Guðrún Jónsdóttir (Ketilsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Ketilsstöðum í Mýrdal fæddist 1823 á Flögu í Skaftártungu og lést 31. ágúst 1860 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Jón Þorláksson bóndi á Flögu, f. þar 1797, d. 28. nóvember 1847 á Litlu-Heiði í Mýrdal, og fyrri kona hans Þorgerður Bjarnadóttir húsfreyja, f. 1798 á Ytri-Ásum í Skaftártungu, d. 28. febrúar 1827 á Svartanúpi í Skaftártungu.

Guðrún var með foreldrum sínum á Flögu til 1824, á Svartanúpi 1824-1838, á Litlu-Heiði 1838-1849.
Hún var (líklega) vinnukona í Reykjavík 1850, vinnukona á Ketilsstöðum 1852-1853.
Þau Hjálmar giftu sig 1853 og bjuggu á Ketilsstöðum, eignuðust fimm börn, en misstu tvö þeirra á fyrsta aldursári.
Þau brugðu búi 1860 og fluttust til Eyja með Eirík son sinn, þá 4 ára.
Guðrún lést á Fögruvöllum á því ári. Hjálmar fluttist undir Eyjafjöll með Eirík 1863 og bjó á Efri-Rotum til æviloka.

I. Maður Guðrúnar, (9. júní 1953), var Hjálmar Eiríksson bóndi, f. 17. júlí 1829 í Pétursey í Mýrdal, d. 31. ágúst 1903 á Efri-Rotum.
Börn þeirra í Eyjum:
1. Þórunn Hjálmarsdóttir húskona á Lágafelli, fyrr húsfreyja á Ljótarstöðum, kona Sigurðar Sigurðssonar bónda þar, fædd 13. ágúst 1853 á Ketilsstöðum í Mýrdal og lést 15. janúar 1938 í Skammadal þar.
2. Þorgerður Hjálmarsdóttir húsfreyja í Dölum, f. 4. júní 1855 á Ketilsstöðum, d. 2. mars 1939 í Eyjum, kona Jóns Gunnsteinssonar bónda.
3. Eiríkur Hjálmarsson kennari á Vegamótum, maður Sigurbjargar Rannveigar Pétursdóttur húsfreyju, fæddur 11. ágúst 1856 á Ketilsstöðum, d. 5. apríl 1931 í Eyjum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.