Magnús Stefánsson (skipstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Magnús Stefánsson.

Magnús Stefánsson frá Hallgeirsey í A.-Landeyjum, sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist 4. október 1937 og lést 13. desember 2007 á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð.
Foreldrar hans voru Stefán Vilhjálmsson, f. 28. nóvember 1908, d. 15. nóvember 1979, og Jóhanna María Jóhannesdóttir, f. 19. október 1917, d. 25. september 1993.
Fósturforeldrar hans frá fjögurra ára aldri voru Guðmundur Guðlaugsson bóndi í Hallgeirsey í A.-Landeyjum, f. þar 18. september 1883, d. 25. ágúst 1974, og síðari kona hans Guðríður Jónasdóttir húsfreyja, f. 28. október 1894, d. 16. mars 1954.

Fósturbróðir Magnúsar var Gísli Halldór Jónasson skipstjóri, f. 13. september 1933, d. 30. júlí 2016.

Magnús var með fósturforeldrum sínum.
Hann lauk landsprófi í Austurbæjarskólanum í Reykjavík, fékk síðar skipstjórnarréttindi í Stýrimannaskólanum í Reykjavík.
Magnús var sjómaður frá 17 ára aldri, byrjaði á togaranum Mars, flutti til Eyja 1956. Hann var stýrimaður á bátum, en haustið 1964 varð hann skipstjóri á Hugin VE 65. Hann keypti bátinn Hávarð 1965, seldi hann 1967.
Hann flutti til Reykjavíkur, keypti árið 1974 stálbátinn Verðandi KÓ, sem hann gerði út ásamt öðrum til 1980. Hann var síðan stýrimaður og skipstjóri á ýmsum bátum og togurum, m.a. á Ögra, Neptúnusi, Karlsefni, Erlingi, Dalaröst og Vigra. Hann varð fyrir slysi um borð í Vigra 1983, sem gerði út af við sjómennsku hans eftir tæplega 30 ára starf.
Þau Guðrún ráku söluturn við Barónsstíg frá 1975-1996.
Þau Hrefna giftu sig 1961, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Ási við Kirkjuveg 49 og við Hraunslóð 1. Þau skildu.
Þau Guðrún giftu sig 1972, eignuðust tvö börn og Guðrún átti áður þrjú börn.
Magnús lést 2007 og Guðrún 2023.

I. Kona Magnúsar, (21. október 1961, skildu), er Hrefna Sighvatsdóttir frá Ási, húsfreyja, f. 23. júlí 1939.
Börn þeirra:
1. Jóhanna Magnúsdóttir, f. 10. desember 1956. Maður hennar Steingrímur Benediktsson.
2. Guðmunda Magnúsdóttir, f. 30. júlí 1961. Maður hennar Ólafur Bragason.
3. Hrafnhildur Magnúsdóttir, f. 20. desember 1965. Maður hennar Guðmundur Hárlaugsson.

II. Kona Magnúsar, (13. desember 1972), var Guðrún Friðriksdóttir húsfreyja, kaupmaður, f. 12. febrúar 1938, d. 25. mars 2023. Kjörforeldrar hennar Friðrik G. Jóhannsson, f. 15. janúar 1907, d. 15. ágúst 1969, og Kristbjörg Jónsdóttir, f. 14. janúar 1912, d. 20. nóvember 1941.
Börn þeirra:
4. Magnús Magnússon, f. 18. febrúar 1970. Kona hans Metta Promjiem.
5. Jórunn Magnúsdóttir, f. 21. desember 1973.
Börn Guðrúnar og fósturbörn Magnúsar:
6. Sigrún Kristbjörg Gísladóttir, f. 20. september 1957. Maður hennar Hörður Rögnvaldsson.
7. Ásgeir Þorbergur Gíslason, f. 6. nóvember 1960. Kona hans Júlía P. Amporn.
8. Friðrik Gunnar Gíslason, f. 23. júlí 1963. Kona hans Guðríður Svavarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.