„Magnús Guðlaugsson (Fagurlyst)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Magnús Guðlaugsson''' í Fagurlyst, bátsformaður fæddist 1863 í Dísukoti í Þykkvabæ og drukknaði 20. maí 1901.<br> Foreldrar hans voru Guðlaugur Jónsson bóndi, f...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 1: Lína 1:
'''Magnús Guðlaugsson''' í [[Fagurlyst]], bátsformaður fæddist 1863 í Dísukoti í Þykkvabæ og drukknaði 20. maí 1901.<br>
'''Magnús Guðlaugsson''' í [[Fagurlyst]], bátsformaður fæddist 1863 í Dísukoti í Þykkvabæ og drukknaði 20. maí 1901.<br>
Foreldrar hans voru Guðlaugur Jónsson bóndi, f. 15. júlí 1832, d. 4. ágúst 1887, og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir, f. 28. júlí 1830, d. 11. febrúar 1910.
Faðir hans var Guðlaugur bóndi á Sperðli í V-Landeyjum og Dórukoti í Holtum, f. 15. júlí 1832, d. 4. ágúst 1887, Jónsson bónda á Efra-Hvoli í Stórólfshvolssókn 1835, Vindási þar 1845, f. um 1805 í Brautarholtssókn, Jónssonar, (hann er 72 ára hjá Jóni syni sínum á Efra-Hvoli 1835),  f. um 1763, Jónssonar.<br>
Móðir Guðlaugs og kona Jóns á Efra-Hvoli var Jódís húsfreyja í Vindási í Stórólfshvolssókn 1845, f. 7. desember 1810, d. 17. september 1885, Guðlaugsdóttir bónda og hreppstjóra á Búðarhóli í Landeyjum 1801, síðar á Hemlu í Fljótshlíð, f. 1759 á Kirkjulandi í A-Landeyjum, d. 25. mars 1818, Bergþórssonar, og síðari konu Guðlaugs Bergþórssonar (1803), Margrétar húsfreyju, f. 1775, d. 2. janúar 1863 í Hemlu, Árnadóttur.<br>
 
Móðir Magnúsar í Fagurlyst og kona Guðlaugs var Ingibjörg húsfreyja á Sperðli 1870, í Norðurhjáleigu í Voðmúlastaðasókn 1880, f. 28. júlí 1830, d. 11. febrúar 1910, Jónsdóttir bónda í Stöðlakoti í Holtum 1835, Litla-Rimakoti þar 1840, f. 18. september 1799, d. 17. desember 1859, Jónssonar bónda á Arnkötlustöðum í Holtum, og konu Jóns á Arnkötlustöðum, Úlfhildar húsfreyju, f. 1763 á Butru í Fljótshlíð, Magnúsdóttur prests á Butru, Einarssonar.<br>
Móðir Ingibjargar á Sperðli og kona Jóns var Ragnhildur húsfreyja, f. 1. janúar 1799 í Seli í Holtum, d. 19. júlí 1879, Ólafsdóttir vinnumanns á Ásmundarstöðum þar 1801, bónda í Seli þar 1816, f. 24. apríl 1769 á Ægissíðu í Oddasókn, d. 14. nóvember 1827, Jónssonar, og konu Ólafs í Seli, Ingveldar húsfreyju, f. 1779 í Helli í Oddasókn, d. 27. október 1867, Ísleifsdóttur.<br>


