„Lárus Guðmundsson (Akri)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Mynd:Lárus | [[Mynd:Gréta og Lárus.JPG|thumb|250px|''Gréta Vilborg Illugadóttir og Lárus Guðmundsson.]] | ||
'''Lárus Guðmundsson''' rafvirkjameistari og forstöðumaður á [[Akur|Akri]] fæddist 13. nóvember 1907 í [[Byggðarholt]]i og lést 18. febrúar 1985.<br> | '''Lárus Guðmundsson''' rafvirkjameistari og forstöðumaður á [[Akur|Akri]] fæddist 13. nóvember 1907 í [[Byggðarholt]]i og lést 18. febrúar 1985.<br> | ||
Foreldrar hans voru [[Guðmundur Þórðarson (Akri)|Guðmundur Þórðarson]] vélstjóri, útgerðarmaður, f. 10. maí 1878, drukknaði við [[Eiðið]] 16. desember 1924, og [[Guðrún Hjálmarsdóttir (Akri)|Guðrún Hjálmarsdóttir]] húsfreyja, f. 12. apríl 1879, d. 23. september 1928. | Foreldrar hans voru [[Guðmundur Þórðarson (Akri)|Guðmundur Þórðarson]] vélstjóri, útgerðarmaður, f. 10. maí 1878, drukknaði við [[Eiðið]] 16. desember 1924, og [[Guðrún Hjálmarsdóttir (Akri)|Guðrún Hjálmarsdóttir]] húsfreyja, f. 12. apríl 1879, d. 23. september 1928. | ||
Lína 26: | Lína 26: | ||
V. Systkini Guðmundar föður Lárusar í Eyjum:<br> | V. Systkini Guðmundar föður Lárusar í Eyjum:<br> | ||
1. [[Þórunn Þórðardóttir (Setbergi)|Þórunn Þórðardóttir]] húsfreyja á [[Setberg|Setbergi, (Vesturvegi 23)]], f. 9. desember 1880 á Hörgslandi á Síðu, d. 19. maí 1980. | 1. [[Þórunn Þórðardóttir (Setbergi)|Þórunn Þórðardóttir]] húsfreyja á [[Setberg|Setbergi, (Vesturvegi 23)]], f. 9. desember 1880 á Hörgslandi á Síðu, d. 19. maí 1980.<br> | ||
2. [[Snorri Þórðarson (Steini)|Snorri Þórðarson]] í [[Steinn|Steini]], útvegsbóndi, f. 16. mars 1881 í Steig í Mýrdal, d. 16. desember 1924, drukknaði við [[Eiði]]ð á leið út í e.s. Gullfoss.<br> | 2. [[Snorri Þórðarson (Steini)|Snorri Þórðarson]] í [[Steinn|Steini]], útvegsbóndi, f. 16. mars 1881 í Steig í Mýrdal, d. 16. desember 1924, drukknaði við [[Eiði]]ð á leið út í e.s. Gullfoss.<br> | ||
Núverandi breyting frá og með 13. desember 2017 kl. 11:30
Lárus Guðmundsson rafvirkjameistari og forstöðumaður á Akri fæddist 13. nóvember 1907 í Byggðarholti og lést 18. febrúar 1985.
Foreldrar hans voru Guðmundur Þórðarson vélstjóri, útgerðarmaður, f. 10. maí 1878, drukknaði við Eiðið 16. desember 1924, og Guðrún Hjálmarsdóttir húsfreyja, f. 12. apríl 1879, d. 23. september 1928.
Börn Guðmundar og Guðrúnar voru:
1. Lárus Guðmundsson rafvirkjameistari, f. 13. nóvember 1907 í Byggðarholti, d. 18. febrúar 1985.
2. Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 9. desember 1909 á Akri, d. 31. október 1996.
