ||
9. Sighvatur Sighvatsson, f. 30. júní 1942 í Ási, d. 26. mars 1955.<br> | 9. Sighvatur Sighvatsson, f. 30. júní 1942 í Ási, d. 26. mars 1955.<br> | ||
10. [[Magnús Torfi Sighvatsson]], f. 19. ágúst 1944 í Ási, d. 20. mars 2002.<br> | 10. [[Magnús Torfi Sighvatsson]], f. 19. ágúst 1944 í Ási, d. 20. mars 2002.<br> | ||
11. [[Jón Sighvatsson (Ási)|Jón Sighvatsson]], f. 25. maí 1946 í Ási. Barnsmóðir hans [[Eygló Kjartansdóttir]]. Fyrrum kona hans [[Sigurborg Erna Jónsdóttir (kennari)|Sigurborg Erna Jónsdóttir]]. Kona hans Guðríður ''Ásta'' Halldórsdóttir.<br> | 11. [[Jón Sighvatsson (Ási)|Jón Sighvatsson]], f. 25. maí 1946 í Ási. Barnsmóðir hans [[Eygló Kjartansdóttir (Landagötu)|Eygló Kjartansdóttir]]. Fyrrum kona hans [[Sigurborg Erna Jónsdóttir (kennari)|Sigurborg Erna Jónsdóttir]]. Kona hans Guðríður ''Ásta'' Halldórsdóttir.<br> | ||
Jón var með foreldrum sínum.<br> | Jón var með foreldrum sínum.<br> |
Núverandi breyting frá og með 10. ágúst 2024 kl. 18:54
Jón Sighvatsson frá Ási við Kirkjuveg 49, rafeindavirkjameistari fæddist þar 25. maí 1946.
Foreldrar hans voru Sighvatur Bjarnason frá Stokkseyri, skipstjóri, útgerðarmaður, forstjóri, f. 27. október 1903 í Útgörðum þar, d. 15. nóvember 1975, og kona hans Guðmunda Torfadóttir frá Hnífsdal, húsfreyja, f. þar 22. apríl 1905, d. 27. september 1983.
Börn Guðmundu fyrir hjónaband:
1. Kristjana Valgerður Jónsdóttir, f. 2. október 1926 á Ísafirði, d. 20. október 2011.
2. Guðríður Gilsdóttir Kinloch, f. 31. desember 1927 í Reykjavík, d. 19. maí 2011.
3. Haukur Guðmundsson, f. 25. október 1929 í Reykjavík, d. 3. september 1991.
Börn Guðmundu og Sighvats:
4. Margrét Sighvatsdóttir, f. 28. júlí 1931 í Ási, d. 15. nóvemer 2009. Maður hennar Friðrik Erlendur Ólafsson.
5. Bjarni Sighvatsson, f. 2. desember 1932 í Ási, d. 9. október 2018. Kona hans Dóra Guðlaugsdóttir
6. Sigurður Arnar Sighvatsson, f. 6. ágúst 1934 í Ási. Kona hans Soffía Björnsdóttir.
7. Guðbjartur Richarð Sighvatsson, f. 10. janúar 1937 í Ási.
8. Hrefna Sighvatsdóttir, f. 23. júlí 1939 í Ási. Fyrrum maður hennar Magnús Stefánsson. Maður hennar Jón Sigurður Óskarsson.
9. Sighvatur Sighvatsson, f. 30. júní 1942 í Ási, d. 26. mars 1955.
10. Magnús Torfi Sighvatsson, f. 19. ágúst 1944 í Ási, d. 20. mars 2002.
11. Jón Sighvatsson, f. 25. maí 1946 í Ási. Barnsmóðir hans Eygló Kjartansdóttir. Fyrrum kona hans Sigurborg Erna Jónsdóttir. Kona hans Guðríður Ásta Halldórsdóttir.
Jón var með foreldrum sínum.
Hann varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1963, var við enskunám í Englandi 1963-1964, lauk loftskeytaprófi 1966, símvirkjaprófi 1971, lærði rafeindavirkjun og öðlaðist meistararéttindi.
Hann stundaði aðallega sjómennsku 1963-1966, var m.a. loftskeytamaður á Haferninum sumarið 1966, var loftskeytamaður hjá Pósti og síma í Eyjum frá 1966 og vann þar síðan, síðast var hann rafeindavirkjameistari þar til 1986.
Hann rak Eyjaradíó, verslun og verkstæði, til ársins 2007, seldi það þá Þórarni Sigurðssyni og vann hjá honum til 2020.
Hann eignaðist barn með Eygló 1967.
Þau Sigurborg Erna giftu sig 1969, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Breiðabliksveg 4. Þau skildu.
Þau Ásta giftu sig, eiga ekki börn saman. Þau búa í Þorlákshöfn.
I. Barnsmóðir Jóns er Eygló Kjartansdóttir, f. 23. júní 1946.
Barn þeirra:
1. Guðmunda Jónsdóttir (Þorsteinsdóttir) lyfjafræðingur á Selfossi, f. 12. ágúst 1967 í Ási.
II. Kona Jóns, (25. október 1969, skildu), er Sigurborg Erna Jónsdóttir frá Stóra-Gerði, húsfreyja, kennari, f. 18. nóvember 1943.
Börn þeirra:
2. Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja, B.Ed.-kennari, námsráðgjafi við Framhaldsskólann, f. 2. október 1969. Maður hennar er Elías Árni Jónsson.
3. Sighvatur Jónsson fjölmiðlamaður, heimildarmyndagerðarmaður, B.Sc.-próf í tölvunarfræði, f. 1. október 1975. Kona hans er Dóra Hanna Sigmarsdóttir.
4. Hjalti Jónsson B.A.-sálfræðingur frá Háskóla Íslands, M.A.-próf í Danmörku, býr þar, f. 8. mars 1979. Kona hans er Linda Björk Ólafsdóttir.
Barn Sigurborgar og fósturbarn Jóns:
5. Ásta Ólafsdóttir ferðamálafræðingur, f. 25. janúar 1967. Fyrrum maður hennar Jökull Jörgensen.
III. Kona Jóns er Guðríður Ásta Halldórsdóttir og Ástu Böðvarsdóttur, húsfreyja, f. 9. janúar 1953.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Jón.
- Loftskeytamenn og fjarskiptin, 1. Ritstjóri Ólafur K. Björnsson. Félag íslenskra loftskeytamanna; 1987.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.