Systur Magnúsar í Eyjum voru:<br>
Systur Magnúsar í Eyjum voru:<br>

Núverandi breyting frá og með 24. október 2016 kl. 14:51

Magnús Guðlaugsson í Fagurlyst, bátsformaður fæddist 1863 í Dísukoti í Þykkvabæ og drukknaði 20. maí 1901.
Faðir hans var Guðlaugur bóndi á Sperðli í V-Landeyjum og Dórukoti í Holtum, f. 15. júlí 1832, d. 4. ágúst 1887, Jónsson bónda á Efra-Hvoli í Stórólfshvolssókn 1835, Vindási þar 1845, f. um 1805 í Brautarholtssókn, Jónssonar, (hann er 72 ára hjá Jóni syni sínum á Efra-Hvoli 1835), f. um 1763, Jónssonar.
Móðir Guðlaugs og kona Jóns á Efra-Hvoli var Jódís húsfreyja í Vindási í Stórólfshvolssókn 1845, f. 7. desember 1810, d. 17. september 1885, Guðlaugsdóttir bónda og hreppstjóra á Búðarhóli í Landeyjum 1801, síðar á Hemlu í Fljótshlíð, f. 1759 á Kirkjulandi í A-Landeyjum, d. 25. mars 1818, Bergþórssonar, og síðari konu Guðlaugs Bergþórssonar (1803), Margrétar húsfreyju, f. 1775, d. 2. janúar 1863 í Hemlu, Árnadóttur.

Móðir Magnúsar í Fagurlyst og kona Guðlaugs var Ingibjörg húsfreyja á Sperðli 1870, í Norðurhjáleigu í Voðmúlastaðasókn 1880, f. 28. júlí 1830, d. 11. febrúar 1910, Jónsdóttir bónda í Stöðlakoti í Holtum 1835, Litla-Rimakoti þar 1840, f. 18. september 1799, d. 17. desember 1859, Jónssonar bónda á Arnkötlustöðum í Holtum, og konu Jóns á Arnkötlustöðum, Úlfhildar húsfreyju, f. 1763 á Butru í Fljótshlíð, Magnúsdóttur prests á Butru, Einarssonar.
Móðir Ingibjargar á Sperðli og kona Jóns var Ragnhildur húsfreyja, f. 1. janúar 1799 í Seli í Holtum, d. 19. júlí 1879, Ólafsdóttir vinnumanns á Ásmundarstöðum þar 1801, bónda í Seli þar 1816, f. 24. apríl 1769 á Ægissíðu í Oddasókn, d. 14. nóvember 1827, Jónssonar, og konu Ólafs í Seli, Ingveldar húsfreyju, f. 1779 í Helli í Oddasókn, d. 27. október 1867, Ísleifsdóttur.

Systur Magnúsar í Eyjum voru:
1. Margrét Guðlaugsdóttir húsfreyja í Krókatúni og Lambhúskoti u. Eyjafjöllum, síðar í Stafholti, f. 13. júlí 1868, d. 23. desember 1937 í Brautarholti.
2. Guðbjörg Guðlaugsdóttir húsfreyja í Túni, Jakobshúsi og Litla-Bergholti, f. 30. ágúst 1874, d. 17. febrúar 1965.

Magnús var með foreldrum sínum á Sperðli í V- Landeyjum 1870 og í Norðurhjáleigu 1880.
Hann fluttist að Fagurlyst frá Fíflholtshjáleigu 1889 og var vinnumaður þar, sjómaður og fyrirvinna.
Þau Guðrún giftust 1891.
Hann varð formaður á Sjólyst og var með skipið, er það fórst með allri áhöfn úti við Bjarnarey 20. maí 1901.
Með Magnúsi fórust
1. Jón Eyjólfsson bóndi á Kirkjubæ
2. Árni Jónsson húsmaður í Stíghúsi
3. Hreinn Þórðarson í Uppsölum.
4. Eyjólfur Guðmundsson frá Kirkjulandi í A-Landeyjum.
5. Pálmi Guðmundsson í Stíghúsi.

Kona Magnúsar, (23. október 1891), var Guðrún Þorkelsdóttir húsfreyja í Fagurlyst, f. 10. janúar 1844, d. 14. október 1919. Hún var ekkja eftir Jósef Valdason, sem einnig hafði farist nálægt Bjarnarey, en 14 árum fyrr.
Stjúpbörn Magnúsar voru:
1. Guðjón Jósefsson útgerðarmaður og fiskimatsmaður, f. 1. ágúst 1875, d. 21. júní 1923.
2. Gísli Jósefsson, f. 30. október 1878. Hann fór til Vesturheims 1902.
3. Jóhann Þorkell Jósefsson þingmaður og ráðherra, f. 7. júní 1886, d. 15. maí 1961.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.