„Hermann Guðmundsson (Háeyri)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Hermann Óskar Guðmundsson''' frá Háeyri, sjómaður fæddist 11. júní 1921 og drukknaði 17. júlí 1941.<br> Foreldrar hans voru Jónína Steinunn Sigurðardóttir frá Nýborg, húsfreyja, f. 15. nóvember 1890, d. 31. mars 1970, og maður hennar Guðmundur Jónsson frá Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, formaður og skipasmiður, f. 14. október 1888 á Framnesi í Hraunshverfi á Eyrarbakka, d. 27. nóvember 1876.<br> Börn...)
 
m (Verndaði „Hermann Guðmundsson (Háeyri)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 30. júní 2023 kl. 11:28

Hermann Óskar Guðmundsson frá Háeyri, sjómaður fæddist 11. júní 1921 og drukknaði 17. júlí 1941.
Foreldrar hans voru Jónína Steinunn Sigurðardóttir frá Nýborg, húsfreyja, f. 15. nóvember 1890, d. 31. mars 1970, og maður hennar Guðmundur Jónsson frá Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, formaður og skipasmiður, f. 14. október 1888 á Framnesi í Hraunshverfi á Eyrarbakka, d. 27. nóvember 1876.

Börn Jónínu og Guðmundar voru:
1. Þórarinn Anton Jóhann Guðmundsson verkamaður, f. 4. júlí 1910, d. 8. nóvember 1970.
2. Árni Guðmundur Guðmundsson, („Árni úr Eyjum“) kennari og ljóðskáld, forseti bæjarstjórnar, f. 6. mars 1913, (7. mars í pr.þj.bók), d. 11. mars 1961.
3. Sigurást Þóranna Guðmundsdóttir, („Ásta Tegeder“) húsfreyja, f. 15. nóvember 1915, d. 18. maí 1991.
4. Hermann Óskar Guðmundsson námsmaður, sjómaður, f. 11. júní 1921, drukknaði af Sísí VE-265 17. júlí 1941.
5. Ágúst Ingi Guðmundsson, („Ingi á Háeyri“) verkamaður, sjómaður, f. 20. okt. 1922, d. 2. okt. 1976.
óðursystkini Sigurástar í Eyjum voru:
Alsystkini Jónínu:
1. Þóranna Anna Jóhanna Sigurðardóttir, f. 4. júní 1884, drukknaði af skipinu Björgólfi við Klettsnef 16. maí 1901.
2. Sigmundur Sigurðsson, f. 13. september 1895, d. 28. ágúst 1896.
Hálfsystkini móður Hermanns:
3. Árni Sigurður Gísli Sigurðsson námsmaður, f. 21. apríl 1875, lést nær þrítugu við nám í Kaupmannahöfn. Hann var sonur Guðrúnar Árnadóttur sambýliskonu Sigurðar í Nýborg. Hún var síðar húsfreyja í Götu, kona Eggerts Guðmundar Ólafssonar.
4. Júlíana Guðríður Ingveldur Sigurðardóttir, (Júlla á Búastöðum) húsfreyja á Búastöðum, f. 19. júlí 1886, d. 29. október 1976. Maður Júlíönu var Pétur Lárusson.
Föðursystkini Hermanns, í Eyjum voru:
1. Þórður Jónsson formaður og skipasmiður á Bergi, f. 10. júní 1887, d. 1. febrúar 1939.
2. Gunnar Marel Jónsson formaður og skipasmiður, f. 6. janúar 1891, d. 7. maí 1979.
3. Magnús Valdimar Jónsson skipasmiður á Bergi, f. 27. október 1892, d. 13. október 1921.
4. Guðni Jónsson, síðar prófessor, f. 22. júlí 1901, d. 4. mars 1974. Hann var kennari við unglingaskóla í Eyjum 1926-1927.
5. Lúðvík Jónsson bakarameistari, síðar á Selfossi, f. 14. október 1904, d. 21. mars 1983. Hann ólst upp hjá Árna Filippussyni og Gíslínu Jónsdóttur í Ásgarði, en Gíslína var móðursystir systkinanna.
6. Ágústína Jónsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði, f. 11. mars 1906, d. 1. nóvember 1989. Hún ólst einnig upp í Ásgarði hjá Gíslínu frænku sinni og Árna.
7. Guðmundur Júníus Jónsson sjómaður í Eyjum, síðar skipstjóri á Akranesi, f. 29. júní 1908, d. 22. ágúst 1972.

Hermann var með foreldrum sínum í æsku.
Hann stundaði nám í Gagnfræðaskólanum.
Hermann var sjómaður á vb Sísí VE-265, er hann tók út og drukknaði 17. júlí 1941.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.