Börn Hjálmars móðurföður Lárusar í Eyjum voru:
I. Börn Hjálmars Eiríkssonar og Guðrúnar Jónsdóttur fyrri konu hans í Eyjum:
1. Eiríkur Hjálmarsson kennari á Vegamótum.
2. Þórunn Hjálmarsdóttir húskona á Lágafelli, fyrr húsfreyja á Ljótarstöðum, kona Sigurðar Sigurðssonar bónda þar.
3. Þorgerður í Dölum húsfreyja í Dölum, kona Jóns Gunnsteinssonar.
II. Börn Hjálmars Eiríkssonar og Kristínar Sveinsdóttur síðari konu hans:
4. Hjálmrún Hjálmarsdóttir vinnukona, síðar ráðskona í Reykjavík, f. 16. mars 1878, d. 9. mars 1950.
5. Guðrún Hjálmarsdóttir húsfreyja á Akri, kona Guðmundar Þórðarsonar.
6. Helgi Hjálmarsson, – að Hamri. Konur hans voru Guðbjörg Vigdís Guðmundsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir.
III. Barn Hjálmars Eiríkssonar og Ingibjargar Gísladóttur, síðar húsfreyju í Oddakoti í A-Landeyjum:
7. Sigurbjörg Hjálmarsdóttir húsfreyja í Oddhól, kona Ólafs Guðmundssonar.
IV. Hálfsystir Hjálmars á Ketilsstöðum og Efri-Rotum og föðursystir
þessarra Hjálmarsbarna var
8. Sigríður Eiríksdóttir langamma Árna Árnasonar símritara og þeirra systkina og amma Kristins Sigurðssonar á Eystri-Löndum.
V. Systkini Guðmundar föður Lárusar í Eyjum:
1. Þórunn Þórðardóttir húsfreyja á Setbergi, (Vesturvegi 23), f. 9. desember 1880 á Hörgslandi á Síðu, d. 19. maí 1980.
2. Snorri Þórðarson í Steini, útvegsbóndi, f. 16. mars 1881 í Steig í Mýrdal, d. 16. desember 1924, drukknaði við Eiðið á leið út í e.s. Gullfoss.
VI. Föðurmóðir Lárusar var Þuríður Ólafsdóttir húsfreyja, síðar í dvöl á Setbergi við Vesturveg, f. 25. júlí 1851 á Oddum í Meðallandi, d. 11. ágúst 1944 í Eyjum.
Lárus var með foreldrum sínum í æsku.
Hann hóf rafvirkjanám 1924 hjá Haraldi Eiríkssyni frænda sínum, en þeir voru systkinasynir. Hann starfaði jafnframt hjá Rafveitu Vestmannaeyja og starfaði þar til 1947. Þá gerðist hann hluthafi og meistari hjá Haraldi Eiríkssyni h.f., en fyrirtækið rak raftækjaverslun og verkstæði og annaðist raflagnir í hús, verksmiðjur og frystihús. Þetta fyrirtæki rak hann ásamt öðrum til 1973, en hús hans og fyrirtækisins fór undir hraun.
Lárus sótti námskeið Fiskifélagsins í mótorvélfræði 1926, fékk
mótorvélgæsluréttindi hin minni 1929, meistararéttindi í rafvirkjun 1942.
Hann var prófdómari í rafvirkjun við Iðnskólann í Eyjum 1936-1973, sat í rafmagnsnefnd Vestmannaeyja 1962-1973.
Þau Gréta giftu sig 1938, eignuðust Guðmund 1939 og bjuggu á Akri til 1973.
Þau fluttust í Kópavog.
Lárus lést 1985 og Gréta Vilborg 1999.
I. Kona Lárusar, (7. maí 1938), var Gréta Vilborg Illugadóttir
húsfreyja á Akri f. 13. maí 1912 á Brekku, d. 1. mars 1999 í Sunnuhlíð í Kópavogi.
Barn þeirra:
1. Guðmundur Lárusson rafvirkjameistari, f. 9. maí 1939.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 12. mars 1999. Minning Grétu Vilborgar Illugadóttur.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.